Tónlistarnám

Tónlistarnám er í boði fyrir börn og unglinga í öllum hverfum borgarinnar, hvort heldur er í skólahljómsveitunum eða í tónlistarskólum sem Reykjavíkurborg er með þjónustusamning við.

Skólahljómsveitir

Vandað tónlistarnám og tónlistaruppeldi fer fram í skólahljómsveitunum fjórum sem starfræktar eru á vegum Reykjavíkurborgar. Sótt er um nám í skólahljómsveit rafrænt. Nota má frístundakortið til að greiða niður námsgjöld.

Tónlistarskólar

Fjölbreytt tónlistarnám er í boði á vettvangi tónlistarskóla í Reykjavík. Kennt er á fjölmörg hljóðfæri auk þess sem hægt er að læra að syngja.

Það er hægt að sækja um nám í tónlistarskóla rafrænt en oft þarf einnig að gera það í gegnum skólann sjálfan. Hver tónlistarskóli hefur sína gjaldskrá.

Frístundakortið

Þú getur nýtt frístundakort Reykjavíkurborgar til þess að greiða niður hluta tónlistarnámsins.