Hvernig á að greiða fyrir bílastæði eða óska eftir endurskoðun á gjaldi?
Á þessari síðu finnur þú leiðbeiningar Bílastæðasjóðs um hvernig einstaklingar og fyrirtæki greiða fyrir bílastæði í Reykjavík eða óska eftir endurupptöku á stöðvunarbrotagjaldi.
Einstaklingar
- Upplýsingar um gjald koma inná island.is. Um leið stofnast krafa í heimabanka.
Ekki er lengur settur miði undir rúðuþurrku.
Greiða fyrir bílastæði:
- Í heimabanka eiganda eða umráðamanns
- Á vefsíðu Bílastæðasjóðs og er þá sett inn bílnúmer og dagsetning
- Greiða gjald
-
Hægt að greiða með greiðsluseðil í banka eða í heimabanka til dæmis ef greiðandi annar en eigandi eða umráðamaður en þá þarf upplýsingar um kröfunúmer af island.is.
Hægt að nálgast þær upplýsingar hjá eiganda/umráðamanni eða í þjónustuverinu í síma 4111111
Óska eftir endurskoðun á gjaldi:
Þegar óskað er eftir endurskoðun á gjaldi sendir fólk beiðni sem heitir Beiðni um endurupptöku á stöðvunarbrotagjaldi
- Eigendur/umráðamenn skrá sig inn rafrænum skilríkjum í gegnum vefsíðu Bílastæðasjóðs
-
Senda beiðni um endurupptöku á stöðvunarbrotagjaldi
Bílstjórar hafa samband við eiganda/umráðamann bílsins og biðja viðkomandi um að óska eftir endurupptöku á gjaldi. Það er líka hægt að hafa samband við þjónustuverið í síma 4111111
- Meira um verklagið og endurupptöku á gjaldi
Fyrirtæki
Prókúruhafar fyrirtækja, félagasamtaka og stofnanna geta skráð sig inn á Ísland.is til að nálgast upplýsingar um gjöld.
Athugið að prófkúruhafar þurfa að vera skráðir prófkúruhafar viðkomandi rekstrar hjá skattinum
Prókúruhafar fyrirtækja geta skráð sig inn á mínar síður Reykjavíkurborgar til að senda inn beiðni um endurupptöku á stöðvunarbrotagjaldi.
Fyrirtæki geta sótt um fyrirtækjaaðgang með að senda póst á upplysingar@reykjavik.is