Hverfisskipulag fyrir Hlíðar

Hverfisskipulag fyrir Hlíðar

Kæru íbúar í Háteigshverfi, Hlíðahverfi og Öskjuhlíðarhverfi!

Lokatillögur að hverfisskipulagi fyrir hverfin eru nú komnar í auglýsingu. Formlegur kynningartími tillagnanna er frá 16. nóvember 2023 til 1. febrúar 2024. Á þeim tíma er hægt að gera athugasemdir við tillögurnar í Skipulagsgáttinni á vef Skipulagsstofnunar.

Bent er á að allar athugasemdir eru opinber gögn sem lögum samkvæmt skal birta, ásamt svörum skipulagsfulltrúa, þegar tillögurnar eru sendar Skipulagsstofnun til gildistöku.

Neðst á síðunni má nálgast öll skipulagsgögnin; skipulagsskilmála, almenna greinargerð og skipulagsuppdrætti. Einnig fylgiskjöl skipulagsins; skipulagslýsingu og samráðsskýrslu.

Kveðja til íbúa

Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur.

Vinna ekki hafin
Hugmyndaleit og stefnumótun
Kynning á vinnutillögum
Kynning á lokatillögum
Hverfisskipulag tekið gildi

Mín eign

Hverfisskipulag heimilar víða viðbyggingar og breytingar á íbúðarhúsum. Einnig er á mörgum stöðum heimilt að búa til aukaíbúð innan núverandi íbúðar eða í bílskúr. Þannig verður auðveldara fyrir íbúa að gera breytingar á sínum eignum og dýrar og tímafrekar grenndarkynningar og deiliskipulagsbreytingar að mestu óþarfar.

 

Hér má kynna sér almennar áherslur hverfisskipulags sem liggja til grundvallar tillögunum. Einnig má lesa meira um hvernig þær eru útfærðar í tillögum að hverfisskipulagi Hlíða.

Mitt hverfi

Borgin er í stöðugri þróun. Markmið hverfisskipulags er að gróin hverfi fái að þroskast og þróast svo þau geti tekist á við breyttar áherslur en um leið viðhaldið sérkennum sínum og karakter. Þannig er hægt að horfa til framtíðar en standa vörð um hverfisandann - hjartsláttinn í hverju hverfi.

 

Hér má kynna sér almennar áherslur hverfisskipulags sem liggja til grundvallar tillögunum. Einnig má lesa meira um hvernig þær eru útfærðar í tillögum að hverfisskipulagi Hlíða.

Grænar áherslur

Í hverfisskipulagi er lögð áhersla á að vernda gróður og styrkja Klambratún sem eitt mikilvægasta almenningsrými borgarinnar. Leiksvæði og kyrrlát svæði eru skilgreind  til að hvetja til útivistar og bættrar lýðheilsu. Einnig er hugað að flokkun á sorpi og heimildum til borgarbúskapar.

 

Hér má kynna sér almennar áherslur hverfisskipulags sem liggja til grundvallar tillögunum. Einnig má lesa meira um hvernig þær eru útfærðar í tillögum að hverfisskipulagi Hlíða.

Vistvænni samgöngur

Mikil áhersla er lögð á að bæta aðstæður fyrir vistvænar samgöngur í hverfisskipulagi og draga úr ónæði af akandi umferð. Aukin notkun vistvænna ferðamáta helst í hendur við markmið um sjálfbær hverfi með aukinni verslun og þjónustu í blandaðri og þéttri byggð.

 

Hér má kynna sér almennar áherslur hverfisskipulags sem liggja til grundvallar tillögunum. Einnig má lesa meira um hvernig þær eru útfærðar í tillögum að hverfisskipulagi Hlíða.

Stærri uppbyggingarreitir í mínu hverfi

Hér má kynna sér hvar skilgreindir eru stærri uppbyggingarreitir fyrir íbúðir í aðalskipulagi Reykjavíkur. Þessir reitir eru ekki hluti af hverfisskipulagi heldur þarf að vinna sérstakt deiliskipulag fyrir þá ef því er ekki þegar lokið. Aðalskipulagið kveður á um að frekari þéttingarmöguleikar séu kannaðir í vinnu við hverfisskipulag.

""

Hvað er hverfisskipulag?

Hverfisskipulag er deiliskipulag fyrir gróin hverfi sem á meðal annars að gera þau vistvænni og sjálfbærari og þróa byggðina í takt við breyttar áherslur.

""

Samráð

Íbúar fá tækifæri til að hafa áhrif á skipulagsvinnuna.