No translated content text
Hverfisskipulag fyrir Háaleiti og Bústaðahverfi
Hverfisskipulag fyrir Háaleiti og Bústaðahverfi
Kæru íbúar í Háaleitis- og Bústaðahverfi.
Vinna við gerð hverfisskipulags fyrir borgarhlutann er komin vel á veg og stefnt að því að lokatillögur verði kynntar hér í byrjun árs 2024. Þá geta íbúar og aðrir hagsmunaaðilar gert athugasemdir við tillögurnar. Öllum athugasemdum verður svarað og breytingar gerðar á tillögunum ef þurfa þykir áður en skipulagið tekur gildi.
Efst á baugi
Bústaðavegur
Hverfafundur Borgarstjóra í Háaleiti - Bústöðum
Mín eign
Með hverfisskipulagi munu margir húseigendur fá verðmætar heimildir til að byggja við hús sín eða gera breytingar. Sömuleiðis getur verið heimilt að útbúa aukaíbúð og stunda létta starfsemi í íbúðarhúsnæði. Þegar endanlegar tillögur að hverfisskipulagi verða lagðar fram kemur í ljós hvaða skilmálar og heimildir munu gilda á hverju svæði.
Stækkun og þróun leik- og grunnskóla
Í skilmálum hverfisskipulagsins eru veittar byggingarheimildir svo hægt sé að stækka og þróa leik- og grunnskóla í hverfinu.
Í samstarfi við skóla- og frístundasvið er gerð greining á húsnæðisþörf allra leik- og grunnskóla í hverfinu. Tekið er mið af mannfjöldaspám og uppbyggingaráætlunum í hverju hverfi og veittar rúmar byggingarheimildir á skólalóðum fyrir viðbyggingar og tímabundið húsnæði, allt eftir þörfum á hverjum stað.
Hitaveitustokkurinn
Í hugmyndum að vinnutillögum hverfisskipulags Háaleitis-Bústaða er lagt til að hefja gamla hitaveitustokkinn til vegs og virðingar á ný sem hryggjarstykki Bústaðahverfisins og kennileiti sem styrki bæði staðaranda og bæti hverfisvitund.
Horft er til þess í hverfisskipulaginu að tengja hitaveitustokkinn við misstór áningar- og dvalarsvæði, með áhugaverðri aðstöðu fyrir unga jafnt sem aldna.
Vistvænni samgöngur
Öruggar tengingar og styrking fjölbreyttra ferðamáta.
Uppbyggingarreitir í mínu hverfi
Hér má kynna sér hvar skilgreindir eru stærri uppbyggingarreitir fyrir íbúðir í aðalskipulagi Reykjavíkur. Skipulagið kveður á um að frekari þéttingarmöguleikar verði kannaðir í vinnu við hverfisskipulag.