Leiðbeiningar hverfisskipulagsins
Leiðbeiningar hverfisskipulagsins eru nýjung í skipulagsmálum hérlendis og eru fylgiskjöl með öllum hverfisskipulagsáætlunum borgarinnar. Þær eru grundvallaðar á stefnumörkun aðalskipulags Reykjavíkur og er ætlað að leiðbeina um útfærslur á ýmsum heimildum sem fram koma í skilmálum hverfisskipulags.
Leiðbeiningarnar eru skýringargögn með skýringarmyndum sem fylgja skal þegar skilmálar eru nýttir.
Leiðbeiningarnar eru ekki tengdar einstökum hverfum eða skilmálaeiningum heldur eru þær algildar fyrir öll hverfi borgarinnar.