Ný atvinnusvæði: Esjumelar, Álfsnes, Hólmsheiði
Lýsing á aðgerð og markmið
Aðgerð Græna plansins
Öflugt atvinnulíf er forsenda þess að borgin vaxi og dafni. Í Reykjavík eru helstu atvinnusvæði á höfuðborgarsvæðinu og landinu öllu, hvort sem litið er til starfsemi á sviði hátækni og þekkingar, háskóla, fjármála, verslunar og þjónustu, opinberrar stjórnsýslu, menningar og lista, ferðaþjónustu, flutninga eða iðnaðar. Uppbygging nýrra athafnasvæða á sér stað m.a. á Esjumelum, Álfsnesi og Hólmsheiði.
Framkvæmdatími
Áætluð verklok eru á seinni helmingi ársins 2030
Stöðulýsing 1. janúar 2023
Samhæfing áætlana varðandi uppbyggingu innviða heldur áfram í takti við gerð innviðaáætlunar til næstu 10 ára. Atvinnusvæðin Esjumelar, Hólmsheiði og Álfsnes eru reglulega kynnt fyrir aðilum sem hafa sýnt áhuga á að byggja upp fyrirtæki sín í Reykjavík. Á Esjumelum eru lóðir gerðar byggingarhæfar í takt við þarfir markaðarins og verða fjórar lóðir byggingarhæfar sumarið 2023. Í lok árs var auglýst eftir áhugasömum félögum um uppbyggingu á Hólmsheiði.
Eldri stöðulýsingar
Í töflunni hér fyrir neðan má sjá eldri stöðulýsingar sem veita upplýsingar um framvindu aðgerðarinnar frá upphafi (ef þú ert í síma er betra að snúa símanum á hlið).
Framvinda
Tímasetning | Lýsing framvindu | |
Júlí 2022 |
Undirbúningur og samhæfing áætlana varðandi uppbyggingu innviða er hafin við Veitur. Atvinnusvæðin hafa verið kynnt fyrir fyrirtækjum sem hafa sýnt áhuga á að byggja upp fyrirtæki sín í Reykjavík. Nokkur félög hafa fengið lóðavilyrði á Hólmsheiði og er deiliskipulag svæðisins í þróun. Á Esjumelum eru lóðir gerðar byggingarhæfar í takt við þarfir markaðarins. |
Tengdar aðgerðir
Taflan hér fyrir neðan inniheldur þær aðgerðir sem tengjast þessari aðgerð og hægt er að nálgast frekari upplýsingar með því að smella á "heiti aðgerðar" í töflunni (ef þú ert í síma er betra að snúa símanum á hlið).
Aðgerðir
Markmið í efnahagsmálum
- 1. Ábyrg fjármálastjórnun Fjármálastefna borgarinnar byggir á sjálfbærni, stöðuleika, festu, fyrirsjáanleika og gagnsæi.
- 2. Þétt og blönduð byggð Þéttari, blandaðri byggð með sjálfbærni hverfa að leiðarljósi.
- 3. Ný atvinnutækifæri framtíðar Þróun atvinnutækifæra verður á forsendum þekkingar, nýsköpunar og sjálfbærni til framtíðar.
- 4. Gott umhverfi fyrir atvinnulíf og nýsköpun Góð landnýting, fjölbreytt atvinnulíf og athafnasvæði fyrir allar tegundir fyrirtækja af öllum stærðum.