Hlemmsvæðið
Lýsing á aðgerð og markmið
Aðgerð Græna plansins
Hlemmur og nærliggjandi götur munu taka miklum stakkaskiptum á næstu árum þar sem lokað verður fyrir almenna bílaumferð. Markmiðið að gera nýja torgið að svæði fyrir hjólandi og gangandi vegfarendur.
Framkvæmdatími
Áætluð verklok eru á seinni helmingi ársins 2025
Stöðulýsing 1. janúar 2024
Framkvæmdum við fyrsta áfanga Hlemms er lokið. Nýtt göngusvæði hefur litið dagsins ljós á Laugavegi næst Snorrabraut. Nyrsti hlut Rauðarárstígs og Mjölnisholt hafa verið verið endurgerð sem vistgötur. Sumarið 2024 er áætlað að halda áfram framkvæmdum á Laugavegi við Hlemm og á hluta Rauðarárstígs. Á sama tíma er unnið að verkhönnun torgsvæðisins og væntanlegrar borgarlínu í gegnum svæðið.
Eldri stöðulýsingar
Tímasetning | Lýsing framvindu |
Júlí 2023 | Framkvæmdir eru á fullu á Hlemmi, Laugavegur á milli Snorrabrautar og Hverfisgötu er á lokametrum framkvæmdar. Rauðarárstígur suður er einnig á lokametrum framkvæmdar. Yfirborðsfrágangur á Mjölnisholti er hafin á fyrsta áfanga framkvæmdar. Verið er að vinna að skipulagi næsta framkvæmdaráfanga en stærsti hluti þess áfanga er nú þegar verkhannaður. |
Janúar 2023 | Framkvæmdir við Rauðarárstíg og Laugaveg sem er fyrsti áfangi nýs Hlemmtorgs og nágrennis hófust á tímabilinu. Framkvæmdir við Mjölnisholt hefjast árið 2023. |
Júlí 2022 | Framkvæmdir við Rauðarárstíg sem er fyrsti áfangi nýs Hlemmtorgs og nágrennis hófust á tímabilinu. Verkhönnun á torgi hafin. |
Tenging aðgerðar við stefnur Reykjavíkurborgar:
Tengdar aðgerðir
Heiti aðgerðar | Staða | Verklok | Svið |
---|---|---|---|
Hlemmsvæðið | Í vinnslu | 2025 | Umhverfis- og skipulagssvið |
Gönguvæn borg - 15 mínútna hverfi | Í vinnslu | 2030 | Umhverfis- og skipulagssvið |
Gönguvæn borg - græn borgarþróun | Í vinnslu | 2030 | Umhverfis- og skipulagssvið |
Hjólreiðaborg á heimsmælikvarða | Í vinnslu | 2025 | Umhverfis- og skipulagssvið |
Borgarlína og betri almenningssamgöngur | Í vinnslu | 2025 | Umhverfis- og skipulagssvið |
Hleðslubúnaður fyrir rafbíla við fjöleignarhús | Lokið | 2022 | Umhverfis- og skipulagssvið |
Skipulagssamkeppni um uppbyggingu byggðar og samgöngumiðstöðvar í Vatnsmýri |
Í vinnslu | 2023 | Umhverfis- og skipulagssvið Skrifstofa borgarstjóra og borgarritara |
Markmið í umhverfismálum
- 1. Samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda | Græna planið Kolefnishlutlaus borg fyrir árið 2040 og aðlögun að loftlagsbreytingum með vistvænum hætti.
- 2. Aukin kolefnisbinding og efling grænna svæða | Græna planið Aukin ræktun, nýting og samtenging milli grænna svæða.
- 3. Borgin aðlöguð að áhrifum loftlagsbreytinga | Græna planið Vinna gegn loftlagsbreytingum og aðlögun að þeim.
- 4. Bætt aðgengi að heilnæmum útivistarmöguleikum og matvælum | Græna planið Áhersla á lýðheilsusjónarmið og aukinn borgarbúskap.
- 5. Vistvænar samgöngur | Græna planið Fjárfesting í samgönguinnviðum á grænum og fjölbreyttum forsendum.