Vinnuskólinn

Starf vinnuskólans er hafið. Netfang skólans er vinnuskoli@reykjavik.is og símanúmerið er 411-8660.

Vinnuskólinn er ábyrgðaraðili persónuupplýsinga barna sem vinna þar sem og foreldra þeirra og ber Vinnuskólinn ábyrgð á því að unnið sé með persónuupplýsingar í samræmi við persónuverndarlög. Frekari upplýsingar um vinnslu persónuupplýsinga sem á sér stað í Vinnuskóla Reykjavíkurborgar má finna  á síðu Vinnuskólans undir verkefni og vinnuvernd; vinnsla persónuupplýsinga í Vinnuskóla Reykjavíkur.

Skrifstofa Vinnuskólans hefur nú raðað í hópa fyrir komandi sumar og nemendur fengið staðfestingu um starfið.  Meginhlutverk Vinnuskólansveitir nemendum úr efstu bekkjum grunnskóla uppbyggileg sumarstörf og fræðslu í öruggu starfsumhverfi. Nemendum 8. 9. og 10. bekkja býðst að koma til starfa við fjölbreytt verkefni sem flest snúa að garðyrkju og umhirðu í borginni.

Skráning

Foreldrar skrá sína unglinga í unglingavinnu Vinnuskólans í gegnum rafrænt skráningarform. Nauðsynlegt er að hafa rafræn skilríki eða Íslykil. Allir nemendur úr 8. 9. og 10. bekkjum sem skráðir eru fá vinnu.

Laun

Upplýsingar um tímakaup, launatímabil, launaseðla, orlofsgreiðslur, persónuafslátt, veikindi og leyfi.

Daglegur vinnutími

8. bekkur

  • Nemendur starfa í 3,5 klst. á dag. 
  • Daglegur vinnutími hóps er kl. 8:15–11:45 eða kl. 12:15–15.45.

9. og 10. bekkur

  • Nemendur starfa í 7 klst. á dag. 
  • Daglegur vinnutími er kl. 8:30–15:30.

Starfstímabil

Allir bekkir

Hver nemandi fær úthlutað vinnu á einu starfstímabili sumarið 2024. 

  • 1. tímabil er 10. júní - 1. júlí
  • 2. tímabil er 2. – 22. júlí
  • 3. tímabil er 23. júlí – 13. ágúst

Vinnudagar á hverju tímabili eru fimmtán. Unnið er alla virka daga hverrar viku. Ekki er unnið á lögbundnum frídögum.

Hópar

Nemendum er raðað í hópa eftir aldri og búsetu. Í dag eru það undantekningar ef nemendur raðast í hópa utan síns hverfis.

Í nokkrum tilvikum er 9. og 10. bekk raðað saman í hóp, þá yfirleitt í skólum með fáum nemendum. 

Yfirleitt raðast nemendur í hóp með jafnöldrum sínum úr sama skóla en ekki er gert ráð fyrir að vinir eða vinkonur raðist sérstaklega saman. Við lítum svo á að öllum sé hollt að kynnast nýju fólki og starfa með öðrum en sínum nánustu vinum. 

Starfsstöðvar og aðstaða

Við erum með starfsstöðvar við flesta grunnskóla borgarinnar og margir nemendur raðast því í þann skóla sem þeir búa næst. Nokkrar starfsstöðvar eru úti í hverfunum eða í almenningsgörðum og 1–2 utan borgarinnar. 

  • Þar sem vinnan fer öll fram utandyra er nauðsynlegt að nemendur hafi meðferðis hlífðarfatnað og góða vinnuskó. Vinnuskólinn útvegar nemendum vinnuhanska.
  • Aðstaða fyrir matarhlé er í öllum starfsstöðvum. Þar sem höfum ekki aðgang að skólum notumst við við vinnuskúra.
  • Mikilvægt er að nemendur hafi með sér gott nesti og drykkjarföng því ekki er gert ráð fyrir því að farið sé í búðir í matar- og kaffitímum.
  • Nemendur sem aðstöðu hafa í vinnuskúrum hafa aðgang að þurrklósettum eða nýta salerni skólanna.

Verkefni og vinnuvernd

Vinnuskólinn er útiskóli og flest verkefni skólans snúa að umhirðu gróðurs og beða víðs vegar í borginni. Málningarverkefni eru einhver á hverju sumri og eru þau einkum hugsuð fyrir nemendur með gróðurofnæmi.

Fræðsla

Vinnuskóli Reykjavíkur leggur ríka áherslu á að veita nemendum góða upplifun og fræðslu í fyrstu skrefum þeirra á vinnumarkaði. Vinnuskólinn veitir meðal annars fræðslu um launaseðla, ferilskrár, vinnusiðferði og tekjuskatt. Fræðslan tekur mið af aldri nemenda.

Fleiri spurningar?

Sendið fyrirspurnir á vinnuskoli@reykjavik.is

eða hringið í s. 411-1111

  • Skrifstofa Vinnuskólans - Borgartúni 12–14, 105 Reykjavík. 
  • Þjónustumiðstöð Vinnuskólans - Fiskislóð 37C, 101 Reykjavík.