Skóla- og frístundaráð - og frístundaráð

126. fundur

Fræðsluráð

Ár 2000, mánudaginn 16. október, kl. 12.00, hélt fræðsluráð Reykjavíkur fund á Fræðslumiðstöð Reykjavíkur og var þetta 126. fundur ráðsins. Fundinn sátu: Sigrún Magnúsdóttir, formaður fræðsluráðs, Hrannar Björn Arnarsson, varaformaður fræðsluráðs, Guðrún Erla Geirsdóttir, Kjartan Magnússon og Jóna Gróa Sigurðardóttir. Auk þeirra sátu fundinn Erna Sveinbjörnsdóttir fulltrúi skólastjóra, Elín Vigdís Ólafsdóttir og Hannes Þorsteinsson frá Kennarafélagi Reykjavíkur og Óskar Ísfeld Sigurðsson, fulltrúi SAMFOKs. Einnig sátu fundinn Gerður G. Óskarsdóttir, fræðslustjóri, Arthur Morthens, forstöðumaður þjónustusviðs, Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, forstöðumaður þróunarsviðs, Kristín Jónsdóttir, sem á næstunni mun leysa Guðbjörgu Andreu af sem forstöðumaður þróunarsviðs, Runólfur Birgir Leifsson, forstöðumaður fjármálasviðs, Guðmundur Pálmi Kristinsson, forstöðumaður byggingadeildar borgarverkfræðings, Ámundi Brynjólfsson og Sighvatur Arnarson frá byggingadeild, og Guðmundur Þór Ásmundsson verkefnisstjóri sem ritaði fundargerð.

1. Lagt fram bréf fræðslustjóra, dags. 12. okt. sl., um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa fræðsluráði, 3 mál (fskj 126, 1.1).

2. Guðmundur Pálmi Kristinsson, forstöðumaður byggingadeildar borgarverk-fræðings, fór yfir áætlanir og rauntölur um nýbyggingar á árunum 1996 – 1999, lykiltölur og ferla og kynnti frumdrög að áætlun um stofnkostnað fræðslumála fyrir árið 2001 (fskj 126, 2.1).
Starfsmenn byggingadeildar hurfu af fundi að loknum þessum lið kl. 14:45.

3. Lögð fram til afgreiðslu eftirfarandi tillaga um breytingar á skipulagi og breyttu skipuriti Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur (fskj 126, 3.1 og 126, 3.2).
Fræðsluráð samþykkir nýtt skipurit fyrir Fræðslumiðstöð Reykjavíkur og beinir því til staðfestingar borgarráðs.
Samkvæmt skipuritinu verður sett á fót skrifstofa fræðslustjóra og skrifstofustjóri ráðinn. Þjónustusvið skiptist í tvær deildir sem sinni annars vegar forvörnum og einstaklingsmálum og hins vegar almennri kennsluráðgjöf. Fjármálasvið skiptist í fjármálastjórnun og fjármálaþjónustu.

Fræðsluráð samþykkir að lýsing á hlutverki Fræðslumiðstöðvar verði eftirfarandi (breytingar frá eldri útgáfu eru undirstrikaðar):

“Meginhlutverk Fræðslumiðstöðvar er í umboði fræðsluráðs að:
· hafa með höndum yfirstjórn skólamála í Reykjavík,
· vera faglegt forystuafl í skólamálum borgarinnar og undirbúa stefnumótun fræðsluráðs um starfsemi og uppbyggingu grunnskóla,
· sjá til þess að lögum og reglugerðum um grunnskóla svo og ákvörðunum borgaryfirvalda í fræðslumálum sé framfylgt í borginni,
· skipta fjármunum milli grunnskóla borgarinnar og hafa eftirlit með nýtingu fjármagns,
· veita grunnskólum Reykjavíkur og öðrum menntastofnunum sem styrktar eru af borginni faglega og fjárhagslega ráðgjöf og þjónustu,
· hafa yfirsýn yfir skólastarf í Reykjavík og þær hugmyndir sem eru á döfinni um þróun þess,
· veita stofnunum borgarinnar og öðrum opinberum aðilum upplýsingar um fræðslumál og taka þátt í verkefnum á vegum borgarinnar, sem tengjast fræðslumálum.”

Fræðsluráð samþykkir að fela fræðslustjóra að fylgja eftir ofannefndum breytingum samkvæmt sóknaráætlun stýrihópsins.

Sóknaráætlun felur m.a. í sér eftirfarandi:
· Fræðslustjóri móti verkefni skrifstofu fræðslustjóra.
· Forstöðumaður þjónustusviðs í samvinnu við deildarstjóra einstaklingsmála stýri vinnu við mótun tillagna á sviði forvarna- og einstaklingsmála.
· Forstöðumaður þjónustusviðs í samvinnu við deildarstjóra kennsudeildar stýri vinnu við mótun tillagna um kennsluráðgjöf.
· Forstöðumaður þróunarsviðs móti tillögur um þróun sviðsins á leið okkar til þekkingarsamfélagsins.
· Fræðslustjóri og forstöðumaður fjármálasviðs vinni að endurskipulagningu verkferla innan húss vegna flutnings útboðs og uppgjörsmála undir fjármálasvið.
· Fræðslustjóri og forstöðumaður fjármálasviðs skilgreini fjármálasvið annars vegar í fjármálastjórnun og hins vegar fjármálaþjónustu.
· Fræðslustjóri og forstöðumaður þróunarsviðs stýri tillögugerð um þróun og framtíð skólasafnamiðstöðvar.
· Fræðslustjóri kanni áhuga skólastjóra á því að taka að sér tilfallandi viðhald skólabygginga. Það ásamt öðrum breytingum sem þegar hafa verið gerðar felur í sér endurskoðun rekstrardeildar.
Samþykkt með 3 samhljóða atkvæðum meirihluta og beint til staðfestingar borgarráðs.

4. Guðrún Erla Geirsdóttir lagði fram eftirfarandi tillögu:
Fræðsluráð samþykkir að vísa til bygginganefndar Klébergsskóla að kannað verði hvort Listskreytingasjóður sjái sér fært að koma að fjármögnun listaverks í viðbyggingu skólans. Listaverkið verði eftir listamann/menn sem búi og starfi á Kjalarnesi og verði unnið í samráði við arkitekta hússins.
Tillögunni fylgdi greinargerð (fskj 126, 4.1).
Samþykkt samhljóða.

Fundi slitið kl. 14.05

Sigrún Magnúsdóttir
Guðrún Erla Geirsdóttir Kjartan Magnússon
Hrannar Björn Arnarsson Jóna Gróa Sigurðardóttir