Skóla- og frístundaráð - og frístundaráð

Skóla- og frístundaráð

113. fundur

Fræðsluráð

Ár 2000, mánudaginn 22. maí, kl. 12.00, hélt fræðsluráð Reykjavíkur fund á Fræðslumiðstöð Reykjavíkur og var þetta 113. fundur ráðsins. Fundinn sátu: Sigrún Magnúsdóttir, formaður, Hrannar Björn Arnarsson, Guðlaugur Þór Þórðarson og Eyþór Arnalds. Auk þeirra sátu fundinn Erna Sveinbjörnsdóttir, fulltrúi skólastjóra og Óskar Ísfeld Sigurðsson, fulltrúi foreldra. Einnig sátu fundinn Gerður G. Óskarsdóttir, fræðslustjóri, Arthur Morthens, forstöðumaður þjónustusviðs, Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, forstöðumaður þróunarsviðs, Runólfur Birgir Leifsson, forstöðumaður fjármálasviðs, Júlíus Sigurbjörnsson, deildarstjóri rekstrardeildar og Guðmundur Þór Ásmundsson, verkefnisstjóri á Fræðslumiðstöð, sem ritaði fundargerð.

1. Lagt fram bréf fræðslustjóra, dags. 19. maí sl., um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa fræðsluráði, fjórtán mál. (fskj 113, 1.1)

2. Kynnt starf byggingarhóps Selásskóla vegna viðbyggingar við skólann. Mætt voru á fundinn undir þessum lið Rúnar Gunnarsson frá byggingadeild borgarverfræðings, Bjarni Snæbjörnsson arkitekt, Hafsteinn Karlsson skólastjóri, Ólafur Guðgeirsson frá foreldraráði og Áslaug Harðardóttir úr kennararáði Selásskóla. Fræðsluráð er sammála niðurstöðum byggingarhópsins og hvetur til að hafin verði vinna við viðbyggingu Selásskóla út frá fram kominni tillögu.

Helgi Hjörvar kom á fund kl 12:35 Byggingarhópurinn hvarf af fundi kl 12:55

3. Forstöðumaður þróunarsviðs lagði fram og kynnti áætlanir um nemendafjölda skólaárið 2000 - 2001 (fskj. 113, 3.1) Forstöðumaður fjármálasviðs kynnti úthlutun viðbótarskiptistunda og áhrif þeirra á bekkjarstærðir.

4. Lagt fram og kynnt minnisblað frá forstöðumanni þróunarsviðs og deildarstjóra rekstrardeildar ásamt tillögu um flutning á færanlegum kennslustofum fyrir skólaárið 2000-2001 (fskj 113, 4.1)

5. Lögð fram og kynnt samantekt um skóladagatöl grunnskóla Reykjavíkur fyrir næsta skólaár (fskj 113, 9.1). Afgreiðslu frestað.

6. Lagðar fram og kynntar upplýsingar varðandi skólanámskrár næsta skólaár. Takmarkaðar upplýsingar hafa borist og ítrekar fræðsluráð fyrri samþykktir sínar um innsendingu skólanámskráa.

7. Kynnt bréf frá menntamálaráðuneyti til SAMFOKs um kennsludaga. (fskj. 113, 7.1). Formaður lagði fram eftirfarandi tillögu að bókun: Fræðsluráð vísar til tillögu um 170 kennsludaga í skólum sem lögð var fram á fundi ráðsins 6. mars s.l. Fræðsluráð ítrekar að nemendum í Reykjavík beri að fá 170 skóladaga þar sem fram fer skipulagt starf nemenda undir leiðsögn kennara. Það þýðir hjá yngstu nemendunum að heildarkennslustundafjöldi ársins er 1.020. Á unglingastigi verða 1.224 kennslustundir á næsta skólaári. Í bréfi menntamálaráðuneytisins til SAMFOKs frá 14. apríl 2000 er vísað til úrskurðar þess varðandi foreldra-, prófa- og námsmatsdaga, að þeir teljist kennsludagar skv. 27. gr laga nr. 66/1995. Það sama gildir um setningu og slit skóla svo og jólatrésskemmtanir. Fræðsluráð telur því e.t.v. skýrara að miða við heildarkennslustundafjölda ársins fremur en daga. Grunnskólar Reykjavíkur þurfa að gera fræðsluráði skýr skil á að allir nemendur okkar njóti fullra réttinda er varðar kennsludaga skólaárið 2000-2001. Samþykkt samhljóða.

Eyþór Arnalds, Runólfur Birgir Leifsson og Júlíus Sigurbjörnsson hurfu af fundi kl 13:55.

8. Lagt fram og kynnt minnisblað frá forstöðumanni þróunarsviðs og deildarstjóra kennsludeildar um skólavist nemenda utan lögheimilissveitar-félags, ásamt tillögu um feril um meðferð mála vegna skólavistar nemenda með lögheimili utan Reykjavíkur. Tillagan samþykkt samhljóða.

Fundi slitið kl. 14.15

Sigrún Magnúsdóttir
Hrannar Björn Arnarsson Helgi Hjörvar
Guðlaugur Þór Þórðarson Eyþór Arnalds