Skipulagsmál

Skipulag fjallar um fyrirkomulag byggðar og mótun umhverfis. Í skipulagi er ákveðið hvernig landi er ráðstafað, til dæmis fyrir íbúðarbyggð eða verslun. Þar eru líka teknar ákvarðanir um fyrirkomulag gatna og lóða og settar reglur um hönnun einstakra bygginga eins og um hæðafjölda og fjölda íbúða. Almenningur getur komið að vinnu við gerð skipulagsáætlana í gegnum íbúafundi eða annað samráð.

Skipulagsfulltrúi

Hlutverk skipulagsfulltrúa er að veita borgarbúum, borgarfulltrúum, ráðgjöfum, hönnuðum og verktökum upplýsingar og ráðgjöf um skipulagsmál. Skipulagsfulltrúi fer með málsmeðferð skipulagsmála og starfar í umboði sveitarstjórnar.

Aðalskipulag Reykjavíkur

Aðalskipulag Reykjavíkur 2040 er uppfærð og endurbætt útgáfa AR2030, sem samþykkt var árið 2014. Aðalskipulagið var samþykkt í borgarstjórn Reykjavíkur þann 19. október 2021, samanber einnig samþykkt hennar 21. desember 2021. Aðalskipulagið var undirritað þann 13. janúar 2022 og tók gildi með birtingu í Stjórnartíðindum þann 18. janúar 2022.

Hverfisskipulag

Hverfisskipulag er deiliskipulag fyrir gróin hverfi sem á að gera þau vistvænni og sjálfbærari og þróa byggðina í takt við breyttar áherslur í samfélaginu. Ef þú vilt breyta fasteign eða lóð mun hverfisskipulagið einfalda þér það. 

Deiliskipulag

Deiliskipulag er nánari útfærsla á aðalskipulagi fyrir afmarkað svæði eða reit. Í deiliskipulagi er kveðið á um byggðamynstur, húsagerðir, landmótun, starfsemi, lóðarmörk o.fl. Deiliskipulag á við í þéttbýli og dreifbýli, fyrir stór og smá hverfi, gatnamannvirki, hafnarmannvirki, útivistarsvæði, hljóðmanir, snjóflóðavarnargarða og fleira. Í deiliskipulagi eru skipulagsskilmálar fyrir útgáfu byggingar- og framkvæmdaleyfa.

Skipulag í kynningu

Upplýsingar um þau skipulagsmál sem eru í kynningu hjá Reykjavíkurborg hverju sinni. Hagsmunaaðilar eru hvattir til að kynna sér málin.

Skipulagsverkefni

Það eru nokkur stór skipulagsverkefni í gangi. Þau munu hafa mikil áhrif á þróun borgarinnar á næstu árum.

Höfuðborgarsvæðið

Er eitt búsetusvæði, einn atvinnu- og húsnæðismarkaður með sameiginleg grunnkerfi, útivistarsvæði, auðlindir og náttúru.