Hlemmsvæðið

Lýsing á aðgerð og markmið

Aðgerð Græna plansins

Hlemmsvæðið mun taka verulegum stakkaskiptum í framtíðinni og unnið er að nýju skipulagi sem á að stuðla að góðu mannlífi og sambúð ólíkra hópa. Á svæðinu mun rísa nýtt torgsvæði sem mun skapa ramma utan um fjölbreytt mannlíf, veita skjól og vera spennandi dvalarsvæði. Nýtt skipulag gerir ráð fyrir legu Borgarlínu um Hlemm og eru almenningssamgöngur og virkir ferðamátar settir í forgang á svæðinu. 

 

Framkvæmdatími

Áætluð verklok eru á seinni helmingi ársins 2025

Staða: Í vinnslu

Stöðulýsing 1. júlí 2025

Verkhönnun er í gangi á áfanga 3 af torginu og framkvæmd er á áfanga 2 af torginu. Vonast er til að framkvæmd áfanga 3 geti hafist vorið 2026. Hönnun leikvallar á torginu er komin vel á veg. Sumarið 2025 var komið upp tímabundnum leikvelli fyrir yngstu kynslóðina sem strax skapaði líf og vakti lukku. Þegar frágangi sunnan og austan við Mathöllina lauk lifnaði strax yfir svæðinu og er gaman að sjá markmiðin smátt og smátt  raungerast. Hafin er forhönnun á svæðinu norðan við Hlemm og væntanlega borgarlínugötu og hjólastíg sem áætlað er að komi þar.

Eldri stöðulýsingar

Taflan hér fyrir neðan inniheldur aðgerðir, hægt er að nálgast frekari upplýsingar með því að smella á "heiti aðgerðar" í töflunni.
Tímasetning Lýsing framvindu
Janúar 2024 Framkvæmdum við fyrsta áfanga Hlemms er lokið. Nýtt göngusvæði hefur litið dagsins ljós á Laugavegi næst Snorrabraut. Nyrsti hlut Rauðarárstígs og Mjölnisholt hafa verið verið endurgerð sem vistgötur. Sumarið 2024 er áætlað að halda áfram framkvæmdum á Laugavegi við Hlemm og á hluta Rauðarárstígs. Á sama tíma er unnið að verkhönnun torgsvæðisins og væntanlegrar borgarlínu í gegnum svæðið.
Júlí 2023 Framkvæmdir eru á fullu á Hlemmi, Laugavegur á milli Snorrabrautar og Hverfisgötu er á lokametrum framkvæmdar. Rauðarárstígur suður er einnig á lokametrum framkvæmdar. Yfirborðsfrágangur á Mjölnisholti er hafin á fyrsta áfanga framkvæmdar. Verið er að vinna að skipulagi næsta framkvæmdaráfanga en stærsti hluti þess áfanga er nú þegar verkhannaður.
Janúar 2023   Framkvæmdir við Rauðarárstíg og Laugaveg sem er fyrsti áfangi nýs Hlemmtorgs og nágrennis hófust á tímabilinu. Framkvæmdir við Mjölnisholt hefjast árið 2023.
Júlí 2022 Framkvæmdir við Rauðarárstíg sem er fyrsti áfangi nýs Hlemmtorgs og nágrennis hófust á tímabilinu. Verkhönnun á torgi hafin.

 

Tenging aðgerðar við stefnur Reykjavíkurborgar:

 

Svið innan Reykjavíkurborgar:

 

Tengdar aðgerðir