Skóla- og frístundaráð - og frístundaráð

123. fundur

Fræðsluráð

Ár 2000, mánudaginn 18. september, kl. 12.00, hélt fræðsluráð Reykjavíkur fund á Fræðslumiðstöð Reykjavíkur og var þetta 123. fundur ráðsins. Fundinn sátu: Sigrún Magnúsdóttir, formaður fræðsluráðs, Hrannar Björn Arnarsson, varaformaður fræðsluráðs, Sigrún Elsa Smáradóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson og Eyþór Arnalds. Auk þeirra sátu fundinn Erna Sveinbjarnardóttir fulltrúi skólastjóra, Finnbogi Sigurðsson frá Kennarafélagi Reykjavíkur og Óskar Ísfeld Sigurðsson, fulltrúi SAMFOKs. Einnig sátu fundinn Gerður G. Óskarsdóttir, fræðslustjóri, Arthur Morthens, forstöðumaður þjónustusviðs, Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, forstöðumaður þróunarsviðs, Runólfur Birgir Leifsson, forstöðumaður fjármálasviðs, Gunnar Páll Þórisson frá Skipulagi og stjórnun, ehf og Guðmundur Þór Ásmundsson verkefnisstjóri sem ritaði fundargerð.

1. Lagt fram bréf fræðslustjóra, dags. 14. sept. sl., um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa fræðsluráði, 4 mál (fskj 123, 1.1).

2. Formaður lagði fram til kynningar lokadrög ráðgjafa Skipulags og stjórnunar ehf að skýrslu um hlutverk og þjónustustig Fræðslumiðstöðvar (fskj 123, 2.1). Gunnar Páll Þórisson kynnti innihald draganna, tillögur og sóknaráætlun og svaraði fyrirspurnum sem fram komu í umræðum.

Gunnar Páll hvarf af fundi kl 13:20.

3. Lögð voru fram drög að markmiðskafla starfsáætlunar fræðslumála vegna ársins 2001 (fskj 123, 3.1). Fræðslustjóri kynnti helstu markmið og skref ársins 2001. Forstöðumaður fjármálasviðs kynnti stöðu gerðar fjárhagsáætlunar 2001 (fskj 123, 3.2).

4. Formaður lagði fram sýnishorn af þjónustusamningum við grunnskóla og einn framhaldsskóla (fskj 122, 4.1).
5. Formaður lagði fram eftirfarandi frávísun á tillögu Sjálfstæðismanna frá 122. fundi fræðsluráðs:
„Á fundi fræðsluráðs þann 19. júní 2000 samþykkti fræðsluráð í meginatriðum stefnu í tölvumálum grunnskóla Reykjavíkur sem byggir á skýrslu starfshóps sem starfað hefur frá 1997. Vísaði fræðsluráð fjárhagshlið stefnunnar til fjárhags- og starfsáætlunar fyrir árið 2001.
Stefnan fjallar um fimm meginþætti:
1) Nauðsynlegar breytingar á víðneti skólanna
2) Áframhaldandi tækjavæðingu skólanna
3) Starf tölvuumsjónarmanna
4) Fagstjórn í tölvu- og upplýsingatækni
5) Símenntun kennara vegna aukinnar áherslu á upplýsingatækni í kennslu grunnskólabarna samkvæmt aðalnámskrá
Í þessari vinnu naut starfshópurinn ráðgjafar ýmissa utanaðkomandi ráðgjafa.
Frá hausti 1998 hafa Grandaskóli og Selásskóla fengið styrki úr þróunarsjóði grunnskóla Reykja-víkur til að starfa sem móðurskólar í kennslu í tölvu- og upplýsingatækni (skólasafnskennslu). Megin-hlutverk þessara skóla er að þróa kennsluaðferðir á sínu sviði og að veita öðrum skólum ráðgjöf. Í janúar 1999 varð síðan Árbæjarskóli þróunarskóli í upplýsingatækni með styrk frá mennta-málaráðuneyti og úr þróunarsjóði grunnskóla Reykjavíkur.
Tillaga Sjálfstæðismanna er því óþörf og vísað frá.“
6. Formaður lagði fram eftirfarandi tillögu:
„Fræðsluráð samþykkir að tveir fulltrúar úr fræðsluráði sitji í starfshópi sem stofnaður var nú í haust til að vinna áfram að þróun og innleiðingu markvissrar kennslu í upplýsinga- og tæknimennt í grunnskólum Reykjavíkur. Í starfshópnum eiga sæti fulltrúar frá móður- og þróunarskólum í tölvu- og upplýsingatækni auk fulltrúa frá kennsludeild og þróunarsviði Fræðslumiðstöðvar. “
Afgreiðslu frestað.
7. Formaður lagði fram eftirfarandi bókun vegna mannaráðninga:
„Staðan í mannaráðningum verður kynnt fræðsluráði 2. okt. n..k. Þegar skólarnir hafa skilað vinnuskýrslum fyrir sept. mánuð og unnið hefur verið úr þeim er unnt að gefa nákvæmari upplýsingar um stöðu mála en hægt er á þessari stundu.
Eðlilega verða alltaf ákveðnar breytingar í hverjum mánuði á starfsmönnum hjá stofnun með tvö þúsund og tvö hundruð starfsmenn svo sem vegna veikinda. Þá er aldrei fullkomlega ljós þörfin á kennurum fyrr en endanleg skráning nemenda liggur fyrir hjá hverjum skóla borgarinnar, en óvenjulega miklar hreyfingar hafa verið við upphaf þessa skólaárs. “
8. Áheyrnarfulltrúi foreldra lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:
„Á sínum tíma lagði undirritaður fram tillögur í fræðsluráði um móðurskóla í foreldra-samstarfi. Í tillögunni var lagt til m.a. að stofnaður yrði stýrihópur verkefnisins, þar sem m.a. var gert ráð fyrir að SAMFOK ætti fulltrúa. Einnig var í greinargerð með tillögunni gerð grein fyrir ýmsum hugmyndum að verkefnum fyrir móðurskóla í foreldrasamstarfi:
· Hvaða afgreiðslu fékk þessi tillaga í fræðsluráði?
· Hefur tillagan og greinargerðin verið kynnt móðurskólum í foreldrasamstarfi?“

Fundi slitið kl. 14.05

Sigrún Magnúsdóttir
Sigrún Elsa Smáradóttir Guðlaugur Þór Þórðarson
Hrannar Björn Arnarsson Eyþór Arnalds