Íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis - Fundur nr. 47

Íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis

Ár 2024, þriðjudaginn 26. mars, var haldinn 47. fundur íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis. Fundurinn var haldinn í Norðurmiðstöð og hófst kl. 16.34. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Birkir Ingibjartsson, Bjarney Kristín Ólafsdóttir, Guðrún Elísabet Ómarsdóttir og Ívar Orri Aronsson. Eftirtaldir fulltrúar í íbúaráði Háaleitis- og Bústaðahverfis tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Friðjón R. Friðjónsson. Fundinn sátu einnig Arna Hrönn Aradóttir, Árni Jónsson og Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 4. mars 2024, um opnun fyrir umsóknir í Hverfissjóð Reykjavíkurborgar. MSS23030157

    Fylgigögn

  2. Lögð fram greinargerð Foreldrafélags Hvassaleitisskóla, dags. 28. febrúar 2024, vegna verkefnisins Vorhátíð Hvassaleitisskóla. MSS2303015

  3. Fram fer kynning á barna- og unglingastarfi Víkings í Safamýri. MSS22090034

    Valgerður Marija Purusic tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

    -    Kl. 16.58 tekur Sigurður Lúðvík Stefánsson sæti á fundinum. 

    Fylgigögn

  4. Fram fer kynning á samtali við börn í 5-7 bekk vegna íþrótta- og tómstundaþátttöku þeirra á starfssvæði Norðurmiðstöðva. MSS22100035

    Fylgigögn

  5. Fram fer kynning á styrktarsjóði til eflingar íþrótta- og tómstundaþátttöku barna og ungmenna á starfssvæði Norðurmiðstöðva. MSS22100035

    -    Kl. 17.47 víkur Bjarney Kristín Ólafsdóttir af fundi. 

    Fylgigögn

  6. Lagt fram erindi íbúa í hverfinu, dags. 26. febrúar 2024, um umferðaröryggi við skóla og íþróttafélag í Safamýri. MSS24030111

    Samþykkt að fela formanni að undirbúa tillögugerð varðandi málið. 

    -    Kl. 18.03 víkur Árni Jónsson af fundi. 

    Fylgigögn

  7. Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034

Fundi slitið kl. 18:20

Birkir Ingibjartsson Ívar Orri Aronsson

Friðjón R. Friðjónsson Sigurður Lúðvík Stefánsson

Guðrún Elísabet Ómarsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis 26. mars 2024