Innlent samstarf

Til þess að Græna planið nái árangri þarf að efna til samstarfs við ýmsa innlenda aðila. Nauðsynlegt er að starfa með aðilum vinnumarkaðarins og ríkisvaldinu til að takast á við áskoranir framtíðarinnar. 

Til að auka grænar samgöngur hefur verið ráðist í víðtækara samstarf en nokkru sinni fyrr við ríkið og nágrannasveitarfélögin um betri samgöngur, fjárfestingu í Borgarlínu og öðrum innviðum.

Innleiðing Græna plansins

Reykjavíkurborg á hlut í nokkrum leiðandi fyrirtækjum á Íslandi sem munu beita sér fyrir grænni umbreytingu og sjálfbærni í borginni.  

Við innleiðingu á almennri eigendastefnu Reykjavíkurborgar og góðum stjórnarháttum skapast forsendur til að annast tiltekna starfsemi í þágu almennings. 

Samstarf Reykjavíkurborgar, sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og sameiginlegra fyrirtækja er lykilþáttur í innleiðingu Græna plansins.

Áherslur borgarinnar í samstarfi

Almenningssamgöngur

Uppbygging Borgarlínu og tengdra innviða.

Orkuskipti

Samstarf til að tryggja markviss og góð orkuskipti á næstu árum.

Hringrásarhagkerfi

Samstarf um uppbyggingu hringrásarhagkerfis, úrgangsforvarnir og endurnýtingu.

Græn fjármögnun

Samstarf um græn innkaup, sjálfbæra og félagslega fjármögnun og önnur græn fjármál.