Ný atvinnusvæði: Esjumelar, Álfsnes, Hólmsheiði

Lýsing á aðgerð og markmið

Aðgerð Græna plansins

Öflugt atvinnulíf er forsenda þess að borgin vaxi og dafni. Í Reykjavík eru helstu atvinnusvæði á höfuð­borg­ar­svæðinu og landinu öllu, hvort sem litið er til starf­semi á sviði hátækni og þekk­ingar, háskóla, fjár­mála, versl­unar og þjón­ustu, opin­berrar stjórn­sýslu, menn­ingar og lista, ferða­þjón­ustu, flutn­inga eða iðnaðar. Uppbygging nýrra athafnasvæða á sér stað m.a. á Esjumelum, Álfsnesi og Hólmsheiði.

 

Framkvæmdatími

Áætluð verklok eru á seinni helmingi ársins 2030

Staða: Í vinnslu

Stöðulýsing 1. janúar 2024

Undirbúningur að verkefni um framtíðarsýn fyrir Esjumela er hafinn. Lóðir að Bronssléttu 1, 3, 5 og Norðurgrafarvegur 3 voru auglýstar til sölu. Tilboðum var ekki tekið þar sem þau voru metin of lág. Þetta var staðfest í borgarráði.

Skýrsla um fýsileika Hringrásargarðs á Álfsnesi var útbúin.

Samtal um lóðavilyrði á Hólmsheiði átti sér stað við áhugasama aðila. Auk þess er virkt samtal við Heilbrigðiseftirlitið um vatnsverndarákvæði á svæðinu. Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar réði Vatnaskil til að rannsaka vatnsverndina og ákvæðin betur.

Eldri stöðulýsingar

 
  Tímasetning Lýsing framvindu
  Júlí 2023

Skipulag er í vinnslu á Hólmsheiði. Verið að semja við fyrirtæki sem borgarráð samþykkti að hefja viðræður við um lóðarvilyrði.Unnið er að stækkun á athafnasvæði við Esjumela. Fjórar lóðir voru auglýstar til sölu en fá tilboð bárust. Verið er að undirbúa hreinsun á svæðinu og samtal við fyrirtækin um hvernig megi halda Esjumelum fínum svo svæðið verði álitlegur kostur fyrir fleiri aðila. Ráðgjafateymi vinnur að fýsileikagreiningu varðandi Hringrásargarðinn á Álfsnesi.

 
  Janúar 2023   Samhæfing áætlana varðandi uppbyggingu innviða heldur áfram í takti við gerð innviðaáætlunar til næstu 10 ára. Atvinnusvæðin Esjumelar, Hólmsheiði og Álfsnes eru reglulega kynnt fyrir aðilum sem hafa sýnt áhuga á að byggja upp fyrirtæki sín í Reykjavík. Á Esjumelum eru lóðir gerðar byggingarhæfar í takt við þarfir markaðarins og verða fjórar lóðir byggingarhæfar sumarið 2023. Í lok árs var auglýst eftir áhugasömum félögum um uppbyggingu á Hólmsheiði.
  Júlí 2022 Undirbúningur og samhæfing áætlana varðandi uppbyggingu innviða er hafin við Veitur. Atvinnusvæðin hafa verið kynnt fyrir fyrirtækjum sem hafa sýnt áhuga á að byggja upp fyrirtæki sín í Reykjavík. Nokkur félög hafa fengið lóðavilyrði á Hólmsheiði og er deiliskipulag svæðisins í þróun. Á Esjumelum eru lóðir gerðar byggingarhæfar í takt við þarfir markaðarins.  

 

Tenging aðgerðar við stefnur Reykjavíkurborgar:

 

Tengdar aðgerðir

Taflan hér fyrir neðan inniheldur þær aðgerðir sem tengjast þessari aðgerð og hægt er að nálgast frekari upplýsingar með því að smella á "heiti aðgerðar" í töflunni (ef þú ert í síma er betra að snúa símanum á hlið).