Íbúafundur um hverfisskipulag Hlíða

Hlíðarnar

Nýtt hverfisskipulag Hlíða-, Háteigs- og Öskjuhlíðarhverfis er að fara í auglýsingu og kynningu eftir samþykkt í borgarráði. Íbúafundur verður með borgarstjóra 21. nóvember á Kjarvalsstöðum kl. 19:30-21:00. tillögurnar verða sömuleiðis til sýnis þar frá 21. - 23. nóvember. Kynningartíminn stendur í átta vikur eða til 1. febrúar 2024.

Dagskrá íbúafundar:​

  • ​Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri.​
  • Kolbrún Jarlsdóttir: Sýn íbúa.
  • Ævar Harðarson, arkitekt og deildarstjóri Hverfisskipulags: Samráð í Hlíðum ​
  • Sigríður Magnúsdóttir arkitekt og ráðgjafi hverfisskipulags: Helstu tillögur​
  • Fyrirspurnir íbúa sem sendar hafa verið fyrir fundinn eða eru bornar upp í sal 
  • Streymi á facebook síðu Reykjavíkurborgar og YouTube síðu.

Fundarstjóri: Margrét M. Norðdahl

Sýning og hverfisganga

  • Sýning á tillögum hefst í þjónustuverinu í Borgartúni 12-14, einnig verða standar með upplýsingum á Klambratúni og Laugavegi við Hlemm. Sýningin verður svo á Kjarvalsstöðum 21.-23. nóvember. 
  • Hverfisganga með íbúum verður sunnudaginn 26. nóvember kl. 13. Lagt verður af stað frá Kjarvalsstöðum og þátttakendum er boðið upp á kakó við upphaf göngu.

Nokkrir áhugaverðir punktar úr hverfisskipulaginu

  • Byggðin í Norðurmýri og sunnanverðu Rauðarárholti fær hverfisvernd.
  • Með hverfisskipulagi Hlíða fylgja samþykktar teikningar að nýjum svölum fyrir hús í Rauðarárholti og Norðurmýri sem ekki hafa svalir í dag.
  • Skilmálar hverfisskipulags segja til um hvar heimilt er að hækka þök og útbúa kvisti og hvar ekki.
  • Hverfisskipulag gefur heimildir fyrir ýmiskonar smáhýsum og skýlum á lóð sem auðveldar íbúum að aðlaga húsnæði sitt að nútímaþörfum.
  • Endurhönnun borgargatna í hverfunum getur breytt ásýnd hverfa, dregið úr umferðarhraða og aukið öryggi og lífsgæði íbúa. Aukið verður við trjágróður og lögð áhersla á hverfistorg og almenningsrými sem nýtast íbúum.
  • Víða eru ekki taldir miklir möguleikar til breytinga á fjölbýlishúsum. Þó eru gefnar heimildir fyrir auka hæð og lyftu við fjölbýlishús meðfram Bogahlíð til að bæta aðgengi að íbúðum á efri hæðum.
  • Í stað verkbækistöðvar sem er á milli Kjarvalsstaða og skeifunnar í norðausturhorninu, komi afgirtur garður  þar sem lausaganga hunda verði leyfð. Þar er einnig lagt til að komið verið fyrir almenningssalernum.

Upplýsingar