Hverfisskipulag fyrir Kjalarnes
Hverfisskipulag fyrir Kjalarnes
Vinna við hverfisskipulag fyrir Grundarhverfi og nágrenni hefst vorið 2025 og áætlað er að skipulagið taki gildi á fyrri hluta ársins 2026.
Íbúar og hagsmunaaðilar eru hvattir til að taka þátt í samráði við gerð hverfisskipulagsins og koma sínum hugmyndum á framfæri.
Efst á baugi

Grein um íbúasamráð á Kjalarnesi

Netkönnun

Opnir fundir í Klébergsskóla 29. og 30. apríl 2025

Grein á visir.is um hverfisskipulag Grundarhverfis
Frá fortíð til framtíðar á Kjalarnesi
Byggð á Kjalarnesi nær allt aftur til landnámsaldar en þéttbýliskjarninn í Grundarhverfi fór að byggjast upp í kjölfar þess að skipulag fyrir hverfið var samþykkt árið 1973. Kjalarneshreppur sameinaðist Reykjavík 1998.

Mín eign
Í vinnu við hverfisskipulag verður metið hvort veita ætti nýjar heimildir til viðbygginga og breytinga á núverandi byggingum. Meðal annars verður skoðað hvort heimila ætti aukaíbúðir innan núverandi íbúðar eða í bílskúr. Þannig geta heimildir hverfisskipulags auðveldað íbúum að gera breytingar á sínum eignum og gert dýrar og tímafrekar grenndarkynningar og deiliskipulagsbreytingar að mestu óþarfar.

Grænar áherslur
Grundarhverfi á Kjalarnesi nýtur mikillar sérstöðu meðal hverfa í Reykjavík. Ekki síst vegna sterkrar tengingar við stór og opin græn svæði og ósnortna strandlengju. Í hverfisskipulagi verður lögð áhersla á að vernda gróður og styrkja opin svæði í hverfunum. Hverfisgarðar, leiksvæði og kyrrlát svæði eru skilgreind til að hvetja til útivistar og bættrar lýðheilsu. Einnig er hugað að flokkun á sorpi og reynt að draga úr hljóð- og loftmengun innan íbúðarbyggðar.

Mitt hverfi
Markmið hverfisskipulags er að gróin hverfi fái að þroskast og þróast svo þau geti tekist á við breyttar áherslur en um leið viðhaldið sérkennum sínum og karakter.
Þannig er hægt að horfa til framtíðar en standa vörð um hverfisandann - hjartsláttinn í hverju hverfi.

Vistvænni samgöngur
Mikil áhersla er lögð á að bæta aðstæður fyrir vistvænar samgöngur í hverfisskipulagi og draga úr ónæði af akandi umferð. Aukin notkun vistvænna ferðamáta helst í hendur við markmið um sjálfbær hverfi með verslun og þjónustu í blandaðri byggð.

Samráð við gerð hverfisskipulags
Áhersla er lögð á að vinna hverfisskipulag í samráði við íbúa og aðra hagsmunaaðila. Þekking þeirra á nærumhverfi sínu getur haft töluverð áhrif á tillögurnar sem settar eru fram í skipulaginu. Samráðsferlinu er í grunninn skipt upp í sex skref sem fylgja skipulagsvinnunni, allt frá hugmyndaleit í upphafi vinnunnar að samþykktu skipulagi.

Hvað er hverfisskipulag
Hverfisskipulag er deiliskipulag fyrir gróin hverfi sem á meðal annars að gera þau vistvænni og sjálfbærari og þróa byggðina í takt við breyttar áherslur.