Borgarráð - 4666. fundur

B O R G A R R Á Ð

Ár 2001, þriðjudaginn 9. janúar var haldinn 4666. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.00. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Hrannar Björn Arnarsson, Inga Jóna Þórðardóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Sigrún Magnúsdóttir, Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson.
Fundarritari var Gunnar Eydal.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 8. janúar.

2. Lögð fram fundargerð leikskólaráðs frá 3. janúar.

3. Lögð fram fundargerð stjórnar Innkaupastofnunar frá 8. janúar.

4. Lögð fram fundargerð umhverfis- og heilbrigðisnefndar frá 14. desember.

5. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags.í dag, um afgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 9 mál.

6. Lagt fram bréf fulltrúa borgarlögmanns frá 2. þ.m., þar sem lagt er til að fallið verði frá forkaupsrétti að fasteigninni Rafstöðvarvegi 21.
Samþykkt.

7. Lagt fram bréf Nýsis hf. frá 28. f.m. varðandi fjárstuðning til SD sjávar- og jurtasmyrsls sf.
Vísað til meðferðar við styrkveitingar borgarráðs.

8. Lagt fram bréf forstjóra Innkaupastofnunar frá 8. þ.m. um tilboð í 2. áfanga Leirdalsræsis í Grafarholti.
Samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda, Bergbrots ehf.

9. Lagt fram bréf forstjóra Innkaupastofnunar frá 8. þ.m. um tilboð í smíði gufuháfa í Nesjavallavirkjun.
Samþykkt að taka tilboði Héðins hf.

10. Lagt fram bréf forstjóra Innkaupastofnunar frá 8. þ.m. um tilboð í smíði á skiljum í Nesjavallavirkjun.
Samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda, Vélsmiðjunnar Gils ehf.

11. Lagt fram bréf forstjóra Innkaupastofnunar frá 8. þ.m. um samning við
Ístak hf. vegna breytinga á inngangi á skrifstofu Reykjavíkurhafnar.
Samþykkt.

12. Lagðar fram umsagnir borgarlögmanns frá 29. f.m. um frumvörp til laga um húsafriðun og safnalaga.
Vísað til menningarmálanefndar til kynningar.

13. Lagðar fram umsagnir borgarlögmanns frá 2. þ.m. um frumvörp til þjóðminjalaga og um flutning menningarverðmæta úr landi o.fl.
Vísað til menningarmálanefndar til kynningar.

14. Lagt fram að nýju bréf embættis borgarverkfræðings frá 28. f.m. ásamt Staðardagskrá 21, dags. í desember s.l., sbr. samþykkt umhverfis- og heilbrigðisnefndar 21. f.m.
Vísað til borgarstjórnar til umfjöllunar.

15. Lagt fram bréf gatnamálastjóra frá 22. f.m. ásamt skýrslu um ofanvatn í Elliðaár, tillögur að lausnum, dags. í desember s.l.

16. Lagt fram svar borgarstjóra við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um úthlutunar- og lóðaskilmála við Fossaleyni, Gylfaflöt, Bæjarflöt og Spöngina, sbr. 30. lið fundargerðar borgarráðs frá 19. f.m.

17. Borgarstjóri lagði fram svohljóðandi tillögu:

Borgarráð samþykkir að efna til hugmyndasamkeppni um skipulag lóðar fyrir tónlistarhús, ráðstefnumiðstöð og hótel (TRH) og nánasta umhverfis við Austurhöfn. Svæðið afmarkist í megindráttum af Suðurbugt/Norðurstíg í vestri, Klapparstíg í austri og Sæbraut, Tryggvagötu og Hafnarstræti til suðurs (sjá meðfylgjandi kort merkt Hugmyndasamkeppni við Austurhöfn, dags. í mars 2000). Samvinna verði við nefnd um tónlistarhús og ráðstefnumiðstöð og hafnarstjórn og samkeppnin verði í samstarfi við Arkitektafélag Íslands.

Greinargerð fylgir tillögunni.
Frestað.

18. Lögð fram umsögn forstjóra SVR, dags. í dag, um tillögu á fundi borgarráðs 29. desember s.l. um að í fyrirhuguðu útboði strætisvagna verði könnuð kaup á vögnum sem brenni metangasi.
Frestað.

19. Lögð fram umsögn byggingarfulltrúa frá 28. f.m. um staðsetningu matsöluvagns á lóð nr. 19-21 við Laugaveg.
Borgarráð samþykkir umsögnina og er því ekki fallist á staðsetningu þar.

20. Lögð fram umsögn byggingarfulltrúa frá 5. þ.m. varðandi erindi íbúa við Sóleyjargötu 27 og 29 vegna auglýsinga- og upplýsingaskiltis við götuna.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu til að skiltið verði fjarlægt. Tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks felld með 4 atkv. gegn 3.
Umsögn byggingarfulltrúa samþykkt með 4 samhlj. atkv.

21. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 3. þ.m. um kaupverð landspildu á Ásulundi við Vesturlandsveg.
Samþykkt.

22. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 3. þ.m., þar sem lagt er til að Hússjóði Öryrkjabandalagsins verði úthlutað byggingarrétti fyrir raðhús á lóðinni nr. 25-35 við Barðastaði til að byggja sambýli fyrir fatlaða.
Samþykkt.

23. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 3. þ.m., þar sem lagt er til að Hússjóði Öryrkjabandalagsins verði úthlutað byggingarrétti fyrir 5 íbúða fjölbýlishús á lóð nr. 2 við Hólmasund til að byggja sambýli fyrir fatlaða.
Samþykkt.

24. Lagt fram bréf Landsvirkjunar frá 8. þ.m. um skuldaskipti og valrétt í tengslum við lán fyrirtækisins.
Samþykkt.

25. Lagt fram samkomulag menntamálaráðherra og Reykjavíkurborgar um menningarborgarsjóð, dags. 5. þ.m.
Samþykkt.

26. Lagt fram bréf Bessastaðahrepps frá 22. f.m. um flugvallarmál í svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins.

27. Lögð fram bréf Guðmundar Þorsteinssonar, dómprófasts, dags. 2. nóvember og 20. desember s.l., um skipan í kirkjubyggingarsjóð og málefni sjóðsins.
Jafnframt lögð fram umsögn borgarlögmanns, dag. í dag, um breytingar á skipulagsskrá sjóðsins.
Frestað.

28. Afgreidd 5 útsvarsmál.

Fundi slitið kl. 16.40.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir

Inga Jóna Þórðardóttir Sigrún Magnúsdóttir
Júlíus Vífill Ingvarsson Steinunn Valdís Óskarsdóttir
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Hrannar Björn Arnarsson