Dagforeldrar

Hjá sjálfstætt starfandi dagforeldrum getur þú fengið gæslu fyrir barnið þitt frá sex mánaða aldri þar til það byrjar í leikskóla. Niðurgreiðsla af vistunargjaldi ræðst af hjúskapar- og námsstöðu foreldra.

Bættar aðstæður dagforeldra

Unnið er að því að bæta aðstæður dagforeldra til að hvetja til nýliðunar í hópi dagforeldra í Reykjavík. Stofnstyrkir til dagforeldra verða hækkaðir, boðið verður upp á árlegan aðstöðustyrk, endurmenntun verður bætt og aðgengi að leiguhúsnæði fyrir starfsemi dagforeldra aukið, niðurgreiðsla til barna sem náð hafa 18 mánaða aldri mun hækka verulega og fleira.

Að sækja um hjá dagforeldri

Dagforeldrar eru sjálfstætt starfandi en með rekstrarleyfi frá Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála. Ef þú vilt skrá barnið þitt hjá dagforeldri hefur þú samband við viðkomandi dagforeldri. Hafðu í huga að margir dagforeldrar eru með biðlista eftir plássum, því er gott að hafa samband með góðum fyrirvara.

Niðurgreiðsla

Sérhvert dagforeldri setur fram sína gjaldskrá en Reykjavíkurborg niðurgreiðir ákveðna upphæð með hverju barni.

Að velja dagforeldri

Það er stórt skref að setja barnið sitt í fyrsta skipti í dagvistun og því mikilvægt að vanda valið og kanna allar aðstæður vel. Dagforeldrar gæta barna frá allt að sex mánaða aldri og vinna mikilvægt umönnunar- og uppeldisstarf.

Daggæsluráðgjafar

Daggæsluráðgjafar starfa í Suðurmiðstöð. Þeir sinna lögbundnu eftirliti með starfsemi dagforeldra, ráðgjöf til dagforeldra, ráðgjöf til foreldra og sjá um að greiða niðurgreiðslur til dagforeldra. Hægt er að hafa samband við daggæsluráðgjafa í netfangið daggaesla.umsjon@reykjavik.is