Skóla- og frístundaráð - og frístundaráð

Skóla- og frístundaráð

124. fundur

Fræðsluráð

Ár 2000, mánudaginn 2. október, kl. 12.00, hélt fræðsluráð Reykjavíkur fund á Fræðslumiðstöð Reykjavíkur og var þetta 124. fundur ráðsins. Fundinn sátu: Sigrún Magnúsdóttir, formaður fræðsluráðs, Hrannar Björn Arnarsson, varaformaður fræðsluráðs, Sigrún Elsa Smáradóttir, Bryndís Þórðardóttir og Eyþór Arnalds. Auk þeirra sátu fundinn Guðbjörg Halldórsdóttir fulltrúi skólastjóra, Elín Vigdís Ólafsdóttir og Hannes Þorsteinsson frá Kennarafélagi Reykjavíkur og Óskar Ísfeld Sigurðsson, fulltrúi SAMFOKs. Einnig sátu fundinn Gerður G. Óskarsdóttir, fræðslustjóri, Arthur Morthens, forstöðumaður þjónustusviðs, Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, forstöðumaður þróunarsviðs, Ingunn Gísladóttir, starfsmannastjóri, G. Bergþóra Tryggvadóttir, sérfræðingur á þróunarsviði og Runólfur Birgir Leifsson, forstöðumaður fjármálasviðs, sem ritaði fundargerð.

1. Lagt fram bréf fræðslustjóra, dags. 28. sept. sl., um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa fræðsluráði, 3 mál (fskj 124, 1.1).

2. Lögð fram tilkynning um tilnefningu nýs varaáheyrnarfulltrúa Kennarafélags Reykjavíkur í fræðsluráð (fskj 124, 2.1).

3. Lögð fram tilkynning frá Reyni Þór Sigurðssyni, varafulltrúa í fræðsluráði um að hann láti af störfum vegna framhaldsnáms erlendis (fskj 124, 3.1).

4. Starfsmannastjóri kynnti yfirlit yfir ráðningarmál í grunnskólum Reykjavíkur (fskj 124, 4.1).

5. Skýrsla um sérkennslu í grunnskólum Reykjavíkur lögð fram og kynnt (fskj 124, 5.1).

6. Skýrsla um ferð skólastjóra til Kanada lögð fram og kynnt (fskj 124, 6.1).

Fundi slitið kl. 14.20

Sigrún Magnúsdóttir
Sigrún Elsa Smáradóttir Bryndís Þórðardóttir
Hrannar Björn Arnarsson Eyþór Arnalds