Bílastæðasjóður

Bílastæðasjóður hefur eftirlit með og stýrir nýtingu gjaldskyldra bílastæða í borginni og hefur jafnframt eftirlit með bílum sem er stöðvað eða lagt í bága við umferðarlög. Bílastæðasjóður starfrækir sjö bílahús í miðborg Reykjavíkur þar sem hægt er að leigja langtímastæði. Þá sér Bílastæðasjóður um útgáfu íbúakorta sem veita íbúum heimild til að leggja í gjaldskyld stæði innan ákveðins svæðis. 

Umsókn um áskrift í bílahús

Þú getur sótt um langtímastæði í bílahúsum borgarinnar fyrir bíla í daglegri notkun. Því miður er ekki hægt að áætla hversu langan tíma tekur að fá samþykkta áskrift í bílahús. 

Íbúakort

Íbúakort er bílastæðakort fyrir fólk sem á heima á svæðum þar sem bílastæði eru gjaldskyld. Handhafi íbúakorts getur lagt bíl án endurgjalds í gjaldskyld stæði innan gildissvæðis kortsins.

 

Stöðvunarbrotagjöld

Stöðvunarbrotagjöld eru tvenns konar, aukastöðugjöld og stöðubrotagjöld. Aukastöðugjöld (stundum kallað stöðumælasektir) eru lögð á þegar ekki er greitt í gjaldskylt bílastæði. Stöðubrotagjöld eru aftur á móti lögð á þegar bíl eða öðru ökutæki er lagt ólöglega.

Bílastæði fyrir hreyfihamlaða

Fólk með skerta hreyfigetu sem á erfitt með að komast til og frá almennum bílastæðum getur átt rétt á stæðiskorti. Með stæðiskorti er hægt að leggja í sérmerkt stæði fyrir hreyfihamlað fólk og leggja án endurgjalds í gjaldskyld bílastæði.

Gjaldskylda

Það kostar ekki alltaf það sama að leggja bílnum. Í Reykjavík eru fjögur mismunandi gjaldsvæði og verðlagning mishá eftir svæðum. Hér getur þú skoðað kort af skiptingu gjaldsvæða, séð hvað kostar og hvernig er hægt að borga.

Bílastæðasjóður Reykjavíkur

Borgartún 12-14, 105 Reykjavík

 

  • upplysingar@reykjavik.is
  • Sími: 411 1111 mánudaga til fimmtudaga frá 8:30-16:00 og föstudaga frá 8:30-14:30