Bílastæði fyrir hreyfihamlað fólk

Fólk með skerta hreyfigetu sem á erfitt með að komast til og frá almennum bílastæðum getur átt rétt á stæðiskorti. Með stæðiskorti er hægt að leggja í sérmerkt stæði fyrir hreyfihamlaða og leggja án endurgjalds í gjaldskyld útistæði, auk þess sem það gefur heimild til að leggja án endurgjalds í bílahús á vegum Reykjavíkurborgar.

Hvað er P-stæði?

Bílastæði með þessu merki kallast P-stæði.

 

Þau eru eingöngu ætluð fyrir handhafa stæðiskorta fyrir hreyfihamlað fólk.

Hvernig sæki ég um stæðiskort?

Sótt er um stæðiskort á island.is. Byrjað er á að útvega læknisvottorð sem læknir skilar inn rafrænt til sýslumanns. Síðan er sótt um og tilgreint hvort nota eigi mynd úr ökuskírteini eða hlaða eigi nýrri mynd upp. Einnig þarf að segja til um hvort sækja eigi kortið á valda skrifstofu sýslumanns eða fá það sent heim.

Hvað gerist næst?

Umsóknin er tekin til vinnslu og stæðiskortið gefið út ef umsóknin uppfyllir öll skilyrði. Afgreiðslutími er 3-5 virkir dagar með pósti en 1-3 dagar ef sótt er á einhverja af skrifstofum sýslumanna. Hægt að nálgast umsóknina eftir að hún er send inn rafrænt, inni á Mínar síður á island.is.

Stæðiskort eru gefin út í tiltekinn tíma, að hámarki 10 ár og ekki skemur en 6 mánuði.

 

Ég hef ekki rafræn skilríki

Ef þú ert ekki með rafræn skilríki getur þú sótt umsókn um stæðiskort á pdf formi hér. Athugið að læknisvottorð þarf að liggja fyrir áður en umsókn er send inn.

Hægt er að sækja um rafræn skilríki á þjónustustöðum Auðkennis.
 

Á ég rétt á sérmerktu stæði við húsið mitt?

Ef þú ert með lögheimili í Reykjavík og býrð við langvarandi hreyfihömlun sem er metinn í þörf fyrir sérmerkt stæði.