Stöðumælar

Stöðumælar Bílastæðasjóðs taka mynt og allar helstu gerðir greiðslukorta. Mælarnir eru með kortalesara sem lesa örgjörva og snertilausa kortalesara.

Hér er að finna upplýsingar um gjaldsvæðismerki.

Hvenær borga ég?

Hægt er að greiða í stöðumælana áður en gjaldskylda hefst. Aðeins er talið þann tíma sem gjaldskylda er í gildi og því er hægt að kaupa fyrir nokkra daga í einu. Það getur til dæmis borgað sig á gjaldsvæði 3 þar sem tveir fyrstu tímarnir eru dýrastir.

Ekki er lengur þörf á að setja miða á mælaborð þar sem bílnúmer er slegið inn við greiðslu en ef óskað er eftir sölukvittun eða tímamiða til áminningar þarf í lokin að velja að prenta út kvittun.

Miðar úr miðamælum gilda einnig við stöðumæla

  • Greiðsla á gjaldsvæði 1 gildir á gjaldsvæði 1, 2, 3 og 4.

  • Greiðsla á gjaldsvæði 2 gildir á gjaldsvæði 2, 3 og 4.

  • Greiðsla á gjaldsvæði 3 gildir eingöngu á gjaldsvæði 3.

  • Greiðsla á gjaldsvæði 4 gildir eingöngu á gjaldsvæði 4.

Leiðbeiningar

Kveikja á mælinum

Ýttu á OK til að halda áfram.

 

Ekki setja greiðslukort í mælinn fyrr en leiðbeiningar á skjánum segja til um.

 

Setjið inn bílnúmer

Setja inn bílnúmer

Ekki þarf að prenta út miða til að setja á mælaborðið. 

 

Ýttu á OK til að halda áfram. 

Greiðslumáti valinn

Ef þú borgar með peningum þá setur þú peninga (klink) í mælirinn þangað til þú hefur náð upphæðinni og tímanum sem þú þarft.

 

Ýttu á + ef þú vilt borga með greiðslukorti.

Velja upphæð og tíma

Ýttu á OK þegar þú ert komin með rétta upphæð og tíma/dagsetningu.

Borga með greiðslukorti

Settu greiðslukortið upp að þráðlausa lesaranum eða inn í kortalesarann.

 

Athugaðu hvort að rétt upphæð sé á skjánum áður en þú borgar. Svo velur þú hvort þú ætlar að prenta út kvittun. 

Ekki þarf að setja miða á mælaborðið en ágætt að prenta miða til þess að minna á hvenær tíminn rennur út.