Hlemmsvæðið

Lýsing á aðgerð og markmið

Aðgerð Græna plansins

Hlemmur og nærliggjandi götur munu taka miklum stakkaskiptum á næstu árum þar sem lokað verður fyrir almenna bílaumferð. Markmiðið að gera nýja torgið að svæði fyrir hjólandi og gangandi vegfarendur.

 

Framkvæmdatími

Áætluð verklok eru á seinni helmingi ársins 2025

Staða: Í vinnslu

Stöðulýsing 1. janúar 2024

Framkvæmdum við fyrsta áfanga Hlemms er lokið. Nýtt göngusvæði hefur litið dagsins ljós á Laugavegi næst Snorrabraut. Nyrsti hlut Rauðarárstígs og Mjölnisholt hafa verið verið endurgerð sem vistgötur. Sumarið 2024 er áætlað að halda áfram framkvæmdum á Laugavegi við Hlemm og á hluta Rauðarárstígs. Á sama tíma er unnið að verkhönnun torgsvæðisins og væntanlegrar borgarlínu í gegnum svæðið.

Eldri stöðulýsingar

Taflan hér fyrir neðan inniheldur aðgerðir, hægt er að nálgast frekari upplýsingar með því að smella á "heiti aðgerðar" í töflunni.
Tímasetning Lýsing framvindu
Júlí 2023 Framkvæmdir eru á fullu á Hlemmi, Laugavegur á milli Snorrabrautar og Hverfisgötu er á lokametrum framkvæmdar. Rauðarárstígur suður er einnig á lokametrum framkvæmdar. Yfirborðsfrágangur á Mjölnisholti er hafin á fyrsta áfanga framkvæmdar. Verið er að vinna að skipulagi næsta framkvæmdaráfanga en stærsti hluti þess áfanga er nú þegar verkhannaður.
Janúar 2023   Framkvæmdir við Rauðarárstíg og Laugaveg sem er fyrsti áfangi nýs Hlemmtorgs og nágrennis hófust á tímabilinu. Framkvæmdir við Mjölnisholt hefjast árið 2023.
Júlí 2022 Framkvæmdir við Rauðarárstíg sem er fyrsti áfangi nýs Hlemmtorgs og nágrennis hófust á tímabilinu. Verkhönnun á torgi hafin.

 

Tenging aðgerðar við stefnur Reykjavíkurborgar:

 

Svið innan Reykjavíkurborgar:

 

Tengdar aðgerðir