Dagur B. Eggertsson

Um Dag

Dagur Bergþóruson Eggertsson er oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn og fyrrverandi varaformaður flokksins. 

Dagur fæddist 19. júní 1972. Hann er fæddur í Osló en uppalinn í Árbæjarhverfi, sonur Eggerts Gunnarssonar dýralæknis og Bergþóru Jónsdóttur lífefnafræðings. Maki Dags er Arna Dögg Einarsdóttir læknir á Landspítalanum. Þau eiga dæturnar Ragnheiði Huldu og Móeiði og synina Steinar Gauta og Eggert.

Starfsferill

2002-2004 Læknir á slysa- og bráðasviði og læknir á sýkladeild Landspítalans
2001 Heilsugæslulæknir á Ísafirði
2000-2001 Aðstoðarlæknir á Landspítalanum – háskólasjúkrahúsi
Höfundur ævisögu Steingríms Hermannssonar, I-III (útg. 1998, 1999, 2000)
1995-1998 Dagskrárgerðarmaður á Ríkisútvarpinu, Rás 1
1995-1996 Framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs námsmanna
1994-1995 Formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands

Menntun

2005 Meistarapróf í mannréttindum og alþjóðalögum frá Háskólanum í Lundi
1999 Embættispróf í læknisfræði frá Háskóla Íslands
1992 Stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík
Árbæjarskóli

Almenn félagsstörf

1997-1999 Í stjórn Félagsstofnunar stúdenta
1995-1997 Í nefnd um endurskoðun laga um LÍN
1994-1995 Formaður Stúdentaráðs HÍ
1994-1996 Í Stúdentaráði fyrir Röskvu, samtök félagshyggjufólks

Pólitískur ferill

Formaður borgarráðs frá 16. janúar 2024
Borgarstjóri frá júní 2014-16. janúar 2024
Formaður borgarráðs 2010-2014
Varaformaður Samfylkingarinnar frá 2009-2013
Borgarstjóri október 2007-janúar 2008
Oddviti borgarstjórnarflokks Samfylkingarinnar 2006
Formaður skipulagsráðs frá 2004-2006
Kosinn í Borgarstjórn Reykjavíkur fyrir Reykjavíkurlista í maí 2002