Bílastæði og bílahús
Hér finnurðu allt um gjaldskyld bílastæði í Reykjavík og bílahús á vegum Reykjavíkurborgar. Hér er hægt að borga fyrir stæði og stöðvunarbrotagjöld og senda inn beiðni um endurupptöku ef það á við.
Breyting á gjaldskyldum svæðum. Á fundi Umhverfis- og skipulagsráðs 16.október 2024 var samþykkt að draga til baka gjaldskyldu á Aragötu, Oddagötu og Sæmundargötu.
Hvað viltu gera?
- Greiða stöðvunarbrotagjald Hér er hægt að greiða með netgreiðslu.
- Greiða fyrir stæði Ertu að leggja? Hér er hægt að borga fyrir stæðið.
- Senda beiðni um endurupptöku á stöðvunarbrotagjaldi Telur þú rangt staðið að álagningu gjalds? Hér getur þú óskað eftir endurupptöku (endurskoðun) gjalds.
- Sækja um íbúakort Býrðu á svæði þar sem kostar að leggja? Hér eru allar upplýsingar um íbúakort.
Breytingar á gjaldskyldu bílastæða tóku gildi 1. október 2023
- Gjaldskyldutími á gjaldsvæðum P1 og P2 verður lengdur til kl. 21:00 á virkum dögum og á laugardögum.
- Hámarkstími á gjaldsvæði 1 verður þrjár klukkustundir.
- Að auki verður tekin upp gjaldskylda á gjaldsvæðum P1 og P2 kl. 10:00–21:00 á sunnudögum.
- Gjaldskyldutími á gjaldsvæði 3 verður 9:00–18:00 virka daga.
Umsókn um áskrift í bílahús
Þú getur sótt um langtímastæði í bílahúsum borgarinnar fyrir bíla í daglegri notkun. Því miður er ekki hægt að áætla hversu langan tíma tekur að fá samþykkta áskrift í bílahús.
![Teikning af starfsumsóknum.](/sites/default/files/2022-05/starfsumsoknir.png)
Íbúakort
Íbúakort er bílastæðakort fyrir fólk sem á heima á svæðum þar sem bílastæði eru gjaldskyld. Handhafi íbúakorts getur lagt bíl án endurgjalds í gjaldskyld stæði innan gildissvæðis kortsins.
![Teikning af persónu halda á stóru greiðslukorti með lógó Reykjavíkurborgar.](/sites/default/files/hanna_illustrations/kort.png)
Stöðvunarbrotagjöld
Stöðvunarbrotagjöld eru tvenns konar, aukastöðugjöld og stöðubrotagjöld. Aukastöðugjöld (stundum kallað stöðumælasektir) eru lögð á þegar ekki er greitt í gjaldskylt bílastæði. Stöðubrotagjöld eru aftur á móti lögð á þegar bíl eða öðru ökutæki er lagt ólöglega.
![Teikning af konu sitja með penna og blað í hönd. Í kringum hana er þvottur, straujárn, tölva og þvottavél.](/sites/default/files/hanna_illustrations/framkv%C3%A6mdir3.png)
Bílastæði fyrir hreyfihamlaða
Fólk með skerta hreyfigetu sem á erfitt með að komast til og frá almennum bílastæðum getur átt rétt á stæðiskorti. Með stæðiskorti er hægt að leggja í sérmerkt stæði fyrir hreyfihamlað fólk og leggja án endurgjalds í gjaldskyld bílastæði, auk þess sem það gefur heimild til að leggja án endurgjalds í bílahús á vegum Reykjavíkurborgar.
![Teikning af bíl. Út um rúðuna er hönd sem heldur á ís og kringum bílinn eru nótur.](/sites/default/files/hanna_illustrations/tomstundir4.png)
Gjaldskylda
Það kostar ekki alltaf það sama að leggja bílnum. Í Reykjavík eru fjögur mismunandi gjaldsvæði og verðlagning mishá eftir svæðum. Hér getur þú skoðað kort af skiptingu gjaldsvæða, séð hvað kostar og hvernig er hægt að borga.
![Teikning af persónu sem les blaðið og hjólar á hundrað krónu peningi..](/sites/default/files/hanna_illustrations/peningar.png)
Hvað viltu skoða næst?
- Spurt og svarað hjá Bílastæðasjóði Algengar spurningar og svör um bílastæði, gjöld og fleira.
- Greiðsluöpp Þú getur notað EasyPark, Parka eða Síminn Pay til þess að borga í stæði.
- Stöðumælar Hægt er að greiða í stöðumælana áður en gjaldskylda hefst.
- Lög og reglugerðir Umferðalög, umferðarmerki og aðrar reglugerðir.
- Gjaldskrá bílahúsa Hvað kostar að leggja bílnum í bílahús?
- Afnotaleyfi Viltu gera eitthvað á borgarlandi?
- Skýringar vegna álagningar á stöðubrotsgjöldum Skýringar vegna álagningar stöðvunarbrotagjalda.
- Stöðubrot Úrdráttur úr umferðarlögum og reglugerð um umferðarmerki
Bílastæðasjóður Reykjavíkur
Borgartún 12-14, 105 Reykjavík
- upplysingar@reykjavik.is
- Sími: 411 1111 mánudaga til fimmtudaga frá 8:30-16:00 og föstudaga frá 8:30-14:30