Google leiðbeiningar fyrir starfsfólk

Google Workspace er stafræna skólaumhverfi SFS. Kerfið hefur verið nýtt í skólastarfi til fjölda ára bæði innanlands og erlendis.

Því fylgir fjöldi námsforrita eins og Google Classroom þar sem kennarar búa til stafrænar kennslustofur fyrir nemendur. Kerfið hefur verið áhættumetið og metið út frá áhrifum á persónuvernd í samstarfi við lögfræðiþjónustu skóla- og frístundasviðs (SFS) og persónuverndarfulltrúa Reykjavíkurborgar. 

Google leiðbeiningar:

Fyrstu skrefin í Google skólaumhverfinu

 • Fyrstu skrefin í Google skólaumhverfinu: Stafrænt yfirlit með tenglum á grunnatriði þegar við erum að byrja að nota Chromevafrann, Drive og Classroom; skýringarmyndir og myndskeið, Chromevafrinn, Drive, Classroom og fleira.
 • Google skyggnur - ýmsir möguleikar: Stafrænt yfirlit með tenglum á kennslumyndskeið, leiðbeiningar, efni til afnota með nemendum og sniðmátum fyrir vikuskipulag, vikupóst og fleira.

Google lyklarnir eru gátlistar með grunnatriðum til útprentunar. Þeir eru hugsaðir eins og málfræði-/stærðfræðilyklarnir sem við þekkjum svo vel. Prenta Google lykilinn út á A4 blað, í lit, báðu megin og brjóta hann saman eftir endilöngu:

  Chrome vafrinn

  Google Chrome netvafrinn er hentugasta verkfærið til að nota með Google skólalausnum. Aðrir netvafrar geta opnað flest Google verkfæri en virkni þeirra gæti þá verið takmörkuð. Í Windows stýrikerfinu er Internet Explorer sjálfgefinn vafri svo allir tenglar sem notandi fær t.d. í tölvupósti í Outlook opnast þar nema farið sé inn í stillingar og þeim breytt.

  Chromebækur

  Drifið, skýjageymslan (e. Drive)

  Google drifið (e. Google Drive) er heimasvæði hvers notanda innan @gskolar.is umhverfisins. Hægt er að vista allt rafrænt efni á heimasvæðinu (skjöl, myndir, myndbönd, skyggnur ofl.) og deila með öðrum notendumAllt sem unnið er í Google námsforritunum vistast sjálfkrafa á Drifinu. Starfsfólk notar Drifið fyrir efni sem tengist námi nemenda - aldrei efni UM nemendur.

  Fyrir neðan eru hlekkir á stutt kennslumyndskeið af fræðsluvefnum Nám stutt af neti.

  Classroom - stafræna skólastofan

  Stafræna skólastofan. Kennari býr til kennslustofur, býður nemendum aðgang, setur inn efni tengt námi nemenda; hlekki á námsefni, kennsluáætlanir, fyrirmæli og verkefnalýsingar, ítarefni, fræðslusíður, gagnvirkar síður, hlekki á myndskeið/þætti, skilahólf fyrir stafræn verkefni.

  Fyrir neðan eru hlekkir á fjölbreyttar stoðir, bæði til útprentunar svo og skýringarmyndir og stutt kennslumyndskeið.

  Skjöl (e. Docs) - ritvinnsla

  Forritið er í grunninn hefðbundið ritvinnsluforrit þar sem einnig er hægt að nýta raddinnslátt. Það býður upp á möguleika á samvinnu milli nemenda og kennara í tengslum við textavinnslu og margir geta unnið í sama skjali. Allar breytingar vistast jafnóðum, hægt er að fá yfirsýn yfir það hver skrifar hvað og nálgast eldri útgáfur. Einfalt er að þýða skjöl yfir á fjölda tungumála.

  Fyrir neðan eru hlekkir á stutt kennslumyndskeið af fræðsluvefnum Nám stutt af neti.

  Skyggnur (e. Slides) - kynningar, stílabækur/glósubækur/ferilbækur

  Fyrir utan kynningarnar hentar forritið vel sem stílabækur/glósubækur/ferilbækur nemenda. Hægt að setja inn texta, myndir, myndskeið, hljóðskrár og teikningar. Hægt að breyta stærð síðna yfir í A4 eða aðra stærð. Vinna í Skyggnum gefur góða yfirsýn fyrir nemendur þar sem síðurnar sjást vinstra megin. Margir geta unnið í sömu kynningu. Ef kennari deilir eintaki til nemenda í gegn um Classroom hefur hann yfirsýn yfir vinnu nemenda í skólastofunni.

  Fyrir neðan eru hlekkir á stutt kennslumyndskeið af fræðsluvefnum Nám stutt af neti.

  Stafræn tússtafla (e. Jamboard)

  Hægt að setja inn texta, post-it miða, form, myndir, teikningar ofl. Hægt er að opna fyrir aðkomu allra með tengilinn sem lesendur eða með skrifleyfi. Í gegnum fjarfundaforritið Google Meet er hægt að opna tússtöfluna beint og auðveldlega deila með þeim sem eru á fundinum í gegnum spjallið. Athugið að tússtaflan opnast alltaf í nýjum flipa í vafranum.

  Fyrir neðan eru hlekkir á stutt kennslumyndskeið af fræðsluvefnum Nám stutt af neti.

   

  Meet - fjarfundaforrit

  Google Meet forritið býður upp á fjarfund þar sem margir þátttakendur geta komið saman, í mynd eða ekki.

  Gott að hafa í huga:

  1. Nemendur þurfa ekki að skrá sig inn á Google til að taka þátt, nema ef notast á við vinnustofur (e. Breakout Rooms).

  2. Ef þú ert með gögn sem þú ætlar að kynna, t.d. glærur, er best að vera búin/n að opna þær í tölvunni áður en fundurinn hefst.

  3. Gott er að fara yfir vinnureglur á fjarfundum með þeim þátttakendum sem þurfa hugsanlega á því að halda. Spjallglugginn er t.d. hugsaður sem leið fyrir þátttakendur til að leggja fram spurningar eða innlegg um það sem verið er að ræða - hann er ekki hugsaður sem almennur spjallgluggi.

  4. Þeir þátttakendur sem koma á fundinn án þess að vera skráðir inn í gegnum Google kerfið eru beðnir um að skrifa nafn sitt áður en þeir tengjast. Góð vinnuregla er að biðja alla um að skrifa fullt nafn, eða a.m.k. ekki nota gælunöfn eða aðrar myndir af nafninu sínu.

  5. Hægt er að deila Vinnureglur í Meet - veggspjald með nemendum.

  Fyrir neðan eru hlekkir á stutt kennslumyndskeið af fræðsluvefnum Nám stutt af neti.

  Eyðublöð (e. Forms)

  Frábært verkfæri til að safna upplýsingum sem könnun, sjálfsmat, próf, kvittanahefti fyrir heimalestur, eyðublað fyrir bókrýni og fleira. Mælum með því að búa eyðublaðið til í Drive, í möppu þar sem þú ætlar að geyma það.

  Hér að neðan eru stutt kennslumyndskeið um Google Eyðublöð (e. Forms)

  Gátlisti til útprentunar um Google Eyðublöð:

  Handbók

  Hér fyrir neðan er hlekkur á handbók um notkun Google Workspace innan SFS. Mikilvægt er að starfsfólk kynni sér efni handbókarinnar, fari yfir hana með nemendum og sendi hana heim. 

  Hvernig skrái ég mig inn í Google skólaumhverfið?

  Allir kennarar og grunnskólanemendur í Reykjavíkurborg hafa aðgang að Google skólaumhverfinu. Notandaupplýsingar eru gefnar upp til nýrra notenda og eru þeir beðnir um að útbúa nýtt lykilorð við fyrstu innskráningu. Ef það glatast skal hafa samband við Google kerfisstjóra grunnskólans eða Upplýsingatæknideild Reykjavíkurborgar í síma 411-1900 eða í gegnum netfangið utr@reykjavik.is

  Hvar get ég fengið aðstoð?

  Í flestum skólum eru Google kerfisstjórar sem geta aðstoðað þig ef þú lendir í vandræðum við innskráningu eða í fyrstu skrefum þínum í Google skólaumhverfinu. Að byggja upp öflugt lærdómssamfélag er mikilvægur liður í að efla starfsþróun á hverjum stað. Það eru ekki allir sérfræðingar en saman er hægt að komast langt. Ef þú telur að það sé ekki Google kerfisstjóri í þínum skóla hafðu samband við kennsluráðgjafa NýMið í gegnum groskan@reykjavik.is

  Stafræn gróska

  Skóla- og frístundasvið Reykjavíkur

  Þú getur haft samband með því að senda tölvupóst: groskan@reykjavik.is