Börn, unglingar og ungt fólk

Teikning af börnum á ólíkum aldri.

Börnin í borginni taka þátt í kraftmiklu skóla- og frístundastarfi sem veitir þeim menntun og reynslu til að láta drauma sína rætast og hafa góð áhrif á umhverfi og samfélag. Þau eru alls staðar að úr heiminum og tala fjölmörg tungumál.

Borgin veitir öllum þessum börnum og fjölskyldum þeirra fjölbreytta þjónustu sem stuðlar að velferð þeirra og vellíðan.

Grunnskólar

Börn byrja í grunnskóla árið sem þau verða sex ára og eru þá skólaskyld. Foreldrar hafa val um grunnskóla en ef takmarka þarf fjölda nemenda í einstaka skólum eiga nemendur forgang að sínum hverfisskóla.

 

Teikning af tveim börnum á grunnskólaaldri.

Leikskólar

Reykjavíkurborg rekur yfir 60 leikskóla þar sem dvelja hátt í sex þúsund börn. Þar er haft að leiðarljósi að börnin njóti bernsku sinnar og læri og þroskist í leik og samveru.

Teiknuð mynd af barni í sundbol með sundgleraugu

Dagforeldrar

Í Reykjavík eru sjálfstætt starfandi dagforeldrar sem gæta barna frá 6 mánaða aldri. Borgin veitir þeim starfsleyfi og sinnir lögbundnu eftirliti með starfsemi þeirra.

Teiknuð mynd af sitjandi ungabarni.

Barnavernd

Barnavernd Reykjavíkur aðstoðar börn og foreldra í alvarlegum vanda við að tryggja velferð og öryggi barna til framtíðar með fjölbreyttri ráðgjöf, stuðningi og faglegum lausnum.

Tónlistarnám

Tónlistarnám er í boði fyrir börn og unglinga í öllum hverfum borgarinnar, hvort heldur er í skólahljómsveitunum eða í tónlistarskólum sem Reykjavíkurborg er með þjónustusamning við.

Teikning af konu að spila á selló.

Frístundastarf

Í frístundstarfi er tækifæri til að læra í gegnum leik. Börn auka þroska og færni í fjölbreyttum leikjum og þrautum. 

 

Börn og fullorðnir sigla á bátum í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum

Vinnuskólinn

Nú hefur Vinnuskóli Reykjavíkur lokið störfum sumarið 2024. Búið er að loka þjónustuskrifstofu Vinnuskólans en við svörum öllum fyrirspurnum sem berast á tölvupóstfangið okkar vinnuskoli@reykjavik.is

Vinnuskólinn er ábyrgðaraðili persónuupplýsinga barna sem vinna þar sem og foreldra þeirra og ber Vinnuskólinn ábyrgð á því að unnið sé með persónuupplýsingar í samræmi við persónuverndarlög. Frekari upplýsingar um vinnslu persónuupplýsinga sem á sér stað í Vinnuskóla Reykjavíkurborgar má finna  á síðu Vinnuskólans undir verkefni og vinnuvernd; vinnsla persónuupplýsinga í Vinnuskóla Reykjavíkur.

Teikning af unglingi að vökva blóm.

Farsældarþjónusta

Ný lög um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna tóku gildi þann 1. janúar 2022. Markmið laganna er að tryggja að börn og forsjáraðilar fái rétta aðstoð, á réttum tíma, frá réttum aðilum.

Fjölskyldum og börnum sem þurfa snemmtækan stuðning er tryggður aðgangur að tengilið farsældar í nærumhverfi barnsins, svo sem í leikskóla eða grunnskóla.

Teikning af hópi hlæjandi barna.

Jafnréttisskólinn

Hlutverk Jafnréttisskólans er að skapa vettvang og veita fræðslu, ráðgjöf og stuðning varðandi jafnréttismenntun, mannréttindi og kynheilbrigði til starfsfólks í skóla- og frístundastarfi borgarinnar, auk barna og foreldra eftir atvikum.

Teikning af tveimur krökkum sem sitja á gólfi og lesa.

Stafræn gróska

Stafræn gróska er stuðningsvefur fyrir innleiðingu á framsækinni og skapandi tækni í skóla- og frístundastarfi borgarinnar. Hér finnur þú meðal annars upplýsingar um námstæki, hugbúnað, persónuvernd og ýmsar leiðbeiningar fyrir starfsfólk, nemendur og foreldra. 

Hitt húsið

Hitt Húsið er miðstöð ungs fólks á aldrinum 16–25 ára á sviði menningar og lista, tómstunda, upplýsinga og ráðgjafar, atvinnumála og forvarna. Í Hinu Húsinu getur ungt fólk nýtt sér aðstöðuna til að syngja, dansa, dreyma, skapa, læra, spila, funda og fleira. Ýmis félög og samtök ungs fólks hafa aðstöðu í Hinu Húsinu.