Sviðsmyndir
Sviðsmynd - Hvernig borg verður Reykjavík 2035?
Reykjavíkurborg fékk Deloitte til samstarfs til að vinna sviðsmyndagreiningu um framtíð Reykjavíkur árið 2035 með tilliti til umhverfisþátta, efnahagslegra þátta og samfélagslegra þátta, til að styðja við Græna planið.
Afrakstur sviðsmyndagreiningarinnar eru fjórar ólíkar en kraftmiklar sviðsmyndir. Sviðsmyndir eru gagnadrifnar sögur um framtíðina til að taka í dag betri ákvarðanir um framtíðina. Þetta er tilraun til að notast við skipulagða aðferð til að sjá fyrir sér mögulega framtíð og setja fram kenningar um framtíðarmöguleika. Sviðsmyndirnar eru ekki spá um líklegustu framtíðarborgina heldur tæki til þess að máta áætlanir og markmið okkar við aðstæður sem gætu komið upp. Með sviðsmyndirnar í huga getum við gert áform okkar traustari og okkur tilbúnari til að ná okkar markmiðum.
Hér fyrir neðan er hægt að nálgast PDF útgáfu af sviðsmyndinni.