Skóla- og frístundaráð - og frístundaráð

Skóla- og frístundaráð

129. fundur

Fræðsluráð

Ár 2000, mánudaginn 20. nóvember, kl. 12.00, hélt fræðsluráð Reykjavíkur fund á Fræðslumiðstöð Reykjavíkur og var þetta 129. fundur ráðsins. Fundinn sátu: Sigrún Magnúsdóttir, formaður fræðsluráðs, Hrannar Björn Arnarsson, varaformaður fræðsluráðs, Sigrún Elsa Smáradóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson og Eyþór Arnalds. Auk þeirra sátu fundinn Ellert Borgar Þorvaldsson, fulltrúi skólastjóra, Hannes Þorsteinsson frá Kennarafélagi Reykjavíkur og Óskar Ísfeld Sigurðsson, fulltrúi SAMFOKs. Einnig sátu fundinn Gerður G. Óskarsdóttir, fræðslustjóri, Arthur Morthens, forstöðumaður þjónustusviðs, Kristín Jónsdóttir, forstöðumaður þróunarsviðs í afleysingum, Runólfur Birgir Leifsson, forstöðumaður fjármálasviðs, Anna Kristín Sigurðardóttir, deildarstjóri kennsludeildar og Guðmundur Þór Ásmundsson verkefnisstjóri sem ritaði fundargerð.

1. Lagt fram bréf fræðslustjóra, dags. 16. nóv. sl., um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa fræðsluráði, 3 mál (fskj 129, 1.1).

2. Lögð fram svör við fyrirspurn sem Kjartan Magnússon lagði skriflega fram á 125. fundi ráðsins um fjölda í bekkjum (fskj 129, 2.1).

3. Fræðslustjóri lagði fram bréf um samning við ÍTR um leigu ÍTR á íþróttamannvirkjum til ÍBR vegna íþróttastarfs fyrir íþróttafélög og almenning (fskj 129, 3.1). Þar er lagt til að samningurinn verði endurnýjaður til eins árs með heimild til framlengingar til ársloka 2002. Fræðsluráð samþykkti að fela fræðslustjóra og forstöðumanni fjármálasviðs að semja um útleigu til loka skólaársins 2000/2001 og jafnframt verði framhaldsform útleigunnar skoðað, m.a. með athugun á útboði.

4. Lagt var fram endanlegt samkomulag milli Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur, Félagsþjónustunnar í Reykjavík og Miðgarðs varðandi niðurgreiðslur og meðferð vanskilamála vegna lengdrar viðveru í skólum (fskj 129, 4.1). Áður kynnt á 122. fundi ráðsins.

5. Deildarstjóri kennsludeildar rifjaði upp yfirlit og umsagnir kennsludeildar um skólanámskrár/starfsáætlanir skóla, sbr. fskj 127, 4.1. Fræðsluráð samþykkir umsagnirnar og lýsir yfir ánægju sinni með 29 fullnægjandi skólanámskrár úr grunnskólum Reykjavíkur. Jafnframt hvetur fræðsluráð til þess að áfram verði unnið að því að allir skólar uppfylli lágmarksviðmið um skólanámskrár og að einnig verði unnið að því að einkaskólar skili fullnægjandi námskrám.

Ingunn Gísladóttir, starfsmannastjóri kom á fundinn kl 13:00.

6. Deildarstjóri kennsludeildar kynnti minnisblað um helstu áherslur í kennsluráðgjöf í grunnskólum Reykjavíkur haustið 2000 (fskj 129, 6.1).

Meyvant Þórólfsson kennsluráðgjafi sat fundinn undir þessum lið.

7. Starfsmannastjóri kynnti minnisblað um símenntun á vegum Fræðslumiðstöðvar árið 2000 (fskj 129, 7.1).

8. Kynntar voru umsóknir um stöður skólastjóra í Víkurskóla og nýjan skóla við Maríubaug (fskj 129, 8.1), en umsóknarfrestur rann út 13. nóvember s.l.

Fundi slitið kl. 14.05

Sigrún Magnúsdóttir
Hrannar Björn Arnarsson Eyþór Arnalds
Sigrún Elsa Smáradóttir Guðlaugur Þór Þórðarson