Borgarráð - 4667. fundur

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2001, þriðjudaginn 16. janúar var haldinn 4667. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.00. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Sigrún Magnúsdóttir, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Hrannar Björn Arnarsson, Júlíus Vífill Ingvarsson, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Inga Jóna Þórðardóttir. Fundarritari var Kristbjörg Stephensen.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð félagsmálaráðs frá 10. janúar.

2. Lögð fram fundargerð fræðsluráðs frá 15. janúar.

3. Lögð fram fundargerð jafnréttisnefndar frá 8. janúar.

4. Lögð fram fundargerð miðborgarstjórnar frá 8. janúar.

5. Lögð fram fundargerð samgöngunefndar frá 8. janúar.

6. Lögð fram fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 10. janúar.

7. Lögð fram fundargerð stjórnar Innkaupastofnunar frá 15. janúar.

8. Lögð fram fundargerð umhverfis- og heilbrigðisnefndar frá 11. janúar.

9. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um afgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 6 mál.

10. Samþykkt að tilnefna eftirtalda fulltrúa á launamálaráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga föstudaginn 19. janúar n.k.:

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Júlíus Vífill Ingvarsson Steinunn Valdís Óskarsdóttir Jóna Gróa Sigurðardóttir Hrannar Björn Arnarsson Helga Jónsdóttir Helgi Hjörvar Gunnar Eydal Inga Jóna Þórðardóttir 11. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 11. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 10. s.m. varðandi Grafarholt, deiliskipulag og skilmálar austurhluta. Samþykkt.

12. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 11. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 10. s.m. varðandi Garðastræti 23, niðurrif. Afgreiðsla skipulags- og byggingarnefndar um frestun erindisins staðfest.

13. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 11. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 20. f.m. varðandi Borgartún 25-27, breyting á deiliskipulagi. Samþykkt að auglýsa tillöguna.

14. Lagðar fram umsagnir fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 10. og 12. þ.m. varðandi umsóknir um áfengisveitingaleyfi fyrir eftirtalda veitingastaði:

Club Vegas, Laugavegi 45 Club 7, Hverfisgötu 8-10

Borgarráð samþykkir umsagnirnar.

15. Lagt fram bréf forstjóra Innkaupastofnunar frá 15. þ.m., sbr. samþykkt stjórnar Innkaupastofnunar s.d., um kaup Leikskóla Reykjavíkur á ýsuflökum. Frestað.

16. Lagt fram bréf forstjóra Innkaupastofnunar frá 15. þ.m., sbr. samþykkt stjórnar Innkaupastofnunar s.d., um að gengið verði til samninga við Íbyggð ehf. um uppsteypu húss og smíði þaks vegna viðbyggingar við Álftamýrarskóla. Samþykkt.

17. Lagt fram bréf forstjóra Innkaupastofnunar frá 15. þ.m., sbr. samþykkt stjórnar Innkaupastofnunar s.d., um að gengið verði til samninga við Hreinsitækni ehf. um garðslátt og snjóhreinsun 2001-2003. Samþykkt.

18. Lagt fram bréf forstjóra Innkaupastofnunar frá 15. þ.m., sbr. samþykkt stjórnar Innkaupastofnunar s.d., varðandi tilboð í salt til hálkueyðingar samkvæmt útboði. Samþykkt að taka tilboði Saltkaupa hf.

19. Lögð fram að nýju tillaga borgarstjóra um að efnt verði til hugmyndasamkeppni um skipulag lóðar fyrir tónlistarhús, ráðstefnumiðstöð og hótel og nánasta umhverfis við Austurhöfn sem frestað var á fundi borgarráðs 9. janúar s.l. Samþykkt. Jafnframt samþykkt að senda erindið hafnarstjórn til kynningar.

20. Lögð fram að nýju umsögn forstjóra SVR frá 8. þ.m. um tillögu á fundi borgarráðs 29. desember s.l. um að í fyrirhuguðu útboði strætisvagna verði könnuð kaup á vögnum sem brenni metangasi, sem frestað var á fundi borgarráðs 9. janúar s.l. Jafnframt lagt fram bréf forstjóra SVR frá 15. þ.m. um fyrirhugað útboð. Borgarráð samþykkir umsögnina.

21. Lagt fram bréf forstöðumanns Listasafns Reykjavíkur frá 8. þ.m. ásamt samningi Listasafnsins og Íslandssíma hf. um samstarf sömu aðila. Samþykkt.

22. Lögð fram skýrsla Skúla Bjarnasonar hrl. frá janúar 2001 um almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu, úttekt og tillögur um breytingar. Vísað til samgöngunefndar.

23. Lagður fram kjarasamningur Launanefndar sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands fyrir grunnskóla ásamt minnisblaði kjaraþróunardeildar, dags. í dag, um meginniðurstöður í kjarasamningi LN og KÍ fyrir grunnskólann.

- Kl. 14.00 tók Gunnar Eydal við fundarritun.

24. Lögð fram umsögn embættis borgarverkfræðings frá 15. þ.m. um tillögu að matsáætlun 1. áfanga Sundabrautar. Borgarráð samþykkir umsögnina.

- Kl. 14.00 vék Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson af fundi.

25. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra þróunar- og fjölskyldusviðs frá 28. f.m. ásamt skýrslu samstarfsnefndar um málefni nýbúa: Fjölmenningarlegt samfélag – stefna Reykjavíkurborgar 2001-2004. Jafnframt lögð fram viðhorfskönnun Gallups meðal fólks af erlendum uppruna búsettu á Íslandi. Borgarráð samþykkir með 4 samhlj. atkv. þau meginmarkmið sem fram koma í skýrslunni og vísar málinu til frekari útfærslu í viðkomandi borgarstofnunum.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:

Sjálfstæðismenn leggja áherslu á að Reykjavíkurborg, stofnanir hennar og fyrirtæki tryggi í sinni starfsemi að íbúar borgarinnar og þeir sem njóta þjónustu hennar njóti jafnréttis óháð uppruna sínum. Vinna ber gegn fordómum gagnvart fólki af erlendum uppruna og tryggja að allir njóti grundvallarmannréttinda. Borgaryfirvöld eiga að leggja sig fram um að auðvelda íbúum borgarinnar af erlendum uppruna að verða virkir þátttakendur í samfélaginu og vinna gegn því að þeir einangrist. Menningarstofnanir, skólar og fræðslustofnanir eiga að taka mið af því að íbúar borgarinnar eiga sér ólíkar rætur og bera með sér fjölbreytta strauma sem auðga okkar samfélag. Við tökum undir þær megin hugmyndir sem birtast í Leiðarljósi fyrir þessari stefnu. Hins vegar er sú stefnumörkun sem hér liggur fyrir um “fjölmenningarlegt samfélag” ómarkviss og alls ekki ljóst hvað einstakir þættir hennar þýða í raun. Skilgreining á því við hverja er átt þegar talað er um útlendinga er mjög víðtæk og ekki í samræmi við lagaskilgreiningu þess orðs. Það er jafnframt óljóst hvernig borgaryfirvöld hugsa sér að framfylgja þessari stefnu í ýmsum atriðum.

26. Lagt fram bréf garðyrkjustjóra frá 15. þ.m., sbr. samþykkt umhverfis- og heilbrigðisnefndar frá 11. s.m. varðandi stefnumótun í umhverfismálum. Borgarráð samþykkir niðurstöðu nefndarinnar með 4 samhlj. atkv. og felur umhverfis- og heilbrigðisnefnd að fylgja þeim eftir í samræmi við bókun nefndarinnar frá 11. þ.m. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá með tilvísun til bókana fulltrúa Sjálfstæðisflokks á fundi nefndarinnar.

27. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 10. þ.m., sbr. samþykkt samgöngunefndar 8. s.m. um bann við bifreiðastöðum við Mjóstræti að hluta. Samþykkt.

28. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 10. þ.m., sbr. samþykkt samgöngunefndar 8. s.m. um breyttan hámarkshraða á hluta Miklubrautar og Gullinbrúar. Samþykkt.

29. Lagt fram yfirlit skrifstofustjóra borgarverkfræðings um úthlutun og skil á lóðum á árinu 2000, dags. 11. þ.m.

- Kl. 14.45 vék Steinunn Valdís Óskarsdóttir af fundi.

30. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra:

Borgarráð samþykkir að fela menningarmálastjóra í samvinnu við menningarmálanefnd að vinna að 2-3 starfssamningum við sjálfstæð leikhús eða sviðslistahópa í borginni til þriggja ára. Til starfssamninganna verði varið 6 mkr. á árinu 2001, 12 mkr. á árinu 2002 og 15 mkr. á árinu 2003. Starfssamningarnir verði fjármagnaðir með þeim hætti að á fjárhagsárinu 2001 verði veitt 3 mkr. viðbótarfjárveiting til þessa verkefnis, en 3 mkr. fari af styrkveitingum menningarmálanefndar. Á árinu 2002 verði það fé sem varið er til höggmyndasamkeppni í rekstrarramma menningarmála árið 2001 nýtt til þessa verkefnis. Faghópur, skipaður einum fulltrúar tilnefndum af Bandalagi sjálfstæðra leikhúsa, einum fulltrúa Bandalags íslenskra listamanna og menningarmálastjóra sem formanni hópsins, geri tillögur til menningarmálanefndar að samningum við viðkomandi aðila.

Greinargerð fylgir tillögunni. Vísað til umsagnar menningarmálanefndar.

31. Lagt fram frumvarp að þriggja ára áætlun um rekstur, framkvæmdir og fjármál Reykjavíkurborgar 2002-2004.

- Kl. 15.00 tók Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson sæti á fundinum.

Þriggja ára áætlun vísað til borgarstjórnar.

32. Lagt fram bréf borgarverkfræðings, dags. í dag, ásamt greinargerð samvinnunefndar um svæðisskipulag um flugvallarhugmyndir á höfuðborgarsvæðinu. Jafnframt lögð fram greinargerð borgarverkfræðings um kostnaðarhugmyndir, dags. s.d. Þá er lögð fram samantekt úr skýrslu um flugvöll suður af Hafnarfirði, unnin af Haraldi Sigþórssyni og Sigurði Erni Jónssyni fyrir samvinnunefnd um svæðisskipulag, dags. í desember s.l.

33. Lögð fram bréf Kristjönu M. Kristjánsdóttur og Halldóru Vífilsdóttur, dags. 15. og 16. þ.m., þar sem þær óska lausnar frá störfum fulltrúa og varafulltrúa í skólanefnd Menntaskólans við Sund. Borgarráð samþykkir að tilnefna Þórlind Kjartansson og til vara Grétu Ingþórsdóttur í þeirra stað.

34. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi tillögu:

Borgarráð beinir þeim tilmælum til borgarbókavarðar og byggingadeildar borgarverkfræðings að kannaðir verði möguleikar á því að áformuðu Borgarbókasafni í Árbæjarhverfi verði ætlaður staður í tengslum við Árbæjarskóla.

Greinargerð fylgir tillögunni. Frestað.

35. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi tillögu:

Borgarráð samþykkir að skipa fimm manna starfshóp til að kanna möguleika á því að flytja í Hljómskálagarðinn gömul hús sem rétt þykir að varðveita af sögulegum og menningarlegum ástæðum og ekki geta staðið á upprunastað sínum.

Greinargerð fylgir tillögunni. Frestað.

Fundi slitið kl. 16.00.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir

Inga Jóna Þórðardóttir Sigrún Magnúsdóttir
Júlíus Vífill Ingvarsson Hrannar Björn Arnarsson
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson