Forsetakjör 2024

Forsetakjör fer fram laugardaginn 1. júní 2024. Kjörstaðir í Reykjavík eru opnir kl. 9:00–22:00.

Hvar er kjörstaðurinn minn?

Allar upplýsingar varðandi kosningar í Reykjavíkurborg eru veittar í síma 411 4915 og á netfanginu kosningar@reykjavik.is.

Við forsetakosningarnar 2024 eru 24 kjörstaðir í Reykjavík.

Hér að neðan getur þú flett upp hvar þinn kjörstaður er eftir heimilisfangi.

Ef þú ert ekki viss um hvort þú ert á kjörskrá þá má fletta upp í kjörskrárstofni á vef Þjóðskrár

Hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu eru veittar upplýsingar um atkvæðagreiðslu utan kjörfundar. Kosið er utan kjörfundar í Holtagörðum.

Allir kjörstaðir í Reykjavík eru opnir kl. 9:00–22:00 laugardaginn 1. júní.

 

Gott að vita

Kjörfundur hefst kl. 9:00 og honum lýkur kl. 22:00. Talning fer fram í Laugardalshöll. Talning hefst kl. 22:00 og er öllum opin. Streymt verður frá talningunni á vef Reykjavíkurborgar.

Kjósendur gera grein fyrir sér á kjörstað með því að framvísa skilríkjum. Debetkort og önnur skilríki með mynd og kennitölu teljast fullgild skilríki. Kjósandi sem mætir skilríkjalaus á kjörstað getur leitað til hverfiskjörstjórnar og fengið aðstoð við að láta sannreyna hver hann er.

Aðgengismál

Allir kjörstaðir í Reykjavík eru aðgengilegir fyrir fólk með fötlun.

Kjörstaðir í Reykjavík

Kjörsókn

Á kjördag eru settar inn tölur um kjörsókn á klukkutíma fresti.

Yfirkjörstjórn

Borgarstjórn kaus yfirkjörstjórn Reykjavíkur á fundi þann 19. júní 2018.

Yfirkjörstjórn Reykjavíkur:

Eva B. Helgadóttir, Tómas Hrafn Sveinsson og Ari Karlsson.

Framkvæmd kosninga er á forræði skrifstofu borgarstjórnar.

Meðan kosning fer fram, laugardaginn 14. maí nk., verður aðsetur yfirkjörstjórnar Reykjavíkur í Ráðhúsi Reykjavíkur. Að kjörfundi loknum fer talning atkvæða fram í Laugardalshöll og mun aðsetur yfirkjörstjórnar flytjast þangað. Talning er öllum opin meðan húsrúm leyfir og verður streymt frá henni á vef Reykjavíkurborgar.

Með yfirkjörstjórn starfa:

  • Helga Björk Laxdal, skrifstofustjóri borgarstjórnar
  • Hildur Lilliendahl Viggósdóttir, verkefnastjóri á skrifstofu borgarstjórnar
  • Bjarni Þóroddsson, verkefnastjóri á skrifstofu borgarstjórnar
  • Páll Hilmarsson, sérfræðingur á þjónustu- og nýsköpunarsviði

 

Um þessar kosningar

Þann 14. maí 2022 verða haldnar borgarstjórnarkosningar. Kjörtímabilið er fjögur ár og eru kosnir 23 borgarfulltrúar.

Um kosningarnar gilda lög nr. 112/2021.

Kosningarétt eiga íslenskir ríkisborgarar sem hafa náð 18 ára aldri á kjördag og eru skráðir með lögheimili í Reykjavík 38 dögum fyrir kjördag.

Auk þess eiga kosningarétt danskir, norskir, sænskir og finnskir ríkisborgarar sem hafa náð 18 ára aldri á kjördag og eru skráðir með lögheimili í Reykjavík 33 dögum fyrir kjördag.

Einnig eiga kosningarétt aðrir erlendir ríkisborgarar sem hafa náð 18 ára aldri á kjördag og eru skráðir með lögheimili í Reykjavík 33 dögum fyrir kjördag og hafa átt lögheimil á Íslandi í þrjú ár samfellt.

Námsmenn sem stunda nám á Norðurlöndunum og hafa flutt lögheimili sitt á grundvelli Norðurlandasamningsins eiga einnig rétt á að vera á kjörskrá. Þjóðskrá Íslands hefur tekið upp nýtt umsóknarferli varðandi skráningu þeirra. Breytingarnar felast í því að umræddir námsmenn þurfa nú að tilkynna það rafrænt til Þjóðskrár Íslands að þeir séu námsmenn til þess að vera teknir á kjörskrá fyrir sveitarstjórnarkosningarnar. Eyðublað þess efnis er hægt að fylla út rafrænt hér.

Landskjörstjórn birtir efni um sveitarstjórnarkosningar í landinu á vefsvæðinu kosning.is.

Framboð

Framboðsfrestur við borgarstjórnarkosningarnar er kl. 12 á hádegi þann 8. apríl 2022.

Yfirkjörstjórn tekur við framboðum miðvikudaginn 6. apríl og föstudaginn 8. apríl milli kl. 11 og 12, báða dagana í Ráðhúsi Reykjavíkur.

Mælst er til að framboðum sé skilað á rafrænu eyðublaði. Sjá tillögu að rafrænu eyðublaði.

Yfirlýsingar meðmælenda skulu fylgja framboði. Eyðublað fyrir meðmælendalista.

Yfirlýsing frambjóðenda um að þeir hafi leyft að setja nafn sitt á framboðslista og um hverjir tveir séu umboðsmenn listans skal fylgja með framboðslista. Eyðublað fyrir alla frambjóðendur og eyðublað fyrir einstakan frambjóðanda.

Stjórnarráðið hefur einnig gefið út leiðbeiningar fyrir framboð og gefið út tillögur að eyðublöðum.

Auglýsing um móttöku framboðslista og aðsetur yfirkjörstjórnar á kjördag.

Leiðbeiningar og upplýsingar fyrir framboð má fá á netfanginu kosningar@reykjavik.is eða í síma 411-4706.