4. Íþróttir fyrir öll

Borg fyrir fólk

Markmið Græna plansins í samfélagsmálum.

Markmið Reykjavíkurborgar á sviði íþróttamála er að flestir Reykvíkingar stundi reglulega íþróttir, líkamsrækt eða aðra hreyfingu.

  • Íþróttir, líkamsrækt og hreyfing er fyrir alla á öllum æviskeiðum óháð afreksmiðaðri nálgun
  • Öll börn og unglingar fá tækifæri til að þroskast og eflast í fjölbreyttu og aðgengilegu íþróttastarfi án tillits til uppruna, kyns, kynvitundar, trúarbragða, stéttar, fötlunar, holdafars, atgervis eða annarrar stöðu
  • Hagkvæm og hentug aðstaða til íþróttaiðkunar og hreyfingar er til staðar byggt á algildri hönnun þar sem gert er ráð fyrir öllum kynjum
  • Í Reykjavík er skipulögð umgjörð, gott samstarf og stuðningur við öflugt og faglegt starf íþróttafélaga
  • Keppnis- og afreksfólk borgarinnar er framúrskarandi og veitir framtíðarkynslóðum hvatningu til íþróttaiðkunar