Hverfisskipulag fyrir Hlíðar

Hverfisskipulag fyrir Hlíðar

Kæru íbúar í Hlíðum

Hverfisskipulag fyrir Háteigshverfi, Hlíðahverfi og Öskjuhlíðarhverfi, ásamt leiðbeiningum, hefur verið staðfest og tók formlega gildi 6. september 2024 með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda.

Hverfisskipulag er skipulagsáætlun fyrir gróin hverfi og kemur í stað eldri deiliskipulagsáætlana sem felldar hafa verið úr gildi með samþykkt hverfisskipulagsins.

Neðst á síðunni má nálgast öll skipulagsgögnin; skipulagsskilmála, almenna greinargerð og skipulagsuppdrætti. Einnig fylgiskjöl skipulagsins; skipulagslýsingu og samráðsskýrslu.
Vinna ekki hafin
Hugmyndaleit og stefnumótun
Kynning á vinnutillögum
Kynning á lokatillögum
Hverfisskipulag tekið gildi

Mín eign

Hverfisskipulag heimilar á sumum stöðum viðbyggingar og breytingar á íbúðarhúsum. Nokkuð víða er heimilt að hækka lágreist þök og koma fyrir kvistum. Einnig er á mörgum stöðum heimilt að búa til aukaíbúð innan núverandi íbúðar eða í bílskúr. Þannig verður auðveldara fyrir íbúa að gera breytingar á sínum eignum og dýrar og tímafrekar grenndarkynningar og deiliskipulagsbreytingar að mestu óþarfar.

 

Hér má kynna sér helstu áherslur hverfisskipulags í Hlíðum sem tengjast þinni eign.

Hverfisskipulag - mín eign

Mitt hverfi

Borgin er í stöðugri þróun. Markmið hverfisskipulags er að gróin hverfi fái að þroskast og þróast svo þau geti tekist á við breyttar áherslur en um leið viðhaldið sérkennum sínum og karakter. Þannig er hægt að horfa til framtíðar en standa vörð um hverfisandann - hjartsláttinn í hverju hverfi.

 

Hér má kynna sér áherslur hverfisskipulags fyrir hverfið þitt.

Hverfisskipulag - mitt hverfi

Grænar áherslur

Í hverfisskipulagi er lögð áhersla á að vernda gróður og styrkja Klambratún sem eitt mikilvægasta almenningsrými borgarinnar. Leiksvæði og kyrrlát svæði eru skilgreind  til að hvetja til útivistar og bættrar lýðheilsu. Einnig er hugað að flokkun á sorpi og heimildum til borgarbúskapar.

 

Hér má kynna sér grænar áherslur í hverfisskipulagi Hlíða.

Hverfisskipulag - grænar áherslur

Vistvænni samgöngur

Mikil áhersla er lögð á að bæta aðstæður fyrir vistvænar samgöngur í hverfisskipulagi og draga úr ónæði af akandi umferð. Aukin notkun vistvænna ferðamáta helst í hendur við markmið um sjálfbær hverfi með aukinni verslun og þjónustu í blandaðri og þéttri byggð.

 

Hér má kynna sér áherslur hverfisskipulags í samgöngumálum í Hlíðum.

Hverfisskipulag - vistvænni samgöngur

Stærri uppbyggingarreitir í mínu hverfi

Hér má kynna sér hvar skilgreindir eru stærri uppbyggingarreitir fyrir íbúðir í aðalskipulagi Reykjavíkur. Þessir reitir eru ekki hluti af hverfisskipulagi heldur þarf að vinna sérstakt deiliskipulag fyrir þá ef því er ekki þegar lokið. Aðalskipulagið kveður á um að frekari þéttingarmöguleikar séu kannaðir í vinnu við hverfisskipulag.

Teikning af samsetningu íbúðar- og atvinnuhúsnæðis
""

Hvað er hverfisskipulag?

Hverfisskipulag er deiliskipulag fyrir gróin hverfi sem á meðal annars að gera þau vistvænni og sjálfbærari og þróa byggðina í takt við breyttar áherslur.

""

Samráð

Íbúar fá tækifæri til að hafa áhrif á skipulagsvinnuna.