Skóla- og frístundaráð - og frístundaráð

Skóla- og frístundaráð

119. fundur

Fræðsluráð

Ár 2000, mánudaginn 14. ágúst, kl. 12.00, hélt fræðsluráð Reykjavíkur fund á Fræðslumiðstöð Reykjavíkur og var þetta 119. fundur ráðsins. Fundinn sátu: Hrannar Björn Arnarsson, varaformaður fræðsluráðs, Sigrún Elsa Smáradóttir, Árni Þór Sigurðsson og Guðlaugur Þór Þórðarson. Auk þeirra sátu fundinn Guðbjörg Þórisdóttir fulltrúi Skólastjórafélags Reykjavíkur, Hannes Þorsteinsson og Guðrún Sturlaugsdóttir frá Kennarafélagi Reykjavíkur og Óskar Ísfeld Sigurðsson, fulltrúi SAMFOKs. Einnig sátu fundinn Gerður G. Óskarsdóttir, fræðslustjóri, Arthur Morthens, forstöðumaður þjónustusviðs, Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, forstöðumaður þróunarsviðs, Runólfur Birgir Leifsson, forstöðumaður fjármálasviðs, Ingunn Gísladóttir starfsmannastjóri og Guðmundur Þór Ásmundsson sem ritaði fundargerð. Varaformaður stýrði fundi í fjarveru formanns.

1. Lagt fram bréf fræðslustjóra, dags. 11. ágúst sl., um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa fræðsluráði, 1 mál (fskj 119, 1.1).

2. Starfsmannastjóri kynnti stöðu í ráðningarmálum grunnskólanna (fskj 119, 2.1) með samanburði við s.l. ár. Einnig kynnti hún yfirlit yfir menntun ráðinna leiðbeinenda s.l. skólaár (fskj 119, 2.2). Varaformaður lagði fram eftirfarandi tillögu: Fræðsluráð Reykjavíkur felur fræðslustjóra að vinna að sérstöku átaki í ráðningarmálum kennara vegna þess kennaraskorts sem blasir við á næstu árum. Markmið átaksins er að tryggja grunnskólum Reykjavíkur nauðsynlegan fjölda hæfra starfsmanna og tryggja að þeir uni hag sínum við þau mikilvægu og fjölbreyttu verkefni sem þar bíða úrlausnar. Átakið skal unnið í sem nánustu samráði við Kennarafélag Reykjavíkur og Skólastjórafélag Reykjavíkur. Tillögunni fylgir greinargerð (fskj 119, 2.3). Tillagan var samþykkt samhljóða.

3. Fræðslustjóri kynnti yfirlit yfir stöðu markmiða í starfsáætlun Fræðslumiðstöðvar á miðju ári 2000 (fskj 119, 3.1). Forstöðumaður fjármálasviðs kynnti rekstrarstöðu fræðslumála fyrir mánuðina janúar – júní 2000 og útkomuspá fyrir árið í heild (fskj 119, 3.2).

4. Lögð fram til kynningar og umræðu skýrsla um niðurstöður heilbrigðiseftirlits í grunnskólum Reykjavíkur (fskj 119, 4.1).

5. Kynntar upplýsingar um viku símenntunar sem menntamálaráðuneytið stendur að vikuna 4. - 10. september n.k., þar með hugmyndir um dag símenntunar sem verður 8. september (fskj 119, 5.1). Starfsmannastjóri kynnti hugmyndir um það sem gert verður á vegum Fræðslumiðstöðvar.

6. Önnur mál: Guðlaugur Þór Þórðarson óskaði eftir að eftirtalin atriði yrðu kynnt fyrir fræðsluráði með skriflegum hætti: 1. Hvaða kröfur eru gerðar til væntanlegs skólanets? 2. Hvaða þjónustu á skólanetið að inna af hendi? 3. Mat á þeim kostnaði sem leggst á skólana vegna væntanlegrar þjónustu skólanets. 4. Reynsla af tilraunatengingum í skólum.

Fundi slitið kl. 13.55

Hrannar Björn Arnarsson
Árni Þór Sigurðsson Guðlaugur Þór Þórðarson
Sigrún Elsa Smáradóttir