Bílastæði og bílahús
Hér finnurðu allt um gjaldskyldu bílastæðin í Reykjavík. Hér er hægt að borga fyrir stæði og stöðvunarbrotagjöld og senda inn beiðni um endurupptöku ef það á við.
Stækkun á gjaldskyldum svæðum samþykkt 12.júní 2024 Á fundi Umhverfis- og skipulagsráðs 12.júní 2024 var samþykkt gjaldskylda á Aragötu, Oddagötu. Sæmundargötu, Sturlugötu, Vesturgötu, Seljaveg og sunnan og austan Hallgrímskirkju. Tilgangurinn með gjaldskyldunni er meðal annars að skapa aukið svigrúm fyrir bifreiðar íbúa og þá aðila sem sækja þjónustu á þeim svæðum sem slíkt á við. Reynslan sýnir að með gjaldskyldu er hægt að hafa veruleg áhrif á hverjir nota tiltekin bílastæði og í hvaða tilgangi. Niðurstöður talninga sýna mikla og stöðuga nýtingu bílastæða á jöðrum núverandi gjaldsvæða, sem gefa tilefni til að stækka gjaldsvæði á tilgreindum stöðum í samræmi við verklagsreglur. Hér er helstu spurningum svarað.
Hvað viltu gera?
- Greiða stöðvunarbrotagjald Hér er hægt að greiða með netgreiðslu.
- Greiða fyrir stæði Ertu að leggja? Hér er hægt að borga fyrir stæðið.
- Senda beiðni um endurupptöku á stöðvunarbrotagjaldi Telur þú rangt staðið að álagningu gjalds? Hér getur þú óskað eftir endurupptöku (endurskoðun) gjalds.
- Sækja um íbúakort Býrðu á svæði þar sem kostar að leggja? Hér eru allar upplýsingar um íbúakort.
Breytingar á gjaldskyldu bílastæða tóku gildi 1. október 2023
- Gjaldskyldutími á gjaldsvæðum P1 og P2 verður lengdur til kl. 21:00 á virkum dögum og á laugardögum.
- Hámarkstími á gjaldsvæði 1 verður þrjár klukkustundir.
- Að auki verður tekin upp gjaldskylda á gjaldsvæðum P1 og P2 kl. 10:00–21:00 á sunnudögum.
- Gjaldskyldutími á gjaldsvæði 3 verður 9:00–18:00 virka daga.
Umsókn um áskrift í bílahús
Þú getur sótt um langtímastæði í bílahúsum borgarinnar fyrir bíla í daglegri notkun. Því miður er ekki hægt að áætla hversu langan tíma tekur að fá samþykkta áskrift í bílahús.
Íbúakort
Íbúakort er bílastæðakort fyrir fólk sem á heima á svæðum þar sem bílastæði eru gjaldskyld. Handhafi íbúakorts getur lagt bíl án endurgjalds í gjaldskyld stæði innan gildissvæðis kortsins.
Stöðvunarbrotagjöld
Stöðvunarbrotagjöld eru tvenns konar, aukastöðugjöld og stöðubrotagjöld. Aukastöðugjöld (stundum kallað stöðumælasektir) eru lögð á þegar ekki er greitt í gjaldskylt bílastæði. Stöðubrotagjöld eru aftur á móti lögð á þegar bíl eða öðru ökutæki er lagt ólöglega.
Bílastæði fyrir hreyfihamlaða
Fólk með skerta hreyfigetu sem á erfitt með að komast til og frá almennum bílastæðum getur átt rétt á stæðiskorti. Með stæðiskorti er hægt að leggja í sérmerkt stæði fyrir hreyfihamlað fólk og leggja án endurgjalds í gjaldskyld bílastæði, auk þess sem það gefur heimild til að leggja án endurgjalds í bílahús á vegum Reykjavíkurborgar.
Gjaldskylda
Það kostar ekki alltaf það sama að leggja bílnum. Í Reykjavík eru fjögur mismunandi gjaldsvæði og verðlagning mishá eftir svæðum. Hér getur þú skoðað kort af skiptingu gjaldsvæða, séð hvað kostar og hvernig er hægt að borga.
Hvað viltu skoða næst?
- Spurt og svarað hjá Bílastæðasjóði Algengar spurningar og svör um bílastæði, gjöld og fleira.
- Greiðsluöpp Þú getur notað EasyPark, Parka eða Síminn Pay til þess að borga í stæði.
- Stöðumælar Hægt er að greiða í stöðumælana áður en gjaldskylda hefst.
- Lög og reglugerðir Umferðalög, umferðarmerki og aðrar reglugerðir.
- Gjaldskrá bílahúsa Hvað kostar að leggja bílnum í bílahús?
- Afnotaleyfi Viltu gera eitthvað á borgarlandi?
- Skýringar vegna álagningar á stöðubrotsgjöldum Skýringar vegna álagningar stöðvunarbrotagjalda.
- Stöðubrot Úrdráttur úr umferðarlögum og reglugerð um umferðarmerki
Bílastæðasjóður Reykjavíkur
Borgartún 12-14, 105 Reykjavík
- upplysingar@reykjavik.is
- Sími: 411 1111 mánudaga til fimmtudaga frá 8:30-16:00 og föstudaga frá 8:30-14:30