Sviðsmyndir

Sviðsmynd - Hvernig borg verður Reykjavík 2035?

Reykja­vík­ur­borg fékk Deloitte til samstarfs til að vinna sviðs­mynda­grein­ingu um framtíð Reykja­víkur árið 2035 með tilliti til umhverf­is­þátta, efna­hags­legra þátta og samfé­lags­legra þátta, til að styðja við Græna planið.

Afrakstur sviðs­mynda­grein­ing­ar­innar eru fjórar ólíkar en kraft­miklar sviðs­myndir. Sviðs­myndir eru gagna­drifnar sögur um fram­tíðina til að taka í dag betri ákvarð­anir um fram­tíðina. Þetta er tilraun til að notast við skipu­lagða aðferð til að sjá fyrir sér mögu­lega framtíð og setja fram kenn­ingar um fram­tíð­ar­mögu­leika. Sviðs­mynd­irnar eru ekki spá um líkleg­ustu fram­tíð­ar­borgina heldur tæki til þess að máta áætlanir og markmið okkar við aðstæður sem gætu komið upp. Með sviðs­mynd­irnar í huga getum við gert áform okkar traustari og okkur tilbúnari til að ná okkar mark­miðum.

Hér fyrir neðan er hægt að nálgast PDF útgáfu af sviðsmyndinni.