Árangur Græna plansins

Borgarstjórn ákvað í júní 2020 að vinna heildarstefnu um fjármál og fjárfestingu Reykjavíkurborgar undir heitinu Græna planið.

Framtíðarsýn

Reykjavík er borgarsamfélag sem einkennist af heilnæmu umhverfi, jöfnum tækifærum, góðri þjónustu og öflugu atvinnulífi sem gengur ekki á náttúruauðlindir.

Græna planið tekur tillit til þriggja lykilvídda, sem eru efnahagslegir, samfélagslegir og umhverfislegir þættir. Framtíðarsýn byggir á þessum þremur meginstoðum.

Græn borg

Reykjavík er blómleg, skemmtileg og heilbrigð borg sem verður kolefnishlutlaus árið 2040.

Vaxandi borg

Í Reykjavík er kraftmikið, samkeppnishæft borgarsamfélag og frjósamur jarðvegur fyrir skapandi hugmyndir sem laðar fólk að til búsetu, heimsókna og athafna.

Borg fyrir fólk

Reykvískt samfélag er byggt á réttlæti, sanngirni og þátttöku barna og fullorðinna. Borgarbúar lifa við öryggi og geta haft jákvæð áhrif á eigin líf og annarra. Með því að hlusta, miðla, rýna og þróa er stuðlað að inngildingu þar sem engin er skilin eftir.

Fjárfestingaráætlun

Á næstu 10 árum mun Reykjavíkurborg fjárfesta fyrir 220 milljarða í að byggja upp vaxandi græna borg fyrir fólk.  

Fyrirtæki í eigu borgarinnar munu jafnframt auka fjárfestingar sínar, einkum í grænum innviðum veitufyrirtækjanna og félagslegu húsnæði fyrir tekjulága. 

 

Húsnæði ON við Hellisheiðarvirkjun.

Stafræn umbreyting

Stafræn umbreyting er fyrst og fremst stafræn aðlögun á þeirri þjónustu sem borgin sinnir í dag. 

 

Sérstakt átak var ræst til að hrinda þessari umbreytingu af stað og stendur það  til lok árs 2023. Þetta er risastórt verkefni sem á sér fáar hliðstæður hér á landi og nær til allra starfsstaða og starfsfólks sem brennur fyrir betri þjónustu með hjálp nútíma tækni.

Fólk á svölum á göngum Hörpu.

Innlent samstarf

Til þess að Græna planið nái árangri þarf að efna til samstarfs við ýmsa innlenda aðila. 

 

Nauðsynlegt er að starfa með aðilum vinnumarkaðarins og ríkisvaldinu til að takast á við áskoranir framtíðarinnar. 

Drengur og kona sitja í strætó.

Alþjóðlegt samstarf

Reykjavíkurborg mun styðja við innleiðingu Græna plansins með því að nýta þau tækifæri sem felast í þátttöku í alþjóðlegum samstarfsverkefnum. 

Starfsmaður Carbfix við borholu við Hellisheiðavirkjun.

Mælikvarðar

Til að mæla árangur Græna plansins innleiðir Reykjavíkurborg þrjá staðla frá alþjóðlegu samtökunum World Council on City Data (WCCD) sem mæla stöðu borga með tilliti til sjálfbærni. 

Kona og drengur hlaupa í froðu framhjá Tjörninni í Reykjavík.

Græna planið í stuttu máli

  • Græna planið var unnið samhliða undirbúningi fjárhagsáætlunar vegna ársins 2021 og fimm ára áætlunar 2021-2025.
  • Græna planið var unnið sem viðbragð við áhrifum af heimsfaraldri kórónuveirunnar og uppfært í ársbyrjun 2022.
  • Græna planið teiknar upp framtíðarsýn borgarinnar til lengri tíma og tengir lykilstefnur og verkefni borgarinnar við þá framtíðarsýn.
  • Græna planið snýr bæði að þróun á þjónustu og stjórnkerfi borgarinnar auk þess að draga fram forgangsröðun á fjárfestingu borgarinnar og tengdra fyrirtækja.

Græna planinu er fylgt eftir

Á meðal lykilverkfæra Græna plansins er fjármálastefna til 10 ára, fjárhagsáætlun til fimm ára og fjárfestingaráætlun til 10 ára.

Aðgerðaáætlanir eru endurskoðaðar með reglubundnum hætti og framgangi gerð skil í samantektum sem lagðar eru fyrir borgarstjórn. Vefur Græna plansins á að gefa mynd af þeim árangri sem á að ná og upplýsa þegar honum hefur verið náð.

Viltu vita meira?

Hafðu endilega samband ef þú vilt nánari upplýsingar um Græna planið eða ef þú ert með ábendingu. Netfangið er graenaplanid@reykjavik.is