Aðgerðaáætlun í fjármálum Reykjavíkur
Lýsing á aðgerð og markmið
Aðgerð Græna plansins
Aðgerðaáætlun í fjármálum Reykjavíkur með áherslu á framsókn og verndun velferðar, lífsgæða og starfa.
Framkvæmdatími
Viðvarandi verkefni
Stöðulýsing 1. júlí 2025
Í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2025‐2029, sem samþykkt var þann 3. desember 2024, eru áfram gerðar ríkar kröfur um aðhald í rekstri. Tekið var upp nýtt verklag þar sem skerpt var á ábyrgð stjórnenda og fagráða að forgangsraða þjónustu og verkefnum innan þess fjárhagslega svigrúms sem til staðar er á komandi rekstrarári. Fjárhagsáætlunin byggir á grunni fjármálastefnu Reykjavíkurborgar 2023‐2027 með skýrum áherslum og markmiðum sem fylgt hefur verið fast eftir. Mælikvarðar fjármálastefnunnar fyrir A‐hluta sýna hægfara bata og gert er ráð fyrir að búið verði að ná markmiðum í fjárhagsáætlun ársins.
Eldri stöðulýsingar
| Tímasetning | Lýsing framvindu |
| Júlí 2024 | Í uppgjörum borgarinnar er fylgst með fjárhagslegum mælikvörðum sem settir eru fram í fjármálastefnunni. Stefnt er að því að flest markmið verði uppfyllt frá og með árinu 2025. Mælikvarðar A-hluta fyrir fyrstu 6 mánuði ársins voru flestir yfir markmiðum ársins og sýna hægfara bata. |
| Janúar 2023 | Samhliða framlagningu frumvarps að fjárhagsáætlun 2023-2027 var lögð fram endurskoðuð fjármálastefna og aðgerðaráætlun. |
| Júlí 2022 | Samhliða framlagningu frumvarps að fjárhagsáætlun 2023-2027 var lögð fram endurskoðuð fjármálastefna og aðgerðaráætlun. |
Tenging aðgerðar við stefnur Reykjavíkurborgar:
Tengdar aðgerðir
Taflan hér fyrir neðan inniheldur þær aðgerðir sem tengjast þessari aðgerð og hægt er að nálgast frekari upplýsingar með því að smella á "heiti aðgerðar" í töflunni (ef þú ert í síma er betra að snúa símanum á hlið).
Aðgerðir
Markmið í efnahagsmálum
- 1. Ábyrg fjármálastjórnun | Græna planið Fjármálastefna borgarinnar byggir á sjálfbærni, stöðuleika, festu, fyrirsjáanleika og gagnsæi.
- 2. Þétt og blönduð byggð | Græna planið Þéttari, blandaðri byggð með sjálfbærni hverfa að leiðarljósi.
- 3. Ný atvinnutækifæri framtíðar | Græna planið Þróun atvinnutækifæra verður á forsendum þekkingar, nýsköpunar ig sjálfbærni til framtíðar.
- 4. Gott umhverfi fyrir atvinnulíf og nýsköpun | Græna planið Góð landnýting, fjölbreytt atvinnulíf og athafnasvæði fyrir allar tegundir fyrirtækja af öllum stærðum.