Skilmálar um mánaðarkort í bílahús
Hvernig virkar ferlið?
- Sótt er um langtímastæði
- Stæði er úthlutað
- Áskrifandi greiðir fyrir áskrift í heimabanka
- Áskrift er stofnuð í aðgangsstýringakerfi
- Áskrift virkjast
Skilmálar
Mánaðarkort í bílahús eru eingöngu fyrir bíla í almennri notkun og hafa skráðar bifreiðar aðgang allan sólarhringinn, þó einungis ein bifreið á áskrifanda hverju sinni.
Ekki er heimilt að geyma bifreiðar, tjaldvagna, kerrur eða önnur ökutæki.
Númerslausar bifreiðar, eftirvagnar og önnur ökutæki sem sæta banni við notkun samkvæmt 75. gr. umferðarlaga nr. 77/2019 verða tafarlaust fjarlægðar úr bílahúsinu á kostnað eiganda að virtum andmælarétti.
Bílastæðasjóður mun leggja sig fram um að á öllum tímum séu frátekin stæði fyrir mánaðarkorthafa. Ef ekki eru laus stæði eða korthafi kemst ekki inn í húsið vegna bilunar í aðgangsbúnaði, veitir það ekki rétt til að leggja gjaldfrjálst í gjaldskyld stæði í borgarlandi.
Brot á þessum skilmálum leiða til tafarlausrar lokunar áskriftar. Bílastæðasjóður ber ekki ábyrgð á tjóni, innbrotum eða skemmdarverkum á bifreiðum í bílahúsum. Bílastæðahúsin eru vöktuð með öryggismyndavélum og eru lögreglu afhent gögn úr þeim óski hún eftir þeim vegna rannsóknar máls.
Bílastæðasjóður áskilur sér rétt til að breyta skilmálunum ef þurfa þykir og skal upplýsa áskrifanda um allar verulegar breytingar. Áskrifandi skuldbindur sig til að fara eftir þeim skilmálum sem eru í gildi hverju sinni.
Umhverfis- og skipulagssvið notar þær persónugreinanlegu upplýsingar sem settar eru fram vegna mánaðaráskrifta í bílahús borgarinnar, s.s. nafn, kennitölu, símanúmer, bílnúmer og netfang í þeim tilgangi að gera og efna samning við áskrifendur. Rafrænt eftirlit í bílahúsi fer jafnframt fram í öryggis- og eignavörsluskyni. Myndefni er almennt geymt í 30 daga og eytt að því loknu.
Að samningssambandi loknu eru gögn varðveitt í 30 ár og flytjast að þeim tíma liðnum til Þjóðskjalasafns Íslands skv. lögum nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn.
Skilmálar uppfærðir 7. mars 2023
Uppsögn áskriftar
Hafi greiðsluseðill ekki verið greiddur 5 dögum eftir eindaga er aðgangi lokað. Hafi hann enn ekki verið greiddur 15 dögum eftir eindaga er litið svo á að áskriftinni hafi verið sagt upp og öðrum boðið stæðið.
Nánari upplýsingar
Mánaðarkorthafar hafa aðgang að húsinu allan sólarhringinn. Aðgangur að húsinu getur verið mismunandi eftir bílahúsum. Bilun í búnaði húsa sem verður til þess að korthafi komist ekki inn veitir ekki rétt til að leggja frítt í gjaldskylt stæði úti á götu.
Greiðendur eða áskrifendur geta hvenær sem er óskað eftir að bílnúmerum sé bætt á áskriftina. Hámark bílnúmera á hvern áskrifenda eru 3. Þegar hámarki er náð þarf að tilgreina bílnúmer sem á að loka fyrir ef bæta á við númeri. Tilkynna þarf breytingar með tölvupósti á bilahus@reykjavik.is með góðum fyrirvara. Ekki er hægt að bæta við númeri í gegnum síma eða aðstoðarhnapp í bílahúsi.
Reyni áskrifandi að fara út á bílnúmeri sem er ekki hefur verið tilkynnt um þarf hann að greiða fyrir í greiðsluvél sem skammtímanotandi.