Opið fyrir umsóknir í Sumarliðasjóð
Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Sumarliðasjóð Reykjavíkurborgar. Sjóðurinn veitir stuðning til íþrótta- og æskulýðsfélaga í borginni til að greiða laun 17- 25 ára starfsfólks á sumarnámskeiðum.
Verkefnið samræmist forvarnarstefnu Reykjavíkurborgar vegna málefna barna og unglinga og foreldra þeirra, stefnu í íþróttamálum Reykjavíkur til 2030 og stefnumótun í málefnum ungs fólks 16 ára og eldri.
Markmið sjóðsins eru:
- Að fjölga sumarstörfum fyrir ungt fólk á aldrinum 17-25 ára í Reykjavík
- Að styðja við framkvæmd frístundanámskeiða yfir sumartímann fyrir börn á aldrinum 6-12 ára.
Hverjir geta sótt um?
Íþrótta- og æskulýðsfélög sem hafa aðsetur í Reykjavík. Félögin þurfa að bjóða upp á námskeið fyrir börn á aldrinum 6-12 ára á dagvinnutíma þegar grunnskólar eru lokaðir vegna sumarleyfa.
Hitt Húsið veitir styrktarumsóknum viðtöku og annast samskipti við umsækjendur fyrir hönd Reykjavíkurborgar og umsóknarfrestur er til 30. janúar.