Umhverfis- og skipulagsráð - Fundur nr. 289

Umhverfis- og skipulagsráð

Ár 2023, miðvikudaginn 22. nóvember, kl. 9:13 var haldinn 289. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð, Hofi. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir, Aðalsteinn Haukur Sverrisson, Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir, Friðjón R. Friðjónsson, Hjálmar Sveinsson, Kjartan Magnússon og áheyrnarfulltrúarnir Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir og Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Hildur Björnsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Axelsson, Brynjar Þór Jónsson, Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir, Guðmundur Benedikt Friðriksson, Gunnar Hersveinn Sigursteinsson, Hólmfríður Frostadóttir og Sigurjóna Guðnadóttir.    
Fundarritari var Harri Ormarsson.

Þetta gerðist:

  1. Kynntar eru fyrirhugaðar framkvæmdir á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:    

    Ánægjulegt er að fyrirhugað sé að hefjast handa við síðari áfanga breikkunar Vesturlandsvegar um Kjalarnes, frá Vallá að Hvalfirði, á komandi ári, 2024. Um afar mikilvæga umferðaröryggisframkvæmd er að ræða. Mörg alvarleg slys hafa orðið á umræddum vegkafla en breikkun hans og aðskilnaður akstursstefna mun stórauka umferðaröryggi og fækka slysum. Framkvæmdum við fyrri áfanga verksins, Frá Kollafirði að Vallá, lauk fyrr á þessu ári. Upphaflega stóð þó til að framkvæmdum við allt verkið, frá Kollafirði að Hvalfirði myndi ljúka á árinu 2023. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hvetja til þess að þessu brýna umferðaröryggisverkefni verði hraðað þannig að unnt verði að ljúka því á árinu 2025 en ekki 2027 eins og nú er fyrirhugað.

    Ingibjörg Guðmundsdóttir frá Vegagerðinni, Grétar Páll Jónsson og Brynjólfur Ásgeir Brynjólfsson frá Verkís taka sæti á fundinum undir þessum lið. Bjarni Rúnar Ingvarsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. USK23110201
     

  2. Lögð fram skýrsla um rammahluta aðalskipulags Reykjavíkur 2040; Fyrsta lota borgarlínu: Ártún - Fossvogsbrú, drög að tillögu, dags. nóvember 2023.
    Frestað.

    Haraldur Sigurðsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. Bjarni Rúnar Ingvarsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. USK23110203

     

  3. Lögð fram fundargerð embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa, dags. 16. nóvember 2023. USK23010150

    Fylgigögn

  4. Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagasviðs um breytingu á deiliskipulagi Slippa- og Ellingsenreits og Vesturbugtar, Gömlu hafnarinnar vegna reita 03 og 04. Lóðir eru aðgreindar á reitunum. Hámarks byggingamagn ofanjarðar fer úr 18.400 m2 í 18.300 m2. Leyfilegur fjöldi íbúða fer úr 170 íbúðir í 170 + 7 íbúðir fyrir búsetuúrræði og skulu 25% íbúða vera leiguíbúðir. Hæð húsa F4 hækkar úr 4 hæðum í 5 (leikskóli á þakhæð fellur niður). Raðhús R2 á reit 03 eru felld út og inngarður stækkar sem því nemur. Raðhús R2 á reit 04 breytast í fjölbýlishús. Sérafnotarými íbúða á jarðhæð verða eins og almennir skilmálar fyrir svalir, þ.e. 1,5m út fyrir byggingarreit og engin takmörk eru fyrir dýpt sérafnotarýmis. Bílkjallarar aðgreindir frá hvor öðrum, minnkaðir og bílastæðum fækkað í samræmi við endurskoðað samgöngumat og skulu rúma bíla- og hjólastæði. Bílastæði á yfirborði eru á borgarlandi. Bílkjallarar ná ekki út fyrir byggingarreiti. Jarðlag á almenningsrýmum ofan á bílakjallara skal vera minnst 0,6m. Öll almenn bílastæði á yfirborði og í kjallara skulu verða samnýtt og almenn bílastæði í bílakjöllurum skulu vera aðgengileg fyrir almenning með sérinngangi. Atvinnuhúsnæði á jarðhæð að Mýrargötu, gerð F5 og F6 breytast í íbúðir gerð F5a og F6a. Atvinnuhúsnæði á jarðhæð suðurhliðar reits 4 breytist í íbúðarhúsnæði, þar af allt að 500 m2 ætlað fyrir fyrrgreindrar heimildar um búsetuúrræði. Viðbótarreitur fyrir djúpsorpgáma fyrir reit 07 er komið fyrir sunnan við reit 04. Sérlóð er fyrir alla djúpgáma, samkvæmt uppdráttum Alark arkitekta, dags. 16. nóvember 2023. Einnig er lagt fram samgöngumat VSÓ ráðgjafar, dags. í september 2023.
    Lagt er til að tillagan verði samþykkt í auglýsingu.
    Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Vísað til borgarráðs.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins samþykkja, með hefðbundnum fyrirvara um endanlega afstöðu, að fyrirliggjandi tillaga um breytingu á deiliskipulagi Slipp- og Ellingsenreits verði auglýst. Þeir telja þó æskilegt að við endanlega útfærslu verði leikvelli og/eða sparkvelli komið fyrir á svæðinu í því skyni að þjóna þörfum barna og ungmenna í hverfinu.

    Ingvar Jón Bates Gíslason verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK23100159
     

    Fylgigögn

  5. Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Helgu Bragadóttur f.h. NLSH ohf., dags. 12. júní 2023, um breytingu á deiliskipulagi Nýs landspítala við Hringbraut. Í breytingunni sem lögð er til felst tilfærsla á stiga- og lyftuhúsi á sunnanverðu Sóleyjartorgi, samkvæmt uppdr. Spital, dags. 9. júní 2023. Tillagan var auglýst frá 28. september 2023 til og með 9. nóvember 2023. Eftirtaldir sendu athugasemdir/ábendingar: Íbúaráð Miðborgar og Hlíða, dags. 9. nóvember 2023. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 16. nóvember 2023.
    Frestað. USK23060174

  6. Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Reykjavíkurborgar og Kópavogs um breytingu á deiliskipulagi fyrir Fossvogsbrú Reykjavíkurmegin. Í gildandi deiliskipulagi er leiðbeinandi lega göngu- og hjólastíga, áningarstaða og biðstöðva fyrir almenningsvagna sýnd á uppdrætti. Í tillögu að breytingu eru stígar, áningarstaðir og biðstöðvar uppfærðar í samræmi við þá hönnun sem liggur fyrir. Deiliskipulagsmörk breytast til að rúma að fullu landfyllingar við brúarendana og frágang á grjótgarði innan deiliskipulagsins, samkvæmt uppdr. Alta, dags. 11. maí 2023, uppf. 31. október 2023. Tillagan var auglýst frá 1. ágúst til og með 19. september 2023. Eftirtaldir sendu umsagnir: Veitur, dags. 14. ágúst 2023, Vegagerðin, 31. ágúst 2023, Umhverfisstofnun, dags. 5. september 2023, svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins, 5. september 2023, Isavia, dags. 6. september 2023, Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, 15. september 2023, Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness, dags. 18. september 2023, Náttúrustofnun Íslands, dags. 18. september 2023, Borgarlínuteymi, dags. 18. september 2023, Landsamtök hjólreiðamanna, dags. 19. september 2023, Samgöngustofu, dags. 19. september 2023 og Minjastofnun Íslands, dags. 20. september 2023. Einnig er lögð umsögn skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar og Kópavogsbæjar, dags. 14. nóvember 2023.
    Lagt er til að tillagan verði samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa.

    -    Kl. 10:51 víkur Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir af fundi.
    -    Kl. 10:51 tekur Dóra Björt Guðjónsdóttir sæti á fundinum og tekur við formennsku.
    vestan
    Samþykkt sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með þeim breytingum sem koma fram í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. nóvember 2023. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
    Vísað til borgarráðs

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Kostnaður við fyrirhugaða brú yfir Fossvog hefur á síðustu árum margfaldast frá upphaflegum áætlunum og mun verða skattgreiðendum dýr. Brúin mun hafa neikvæð áhrif á siglingastarfsemi í Fossvogi, sem er mikil og hefur farið vaxandi. Brýnt er að finna lausn í samstarfi við þá siglingaklúbba sem hafa haft starfsemi á svæðinu. Í ljósi yfirstandandi endurskoðunar samgöngusáttmálans er ekki tímabært að halda málinu áfram.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:    

    Fram kemur í gögnum að á brúnni verða tvær akreinar fyrir almenningssamgöngur, ein í hvora átt, með tvöfaldan hjólastíg vestan megin og göngustíg austan megin. Þetta eru mistök. Eðlilegast er að göngustígurinn sé vestast, síðan strætó og hjólastígur austast. Rökin eru útsýni og upplifun sérstaklega í tengslum við kvöldsólarlag. Svo er að sjá sem Landssamband hjólreiðamanna telji líka að hentugur að hjólastígurinn sé austan megin. Fulltrúi Flokks fólksins lagði fram í síðustu viku ábendingu sem barst honum sem þar sem færð eru rök fyrir því að betur færi á að göngustígur sé á vesturhluta brúarinnar og hjólastígurinn austan megin á brúnni? Eins og hönnun Fossvogsbrúar hefur verið kynnt myndi sólin fara að skína á vesturhlið brúarinnar milli kl. 13.00 og 14.00. Þá myndast skuggar frá handriðum inn á brúnna. Göngusvæði austan megin ,,króast” af og skerðist þá útsýnisupplifun þeirra sem yfir brúna ganga. Í stuttu máli, þá er upplifunin sterkari ef gönguleiðin er vestan megin brúarinnar og hjólaleiðin austan megin. Davíð Þorláksson framkvæmdastjóri Betri samgangna segir ekki koma til greina að breyta hönnuninni og að hönnunin sé algerlega úthugsuð. Það getur varla staðist og miður að fara á í svo fjárfrekt verkefni með eins áberandi galla og hér um ræðir.

    Þórður Már Sigfússon verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK23050037
     

    Fylgigögn

  7. Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Safamýrar – Álftamýrar. Í breytingunni sem lögð er til felst að skilgreind er ný lóð með staðfanginu Safamýri 58-60 fyrir fjölbýlishús með allt að 40 íbúðum, samkvæmt uppdráttum Grímu arkitekta og A2F arkitekta, dags. 13. nóvember 2023. Einnig er lagt fram minnisblað Önnu Málfríðar Jónsdóttur brunaverkfræðings M.Sc, dags. 31. ágúst 2023, um aðkomu slökkviliðs, tvö minnisblöð Myrru hljóðstofu, dags. 27. september 2023, um hljóðvist og athugun brokkr studio, ódags. á ytri áhrifum.
    Frestað. USK23100313

  8. Lögð fram umsókn Landslags ehf., um breytingu á deiliskipulagi Miklubrautar vegna lóðarinnar nr. 100 við Miklubraut. Í breytingunni sem lögð er til felst að bætt við nýjum byggingarreit fyrir spennistöð og tæknirými á lóð ásamt viðbótarrými fyrir hleðslubúnað, samkvæmt uppdr. Landslags dags. 25. september 2023.
    Lagt er til að tillagan verði samþykkt án grenndarkynningar og auglýsingar þar sem hún varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda og/eða sveitarfélagsins.
    Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. viðauka 1.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar, um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs án staðfestingar borgarráðs.
    Sigríður Lára Gunnarsdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK23100025

    Fylgigögn

  9. Lögð fram umsókn Landslags ehf., dags. 4. september 2023, um breytingu á deiliskipulagi Elliðaárdals vegna lóðarinnar nr. 37A við Rafstöðvarveg. Í breytingunni sem lögð er til felst að stækka lóð og byggingarreit sem borholuhús fyrir borholu RV-41 er á, samkvæmt uppdr. Landslags, dags. 28. ágúst 2023.
    Lagt er til að tillagan verði samþykkt án grenndarkynningar og auglýsingar þar sem hún varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda og/eða sveitarfélagsins.
    Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. viðauka 1.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar, um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs án staðfestingar borgarráðs.
    Hrönn Valdimarsdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK23090028

    Fylgigögn

  10. Útnefning til fegrunarviðurkenninga fyrir árið 2023 vegna lóða fjölbýlishúsa og stofnana og vegna endurbóta á eldri húsum færð úr trúnaðarbók umhverfis- og skipulagsráðs 13. september sl. þar sem fegrunarviðurkenningar hafa verið veittar. USK23010196

    Fylgigögn

  11. Lögð fram fundargerð afgreiðslufunda byggingarfulltrúa, dags. 14. nóvember 2023. USK22120096

    Fylgigögn

  12. Lagt fram afgreiðslubréf, dags. 9. nóvember 2023, vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á hverfisskipulagi Hlíða, hverfi 3.1, Háteigshverfi. SN150530

    Fylgigögn

  13. Lagt fram afgreiðslubréf, dags. 9. nóvember 2023, vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á hverfisskipulagi Hlíða, hverfi 3.2, Hlíðahverfi. SN150531

    Fylgigögn

  14. Lagt fram afgreiðslubréf, dags. 9. nóvember 2023, vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á hverfisskipulagi Hlíða, hverfi 3.3, Öskjuhlíðarhverfi. SN150532

    Fylgigögn

  15. Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 25. ágúst 2023 ásamt kæru nr. 102/2023, dags. 16. ágúst 2023, þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúa 15. ágúst 2023 um að synja umsókn um byggingarleyfi fyrir tveimur bílastæðum og rafhleðslustöð á lóð nr. 2 við Drápuhlíð. Einnig er lögð fram greinargerð Reykjavíkurborgar dags. 7. september 2023 sem og úrskurði umhverfis- og auðlindamála dags. 16. nóvember 2023. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kærenda um að felld verði úr gildi ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 15. ágúst 2023 að synja umsókn um byggingarleyfi fyrir tveimur bílastæðum og rafhleðslu-stöð á lóð nr. 2 við Drápuhlíð. USK23030174

    Fylgigögn

  16. Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 18. október 2023 ásamt kæru nr. 122/2023, dags. 17. október 2023, þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúa í Reykjavík um drátt á afgreiðslu máls kæranda fyrir nefndinni til fullnustu úrskurðar ÚUA frá 22. mars 2023 og varðar Gefjunarbrunn 12. Einnig er lögð fram greinargerð Reykjavíkurborgar dags. 14. nóvember 2023. USK23100348

    Fylgigögn

  17. Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 20. október 2023 ásamt kæru nr. 123/2023, dags. 20. október 2023, þar sem kærð er ákvörðun Reykjavíkurborgar dags. 20. september 2023, um að staðfesta umsögn skipulagsfulltrúa frá 3. ágúst 2023 sem fól í sér að kæranda var synja um rekstrarleyfi fyrir gististað í flokki ll í íbúð nr. 206 í fjöleignarhúsinu að Mýrargötu 26 í Reykjavík. Einnig er lögð fram greinargerð Reykjavíkurborgar dags. 8. nóvember 2023 sem og bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 9. nóvember 2023 þar sem fram kemur að framsending kærumáls vegna staðfest. USK23100271

    Fylgigögn

  18. Lögð fram að nýju fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um götu í Gufunesi, sbr. 46. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 29. júní 2022. Einnig er lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds dags. 25. október 2023. USK22080045

    Fylgigögn

  19. Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um úrbætur á nýjum göngu- og hjólastíg við Álfabakka, sbr. 26. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 1. nóvember 2023.
    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgangna og borgarhönnunar. USK23110014

  20. Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um mathöll í Mjódd og skiptiaðstöðu Strætó, sbr. 25. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 1. nóvember 2023.
    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa. USK23110012

  21. Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um fráreinar Reykjanesbrautar - Álfabakka, sbr. 27. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 25. október 2023.
    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds. USK23100296

  22. Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um viðhaldsátak við gangbrautir og hraðahindranir, sbr. 21. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 18. október 2023.
    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds. USK23100225

  23. Lögð fram að nýju tillaga áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um greiðsluvélar í strætó sem taka við reiðufé og gefa afgang, sbr. 26. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 20. september 2023.
    Vísað til umsagnar Strætó bs. USK23090221

    Fylgigögn

  24. Lögð fram að nýju tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um lokun bensínstöðva, sbr. 27. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 1. nóvember 2023.
    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa. USK23110006

  25. Lögð fram að nýju fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, sbr. 28. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 25. október 2023.
    Svarað munnlega á fundi. USK23100298

  26. Lögð er fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um fjölda strætóbiðststöðva, sbr. 32. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 25. október 2023.
    Vísað til umsagnar Strætó bs. USK23100295

  27. Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um grenndargáma, sbr. 29. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 1. nóvember 2023.
    Vísað til umsagnar Sorpu bs. USK23110004

  28. Lögð er fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um lóðir í Grafarvogi, sbr. 35. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 25. október 2023.
    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, byggingafulltrúa. USK23100288

  29. Lögð er fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um kvaðir á lóðir, sbr. 36. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 25. október 2023.
    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, byggingafulltrúa. USK23100289

  30. Lögð er fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um endurskoðun samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins, sbr. 38. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 25. október 2023.
    Vísað til umsagnar verkefnastofu borgarlínunnar. USK23100290

  31. Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um gatnamót, sbr. 31. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 1. nóvember 2023.
    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgangna og borgarhönnunar. USK23110008

  32. Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um endurbætur strætóstöðva, sbr. 32. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 1. nóvember 2023.
    Vísað til umsagnar Strætó bs. USK23110009

  33. Lögð fram svohljóðandi tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:

    Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að settur verði á laggirnar hópur til að skoða hvaða leiðir er hægt að fara til að gera bílastæðahús sem Reykjavíkurborg rekur meira aðlaðandi, öruggari og aðgengilegri. Húsin eru í dag rekin með tugi milljóna króna tapi og standa mörg þeirra allt að því auð löngum stundum. Það eru hópar fólks sem ekki treysta sér að nota bílastæðahúsin, finnst þau þröng, óaðlaðandi og finnst greiðslukerfið erfitt. Enga aðstoð er hægt að fá í bílastæðahúsum ef upp koma vandamál. Fulltrúi Flokks fólksins finnst það verkefni borgarmeirihlutans að gera eitthvað í þessu. Finna þarf leiðir til að laða fleiri að bílastæðahúsum. Markmiðið er að fækka bílum á götunum. Markmiðið er einnig að laða fleiri hópa í bæinn, þá sem búa í efri byggðum og landsbyggðarfólk. Miðbærinn er okkar allra en ekki aðeins fyrir ferðamenn eða þá sem þar búa. Þeir eru til sem finnast göngugötur hafa fælingarmátt vegna þess að aðgengi að þeim er erfitt. Það gæti öllum þótt gaman að komast á göngugötu, setjast niður og fá sér kaffi eða mat á góðum degi.

    Frestað. USK23110254

  34. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands:
    Með vísan til USK 23010141 "Sótt er um leyfi til að rífa bílskúr og byggja tveggja hæða hús í gömlum stíl ofan á kjallara sem fyrir er, ásamt tengibyggingu yfir í mhl. 01 með sameiginlegu anddyri fyrir bæði húsin, sameina matshlutana og innrétta fjögur, tveggja manna herbergi fyrir 10 gesti, í gististað í flokki II, teg. C í nýja húsinu en eldra hús verður áfram einbýlishús á lóð nr. 13 við Smiðjustíg" Liggur fyrir heimild fyrir svona starfsemi á þessum stað? Er það í samræmi við annað skipulag þarna að heimila gistihús á reitnum, þannig að gistiheimili komi í staðinn fyrir hefðbundin heimili fólks? USK23110258
     

Fundi slitið kl. 11:23

Dóra Björt Guðjónsdóttir Aðalsteinn Haukur Sverrisson

Friðjón R. Friðjónsson Hjálmar Sveinsson

Hildur Björnsdóttir Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir

Kjartan Magnússon

PDF útgáfa fundargerðar
Umhverfis- og skipulagsráð 22.11.2023 - Prentvæn útgáfa