Skóla- og frístundaráð - og frístundaráð

Skóla- og frístundaráð

1. fundur

FRÆÐSLURÁÐ

Ár 1996, fimmtudaginn 1. ágúst, kl. 11.45, hélt fræðsluráð Reykjavíkur fyrsta fund sinn að Túngötu 14. Fundinn sátu: Sigrún Magnúsdóttir, Árni Sigfússon, Árni Þór Sigurðsson og Hulda Ólafsdóttir. Auk þeirra sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Guðrún Sturlaugsdóttir, María Norðdahl og Guðbjörg Björnsdóttir, fulltrúi foreldrafélaga. Þá sátu fundinn Gerður G. Óskarsdóttir, fræðslustjóri, og Steinunn Stefánsdóttir, deildarstjóri almennrar skrifstofu á Fræðslumiðstöð Reykjavíkur, sem ritaði fundargerð.

Eftirfarandi mál voru tekin fyrir:

1. Formaður fræðsluráðs bauð fundarmenn velkomna til fyrsta fundar. Hún óskaði nýju fræðsluráði og Fræðslumiðstöð Reykjavíkur farsældar og framsækni í starfi og bauð Gerði G. Óskarsdóttur velkomna til starfa. Gerður kynnti ritara fræðsluráðs, Steinunni Stefánsdóttur, og fundarmenn buðu hana velkomna.

2. Fjallað um ráðningar aðstoðarskólastjóra Langholtsskóla og Breiðholtsskóla.

Lögð fram greinargerð Gerðar G. Óskarsdóttur varðandi ráðningar aðstoðarskólastjóra í Langholtsskóla og Breiðagerðisskóla, en þar kemur fram að hún gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi tillögur skólastjóranna um ráðningu aðstoðarskólastjóra.

Áheyrnarfulltrúar kennara lögðu fram eftirfarandi bókun varðandi ráðningar skólastjóra og aðstoðarskólastjóra:

Fulltrúar kennara í fræðsluráði Reykjavíkur beina þeim tilmælum til fræðsluráðs að við ráðningu skólastjóra og aðstoðarskólastjóra séu fagleg sjónarmið höfð í fyrirrúmi samanber 23. grein grunnskólalaga.

Við ráðningu aðstoðarskólastóra jafnt sem skólastjóra verði tekið tillit til menntunar, reynslu og fyrri starfa umsækjenda auk umsagnar fræðslustjóra og/eða kennararáðs viðkomandi skóla.

Lagt fram bréf frá kennararáði Langholtsskóla þar sem tillaga skólastjóra að ráðningu aðstoðarskólastjóra er studd og tekið undir það sjónarmið að Ragnhildur Skjaldardóttir sé vel hæf til starfans.

Sigrún Magnúsdóttir bar undir atkvæði að farið yrði að tillögu skólastjóra varðandi ráðningu aðstoðarskólastjóra Langholtsskóla og ráða:

Ragnhildi Skjaldardóttur kt.

Samþykkt samhljóða.

Þá bar Sigrún Magnúsdóttir undir atkvæði að farið yrði að tillögu skólastjóra varðandi ráðningu aðstoðarskólastjóra Breiðholtsskóla og ráða:

Önnu Sigríði Pétursdóttur kt.

Samþykkt með þremur atkvæðum. Árni Þór Sigurðsson sat hjá við afgreiðsluna og lagði fram eftirfarandi bókun:

Aðstoðarskólastjórar eru staðgenglar skólastjóra en ekki persónulegir aðstoðarmenn þeirra og þeir hafa með sér ákveðna verkaskiptingu við skólastjórnunina sbr. erindisbréf fyrir skólastjóra. Því ber að gera jafn ríkar kröfur til umsækjenda um stöðu aðstoðarskólastjóra og skólastjóra. Þau faglegu vinnubrögð sem voru viðhöfð við ráðningu 7 skólastjóra í borginni nýverið ættu að vera sjálfsögð við ráðningu aðstoðarskólastjóra. Fræðsluráð ræður nú í fyrsta skipti aðstoðarskólastjóra og ber ábyrgð á þeirri ráðningu. Ráðið verður því að fjalla á sjálfstæðan og faglegan hátt um alla umsækjendur óháð áliti umsagnaraðila þó þau geti og eigi vissulega að hafa áhrif á endanlega niðurstöðu.

Því miður hefur sá háttur ekki verið hafður á nú þegar ráða á aðstoðarskólastjóra Breiðholtsskóla. Umsækjendur um þá stöðu sitja ekki við sama borð enda umsóknir þeirra hvorki bornar saman á faglegan hátt né viðtöl farið fram og það ber að harma. Við svo búið treysti ég mér ekki til að bera ábyrgð á ráðningu aðstoðarskólastjóra í Breiðholtsskóla og sit hjá við afgreiðslu málsins.

Sigrún Magnúsdóttir ítrekaði ákvæði 6. greinar samþykktar fyrir fræðsluráð Reykjavíkur þar sem valdsvið ráðsins er breytt varðandi ráðningar aðstoðarskólastjóra frá því sem átti við um skólamálaráð. Einnig gat hún þess að nú í júlí hefði verið millibilsástand meðan verið var að móta samþykktir fyrir fræðsluráð sem ekki lágu fyrir fyrr en í síðustu viku. Því var farin sú leið við þessar ráðningar að biðja um tillögu skólastjóra og kalla eftir áliti kennararáða. Einnig var milli funda sem fjölluðu um málið beðið um greinargerð frá fræðslustjóra.

3.. Lögð fram tilkynning frá menntamálaráðuneyti um að skipaðir hefðu verið eftirfarandi grunnskólakennarar við grunnskóla Reykjavíkur:

Ásgeir Beinteinsson kt. Æfingaskóli KHÍ Guðbjörg Pálsdóttir kt. Æfingaskóli KHÍ Guðný H. Gunnarsdóttir kt. Æfingaskóli KHÍ Gunnar B. Jónsson kt. Æfingaskóli KHÍ Gunnhildur Óskarsdóttir kt. Æfingaskóli KHÍ Helga Sigurmundsdóttir kt. Æfingaskóli KHÍ Ingibjörg Símonardóttir kt. Æfingaskóli KHÍ Jacqueline Friðriksdóttir kt. Æfingaskóli KHÍ Margrét Harðardóttir kt. Æfingaskóli KHÍ Sigfríður Björnsdóttir kt. Æfingaskóli KHÍ Anna Jeppesen kt.

Skipanirnar gilda frá 1. maí 1996.

4. Lögð fram bréf frá eftirfarandi kennurum þar sem þeir segja stöðum sínum lausum:

Jónína Margrét Jónsdóttir kt. Austurbæjarskóla Eyrún Jónasdóttir kt. Selásskóla Hannes Sveinbjörnsson kt. Réttarholtsskóla

Samþykkt.

5. Lögð fram umsókn um launalaust leyfi, samþykkt af Antoni Sigurðssyni, skólastjóra Skóla Ísaks Jónssonar:

Sólveig Karvelsdóttir kt. Skóla Ísaks Jónssonar

Frestað.

Fundi slitið kl. 12.10

Sigrún Magnúsdóttir

Árni Sigfússon Hulda Ólafsdóttir
Árni Þór Sigurðsson