Hitt Húsið

Hitt Húsið er miðstöð ungs fólks á aldrinum 16–25 ára á sviði menningar og lista, tómstunda, upplýsinga og ráðgjafar, atvinnumála og forvarna. Í Hinu Húsinu getur ungt fólk nýtt sér aðstöðuna til að syngja, dansa, dreyma, skapa, læra, spila, funda og fleira. Ýmis félög og samtök ungs fólks hafa aðstöðu í Hinu Húsinu.  

Unglist 4.–11. nóv. 2023

Unglist, listahátíð ungs fólks er vettvangur fyrir ungt upprennandi listafólk.

 

Taktu þátt í ævintýrinu þér að kostnaðarlausu og njóttu töfra listarinnar á ókeypis viðburðum Unglistar! 

Veggspjald Unglistar 2023

Menning og listir

Að skapa; er að finna upp, gera tilraunir, vaxa, brjóta reglur, gera mistök og skemmta sér. Þessi skilgreining á vel við það menningarstarf sem fram fer í Hinu Húsinu. Starf sem endurspeglar menningu ungs fólks hvort heldur er á sviði tónlistar, leiklistar, myndlistar, dans og annarra skapandi verkefna.

Upplýsingar, ráðgjöf og tómstundir

Í Hinu Húsinu er hægt að fá upplýsingar, ráðgjöf og leiðbeiningar um hvers kyns málefni sem tengjast ungu fólki hvort heldur hjá starfsmönnum eða upplýsingavefnum Áttavitanum. Þar er líka hægt að fá aðstoð og nýta sér frábæra aðstöðu til að vinna að hugmynd sinni eða halda ýmiss konar viðburði, ráðstefnur, kynningar eða fundi. Svo er líka hægt að kíkja við til að hanga, spila og hafa það bara notalegt.

Atvinnumál og forvarnir

Atvinnuráðgjafar Hins Hússins sérhæfa sig að hjálpa ungu fólki í atvinnuleit og styrkja stöðu þess á vinnumarkaði. Jafningjafræðarar ræða og fræða annað ungt fólk um lífið og tilveruna og boðið er upp á hópastarf fyrir ungt fólk sem vill kynnast öðru ungu fólki.

Frítímastarf fatlaðra ungmenna

Í Hinu Húsinu er boðið upp á frítímastarf fyrir ungmenni með fötlun sem stunda nám á starfsbrautum framhaldsskólanna. Einu sinni í viku er einnig opið kvöldstarf fyrir aldurshópinn 16–30 ára. Hitt Húsið á aðild að hátíðinni List án landamæra.

Hafa samband

Hitt Húsið

Rafstöðvarvegur 7–9

411 5500

hitthusid@hitthusid.is