Söngvakeppni Breiðholts haldin með glæsibrag í Bláberinu

Mynd frá Söngvakeppni Breiðholts.

Hin árlega Söngvakeppni Breiðholts var haldin í Bláberinu í Seljaskóla þann 10. desember. Stemningin var frábær og salurinn fullur af tónlist, gleði og hæfileikum.

Dómnefndin stóð frammi fyrir erfiðu vali

Í ár tóku 8 keppendur úr þremur félagsmiðstöðvum þátt og átti dómnefndin úr vöndu að ráða. Að lokum stóð Kalina úr Hundrað&ellefu uppi sem sigurvegari með lagið „From the Start“. Í öðru sæti lenti Mikki úr Hólmaseli með lagið „Vienna“ og í þriðja sæti var Alyssa úr Bakkanum sem flutti lagið „All of Me“ af mikilli tilfinningu.

Mynd frá Söngvakeppni Breiðholts.
Keppendurnir átta.

Kynnar kvöldsins voru þær Judith og Saga úr Hólmaseli, sem héldu uppi frábærri stemningu og leiddu áhorfendur í gegnum kvöldið af lipurð og gleði. Leynigestur kvöldsins var svo ELVAR, sem tók stemminguna upp á annað level og gerði kvöldið enn eftirminnilegra.

Keppnin var hin glæsilegasta og sýndi enn og aftur að í Breiðholti býr fjöldi hæfileikaríkra unglinga sem eiga framtíðina fyrir sér í tónlist og listsköpun.