Íbúakort fyrir bílastæði

Þrjár teiknaðar manneskjur að ræða saman.

Íbúakort er bílastæðakort fyrir fólk sem á heima á svæðum þar sem bílastæði eru gjaldskyld. Handhafar íbúakorts geta lagt bíl án endurgjalds í gjaldskyld stæði innan gildissvæðis síns korts.

Hverjir eiga rétt á íbúakorti?

Þú getur sótt um íbúakort ef:

  • þú átt lögheimili á gjaldskyldu svæði í Reykjavík eða á skilgreindu íbúakortasvæði
  • það er ekki bílastæði á lóðinni þinni
  • þú ert skráður eigandi eða umráðamaður bifreiðar í Ökutækjaskrá
  • skuld við Bílastæðasjóð er ekki komin í milliinnheimtu
Leigjendur þurfa að framvísa samþykki eiganda íbúðar þegar sótt er um íbúakort.

Hvað kostar íbúakort?

1.400 krónur á mánuði fyrir bifreiðar sem ganga eingöngu fyrir rafmagni eða vetni.

2.800 krónur á mánuði fyrir aðrar bifreiðar.

Íbúakort er gefið út í eitt ár í senn. Íbúakort gildir þó aldrei lengur en sem nemur gildistíma samþykkis íbúðareiganda eða tilgreindum afnotatíma umsækjanda af bíl samkvæmt bílaleigusamningi. Sama gildir um endurnýjun íbúakorta.  

Reglur um íbúakort

Íbúakort veitir heimild til að leggja bílnum án endurgjalds í gjaldskylda stöðureiti innan gildissvæðis íbúakorts, með einhverjum takmörkum.