Vistvænni samgöngur í Hlíðum

Teikning af konu hjóla með barn

Á stefnukortum hverfisskipulags fyrir samgöngumál, sem finna má neðar á síðunni, má sjá helstu stefnumál hverfisskipulagsins í málaflokknum.

Lykilstöðvar almenningssamgangna

Hverfin eru vel tengd almenningssamgöngum, ekki síst Háteigshverfi, enda er Hlemmur innan hverfis. Með tilkomu borgarlínu munu gæði almenningssamgangna aukast enn frekar.  

Á stefnukortum hverfisskipulags eru merktar lykilstöðvar almenningssamgangna í hverju hverfi. Í skipulagsskilmálum er lögð áhersla á að stöðvar og umhverfi þeirra sé hannað þannig að aðgengi allra sé tryggt.

Hjólastígar

Á stefnukort er merkt lega meginstíga fyrir hjólreiðar. Tekið er mið af stefnumörkun sem sett er fram í hjólreiðaáætlun Reykjavíkur.

Meira um hjólaborgina Reykjavík

Borgargötur

Endurhönnun borgargatna mun skipta höfuðmáli við að lágmarka hávaða og annað ónæði frá akandi umferð. Þær munu einnig búa til meira aðlaðandi hverfi og styrkja sérkenni þeirra.