Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks - Fundur nr. 80

Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks

Ár 2024, fimmtudaginn 3. október var 80. fundur aðgengis- og samráðsnefndar í málefnum fatlaðs fólks. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi, Tjarnarbúð og hófst kl. 10.02. Fundinn sátu: Ingólfur Már Magnússon, Lilja Sveinsdóttir, Hallgrímur Eymundsson og Unnur Þöll Benediktsdóttir. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Katarzyna Beata Kubis og Þorkell Sigurlaugsson. Einnig sátu fundinn eftirfarandi embættismenn og starfsfólk: Anna Kristinsdóttir og Bryndís Snæbjörnsdóttir með rafrænum hætti.
Valgerður Jónsdóttir ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf ÖBÍ, dags. 2. október 2024, um að Sigurbjörg S. Sigurgeirsdóttir taki sæti sem aðalfulltrúi í aðgengis- og samráðsnefnd í stað Áslaugar Ingu Kristinsdóttur. Jafnframt að Guðjón Sigurðsson sæti sem varafulltrúi í stað Stefáns Vilbergssonar. MSS2207001

    -    Kl.10.04 tekur Ásta Björg Björgvinsdóttir sæti á fundinum með rafrænum hætti.
    -    Kl.10.10 tekur Björgvin Björgvinsson sæti á fundinum.

    Fylgigögn

  2. Fram fer kynning upplýsingateymis Reykjavíkurborgar á samfélagsmiðlum og aðgengismálum. 

    Hulda Gunnarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

    Fylgigögn

  3. Fram fer kynning velferðarsviðs á beingreiðslusamningum vegna NPA-þjónustu og húsnæðis fatlaðs fólks. MSS24090013.

    Katrín Harpa Ásgeirsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. 

    Fylgigögn

  4. Fram fer kynning mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu á aðgerðaáætlun gegn ofbeldi. MSS24060082

    Halldóra Dýrleifar-Gunnarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
     

    Fylgigögn

  5. Lagðar fram upplýsingar um Jafnréttisþing 2024. MSS24010049

    Fylgigögn

Fundi slitið kl.11.21

Ingólfur Már Magnússon Björgvin Björgvinsson

Katarzyna Kubiś Þorkell Sigurlaugsson

Hallgrímur Eymundsson Ásta Björg Björgvinsdóttir

Unnur Þöll Benediktsdóttir Lilja Sveinsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð aðgengis- og samráðsnefndar frá 3. október 2024