Bílastæði fyrir hreyfihamlað fólk

Fólk með skerta hreyfigetu getur átt rétt á stæðiskorti, P-merki, til þess að leggja í sérmerkt stæði. Með stæðiskorti er hægt að leggja í sérmerkt stæði fyrir hreyfihamlaða og leggja án endurgjalds í gjaldskyld útistæði og bílahús á vegum Reykjavíkurborgar.

Hvernig sæki ég um stæðiskort?

Bílastæði með þessu merki kallast P-stæði. Þau eru eingöngu ætluð fyrir handhafa stæðiskorta sem sótt er um á island.is. Byrjað er á að útvega læknisvottorð sem læknir skilar inn rafrænt til sýslumanns. Síðan þarf að segja til um hvort sækja eigi kortið á valda skrifstofu sýslumanns eða fá það sent heim.

 

Stæði hreyfihamlaðra

Ég hef ekki rafræn skilríki

Á ég rétt á sérmerktu stæði við húsið mitt?

Ef þú ert með lögheimili í Reykjavík og býrð við langvarandi hreyfihömlun sem er metinn í þörf fyrir sérmerkt stæði. 

P-kort hreyfihamlaðra í bílahúsum

  • Handhafar stæðiskorta hreyfihamlaðra býðst nú að skrá sína bifreið til lengri tíma í bílahús Reykjavíkur.  Ef bifreið er skráð og hlið opnast þá er óþarfi að hringja inn í hvert skipti.
  • Forgangur er í húsin fyrir þann fjölda sem jafngildir P merktum stæðum í bílahúsinu en ef þau stæði eru full geta þeir sem eru með stæðiskort lagt gjaldfrjálst í önnur bílastæði að því gefnu að séu laus skammtímastæði í bílahúsinu.

    Regluleg notkun bílahúsa:

    Senda póst á bilahus@reykjavik.is

    Taka skal fram eftirfarandi:

  • Bílnúmer, númer korts og gildistíma stæðiskorts.
  • Nafn á bílahúsi og taka fram ef um fleiri en eitt bílahús er að ræða.

    P-kortið þarf að vera vel sýnilegt á mælaborði við eftirlit.

    Skráning gildir í ár eða í samræmi við gildistíma korts.

     

    Lítil notkun bílahúsa:

    Hringja í síma 4113403 þegar búið er að leggja. 

    Tilkynna að um sé að ræða P-kort og gefa upp bílnúmer. 

    P-kortið þarf að vera vel sýnilegt á mælaborði við eftirlit.

    Skráning gildir í eitt skipti.