Bílastæði fyrir hreyfihamlað fólk
Fólk með skerta hreyfigetu getur átt rétt á stæðiskorti, P-merki, til þess að leggja í sérmerkt stæði. Með stæðiskorti er hægt að leggja í sérmerkt stæði fyrir hreyfihamlaða og leggja án endurgjalds í gjaldskyld útistæði og bílahús á vegum Reykjavíkurborgar.
Hvernig sæki ég um stæðiskort?
Bílastæði með þessu merki kallast P-stæði. Þau eru eingöngu ætluð fyrir handhafa stæðiskorta sem sótt er um á island.is. Byrjað er á að útvega læknisvottorð sem læknir skilar inn rafrænt til sýslumanns. Síðan þarf að segja til um hvort sækja eigi kortið á valda skrifstofu sýslumanns eða fá það sent heim.

Ég hef ekki rafræn skilríki
- Ef þú ert ekki með rafræn skilríki getur þú sótt umsókn um stæðiskort á pdf formi. Athugið að læknisvottorð þarf að liggja fyrir áður en umsókn er send inn.
- Hægt er að sækja um rafræn skilríki á þjónustustöðum Auðkennis.
Á ég rétt á sérmerktu stæði við húsið mitt?
Ef þú ert með lögheimili í Reykjavík og býrð við langvarandi hreyfihömlun sem er metinn í þörf fyrir sérmerkt stæði.
P-kort hreyfihamlaðra í bílahúsum
- Þegar ekið er inn í bílahús eða um leið og búið er að leggja bifreið í stæði þá er hringt í síma 411 3403 eða notaður aðstoðarhnappur til að gefa upp bílnúmer.
- Ef P-kort hreyfihamlaðra er síðan á mælaborði við eftirlit starfsmanna Bílastæðasjóðs þá þarf ekki að fara í greiðsluvél heldur er nóg að aka að úthliði.