Alþjóðlegt samstarf

Innleiðing Græna plansins

Reykjavíkurborg mun styðja við innleiðingu Græna plansins með því að nýta þau tækifæri sem felast í þátttöku í alþjóðlegum samstarfsverkefnum. 

Áhersla verður á nýja rannsóknaráætlun ESB, Horizon Europe, sem gildir 2021-2027 en hún mun ráðstafa 100 milljörðum evra til rannsókna og nýsköpunar á komandi árum með megináherslu á umhverfismál.

Þátttaka í alþjóðlegum verkefnum mun auka aðdráttarafl Reykjavíkur sem borg framfara, tækifæra og lífsgæða og efla viðnámsþrótt hennar og hæfni til að takast á við framtíðina og umbreytingar og óvissu sem henni fylgja. 

Reykjavíkurborg hefur verið valin sem þátttakandi í Evrópusamstarfi um hundrað kolefnishlutlausar og snjallar borgir. Megin hlutverk borga í leiðangrinum byggir á verkefnum í þágu kolefnishlutleysis í orkumálum, samgöngumálum, byggingum, iðnaði, matvælaframleiðslu o.fl.

Markmið

Markmið Reykjavíkurborgar með þátttöku í aljóðlegum samstarfsverkefnum og rannsóknaráætlun ESB:

  • Afla þekkingar á lykiláskorunum og tækifærum í sjálfbærri þróun borga
  • Efla þátttöku og árangur Reykjavíkur í rannsókna- og nýsköpunarumhverfi Evrópu
  • Afla rannsókna- og nýsköpunarstyrkja sem styðja við og fjármagna stefnur og áherslur Reykjavíkur og efla Reykjavíkurborg sem borg nýsköpunar og sjálfbærni