Skóla- og frístundaráð
127. fundur
Fræðsluráð
Ár 2000, mánudaginn 30. október, kl. 12.00, hélt fræðsluráð Reykjavíkur fund á Fræðslumiðstöð Reykjavíkur og var þetta 127. fundur ráðsins. Fundinn sátu: Sigrún Magnúsdóttir, formaður fræðsluráðs, Hrannar Björn Arnarsson, varaformaður fræðsluráðs, Arngrímur Viðar Ásgeirsson, Guðlaugur Þór Þórðarson og Eyþór Arnalds. Auk þeirra sátu fundinn Haraldur Finnsson, fulltrúi skólastjóra, Elín Vigdís Ólafsdóttir og Hannes Þorsteinsson frá Kennarafélagi Reykjavíkur og Óskar Ísfeld Sigurðsson, fulltrúi SAMFOKs. Einnig sátu fundinn Gerður G. Óskarsdóttir, fræðslustjóri, Arthur Morthens, forstöðumaður þjónustusviðs, Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, forstöðumaður þróunarsviðs, Kristín Jónsdóttir, sem á næstunni mun leysa Guðbjörgu Andreu af sem forstöðumaður þróunarsviðs, Runólfur Birgir Leifsson, forstöðumaður fjármálasviðs, Anna Kristín Sigurðardóttir, deildarstjóri kennsludeildar og Guðmundur Þór Ásmundsson verkefnisstjóri sem ritaði fundargerð.
1. Lögð fram bréf frá: 1) Borgarstjóra, þar sem tilkynnt er samþykkt borgarstjórnar frá 19. október s.l. þar sem fram kemur að Arngrímur Viðar Ásgeirsson taki sæti varamanns í fræðsluráði í stað Reynis Þórs Sigurðssonar, sem beðist hefur lausnar. 2) Skólastjórafélagi Reykjavíkur, þar sem kynnt er ný stjórn félagsins og að formaður eða varamaður hans úr stjórn skuli sitja sem áheyrnarfulltrúar skólastjóra í fræðsluráði. Formaður er Ellert Borgar Þorvaldsson og varamaður hans er Haraldur Finnsson.
2. Lagt fram bréf fræðslustjóra, dags. 26. okt. sl., um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa fræðsluráði, 3 mál (fskj 127, 2.1).
3. Starfsáætlun fræðslumála Reykjavíkur 2001 lögð fram til afgreiðslu (fskj 127, 3.1) ásamt útdrætti til borgarráðs (fskj 127, 3.2). Forstöðumaður þróunarsviðs og forstöðumaður fjármálasviðs ásamt formanni fræðsluráðs og fræðslustjóra kynntu helstu atriði áætlunarinnar. Fulltrúar meirhluta lögðu fram eftirfarandi bókun: Fjárhagsáætlun fræðslumála í Reykjavík fyrir árið 2001 sýnir mikinn metnað fræðsluyfirvalda í Reykjavík. Á árinu 2001 verður stjórnunarkvóti kominn í alla skóla borgarinnar svo og námsráðgjafar. Lengd skóladagsins samkvæmt lögum frá 1995 verður komin að fullu til framkvæmda. Á árinu verður unnið samkvæmt nýrri tölvustefnu sem leggur m.a. áherslu á a) mikla aukningu tölva fyrir kennara, b) lagningu ljósleiðaranets í alla skólana og c) stækkun stöðuhlutfalls tölvuumsjónarmanna. Þá fer af stað nýtt úrræði fyrir nemendur með mikil geðræn vandamál. Skipting fjármagns á milli skóla verður nú mun meira nemendamiðuð en áður en það eykur jafnræði á milli skóla og sjálfstæði þeirra.
Þá er rétt að geta þess að haustið 2001 bætast við tveir nýir skólar, Víkurskóli og skóli í Grafarholti. Fulltrúar meirihluta samþykktu starfsáætlunina, enda er hún í samræmi við markaða stefnu fræðsluráðs. Fulltrúar minnihluta sátu hjá.
Guðlaugur Þór Þórðarson hvarf af fundi kl. 13:50.
4. Deildarstjóri kennsludeildar lagði fram og kynnti yfirlit kennsludeildar um skólanámskrár/starfsáætlanir skóla (fskj 127, 4.1).
5. Skýrsla um framkvæmd aukinnar stjórnunar í grunnskólum Reykjavíkur var lögð fram og kynnt (fskj 127, 5.1).
6. Dagskrá ráðstefnu um sjálfstæði skóla kynnt (fskj 127, 6.1) og rætt um þátttöku.
7. Fulltrúar minnihluta tilnefna Bryndísi Þórðardóttir til starfa í vinnuhóp sem móti tillögur um sérkennslu og sérúrræði í Reykjavík í framhaldi af niðurstöðum könnunar, sbr. lið 6 frá 125. fundi fræðsluráðs
Fundi slitið kl. 14.10
Sigrún Magnúsdóttir
Hrannar Björn Arnarsson Eyþór Arnalds
Arngrímur Viðar Ásgeirsson