Hjólaborgin Reykjavík

Hjólreiðar eru hagkvæmur, heilsusamlegur og skemmtilegur ferðamáti. Betri hjólaborg eykur lífsgæði allra borgarbúa. Loftgæði verða betri, íbúar verða heilsuhraustari og tafir í bílaumferð verða minni. Hjólreiðar eru hamingjuríkasti ferðamátinn.

Hjólreiðaáætlun

Markmið Hjólreiðaáætlunar Reykjavíkur 2021–2025 er að auka hlutdeild hjólreiða í ferðum í borginni.

 

Íbúum á höfuðborgarsvæðinu fjölgar ört. Samhliða fjölgar ferðum í borginni mikið þar sem hver íbúi fer að meðaltali um fjórar ferðir á dag.

 

Hjól­reiða­áætlun Reykja­víkur­borgar er leiðar­vísir í eflingu hjól­reiða og uppbyggingu hjól­reiða­innviða. 

 

Aukin hlut­deild hjól­reiða er hag­kvæm, hefur góð áhrif á umhverfi, lýð­heilsu og lífs­gæði og skapar betri borg.

Hjolreidaaetlun Reykjavikur