Skipulagssamkeppni um uppbyggingu byggðar og samgöngumiðstöðvar í Vatnsmýri

Lýsing á aðgerð og markmið

Aðgerð Græna plansins

Skipulagssamkeppni um uppbyggingu byggðar og samgöngumiðstöðvar í Vatnsmýri. Samgöngumiðstöð í Vatnsmýri verður meginskiptistöð almenningssamgangna innan höfuðborgarsvæðisins, Borgarlínu og Strætó, auk þess að verða upphafs- og endastöð fluglestar og hópferðabifreiða út fyrir höfuðborgarsvæðið.

 

Framkvæmdatími

Áætluð verklok eru á seinni helmingi ársins 2023

Staða: Í vinnslu

Stöðulýsing 1. janúar 2024

Staða verkefnis óbreytt frá fyrri stöðulýsingu. Hugmyndin um uppbyggingu samgöngumiðstöðvar í Vatnsmýri hefur verið hluti af viðræðum um endurskoðun á samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins og möguleikanum á að samgöngumiðstöðin verði hluti Miklubrautarstokki.

Eldri stöðulýsingar

Í töflunni hér fyrir neðan má sjá eldri stöðulýsingar sem veita upplýsingar um framvindu aðgerðarinnar frá upphafi (ef þú ert í síma er betra að snúa símanum á hlið).
  Tímasetning Lýsing framvindu
  Júlí 2023 Hugmyndin um uppbyggingu samgöngumiðstöðvar í Vatnsmýri hefur verið hluti af viðræðum um endurskoðun á samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins og möguleikanum á að samgöngumiðstöðin verði hluti Miklubrautarstokki.
  Janúar 2023   Verkefnið er á frumstigum, kallaður var saman faghópur til þess að móta frumdrög að helstu áhersluatriðum samkeppnislýsingar í október 2022. Í framhaldinu var ákveðið að fara í frekari greiningu á staðsetningu mögulegrar samgöngumiðstöðvar austan Landspítala.
  Júlí 2022 Hugmyndir um helstu áherslur reitsins hvað varðar samgöngumál hafa ekki verið fastmótaðar hingað til en með hugmyndaleit um uppbyggingu í og við Miklubrautarstokk og Sæbrautarstokk og útgáfu frumdragaskýrslu og áframhaldandi útfærsluvinnu um legu Borgarlínu þá hafa línurnar skýrst. Verkefnið er á frumstigum en stefnt er að því að kalla breiðan faghóp saman til þess að móta frumdrög að helstu áhersluatriðum samkeppnislýsingar í október 2022.

 

Tenging aðgerðar við stefnur Reykjavíkurborgar:

 

Tengdar aðgerðir