Skóla- og frístundaráð - og frístundaráð

Skóla- og frístundaráð

5. fundur

FRÆÐSLURÁÐ

Ár 1996, mánudaginn 30. september, kl. 12.00, hélt fræðsluráð Reykjavíkur fund í Hamraskóla og var þetta 5. fundur ráðsins. Fundinn sátu: Sigrún Magnúsdóttir, formaður, Árni Sigfússon, Guðmundur Gunnarsson, Hulda Ólafsdóttir og Svanhildur Kaaber. Auk þeirra sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Guðrún Sturlaugsdóttir og Finnbogi Sigurðsson frá Kennarafélagi Reykjavíkur, Valgerður Selma Guðnadóttirr frá Félagi skólastjóra og Guðbjörg Björnsdóttir frá Samfok. Einnig sátu fundinn Gerður G. Óskarsdóttir, fræðslustjóri, Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, forstöðumaður þróunarsviðs í Fræðslumiðstöð Reykjavíkur og Steinunn Stefánsdóttir, deildarstjóri almennrar skrifstofu, sem ritaði fundargerð. Í lok fundar komu fráfarandi ráðsmenn, Kristjana Kristjánsdóttir og Árni Þór Sigurðsson á fundinn.

Í upphafi fundar bauð formaður velkomna til fundar þau Guðmund Gunnarsson og Svanhildi Kaaber nýkjörna aðalfulltrúa í fræðsluráði.

1. Lagt fram bréf frá borgarstjóra þar sem tilkynnt er kosning eftirfarandi fulltrúa í fræðsluráð: Sigrún Magnúsdóttir Háteigsvegi 48 Hulda Ólafsdóttir Hvassaleiti 59 Svanhildur Kaaber Urðarstíg 13 Árni Sigfússon Álftamýri 35 Guðmundur Gunnarsson Fannarfold 69

Til vara: Kristín Dýrfjörð Miðstræti 8A Hanna Kristín Stefánsdóttir Hvassaleiti 83 Magnea Eyvinds Vesturhúsum 11 Inga Jóna Þórðardóttir Granaskjóli 20 Helga Jóhannsdóttir Neðstaleiti 5

Formaður var kjörinn Sigrún Magnúsdóttir.

Formaður lagði til að Svanhildur Kaaber yrði varaformaður og Hulda Ólafsdóttir ritari. Samþykkt.

2. Lögð fram Fimm ára áætlun vegna einsetningar skóla í Reykjavík. Fræðsluráð samþykkti fyrir sitt leyti þessa rammaáætlun og felur byggingadeild borgarverkfræðings og þróunarsviði Fræðslumiðstöðvar að halda áfram vinnu varðandi einsetningaráform, sérstaklega hvað viðkemur Vesturbæ.

3. Lagt fram erindi frá Ingibjörgu Georgsdóttur varðandi ófullnægjandi stundaskrá í 6. bekk C í Melaskóla.

Jafnframt lagt fram minnisblað frá fræðslustjóra varðandi stundaskrá 6. C í Melaskóla. Fræðslustjóri fylgdi minnisblaði sínu úr hlaði og gerði grein fyrir kostnaði við hverja vikustund í grunnskólum Reykjavíkur. Vísað til afgreiðslu fræðslustjóra.

4. Lagt fram erindi frá Lilju Eyþórsdóttur um fyrirkomulag skólasunds í 2. bekk D í Melaskóla. Vísað til afgreiðslu fræðslustjóra.

5. Lagt fram erindi frá skólastjórum tónlistarskóla þar sem farið er fram á fund með fræðsluráði m.a. vegna niðurskurðar og tilfærslu á kennslukvóta tónlistarskóla. Samþykkt að fela formanni og fræðslustjóra að funda með skólastjórunum.

6. Lagðar fram til kynningar fundargerðir bygginganefndar skóla og leikskóla frá 2., 16. og 23. september 1996.

7. Lagt fram til kynningar erindi frá Atvinnu- og ferðamálastofu varðandi innanstokksmuni fyrir börn í stofnunum borgarinnar.

8. Lögð fram greinargerð Fræðslumiðstöðvar vegna erindis frá foreldrum nemenda 3. bekkjar Breiðagerðisskóla, ásamt tillögu að lausn vandans. Samþykkt að bæta 10 skiptistundum við kennslumagn árgangsins.

9. Lagðar fram umsóknir eftirtalinna kennara um breytingar á stöðuhlutfalli: Bjarni Þór Kristjánsson Bústaðaskóla úr 100% í 50% Benóný Eiríksson Breiðholtssk. úr 100% í 50% Samþykkt.

10. Lagðar fram umsóknir eftirtalinna kennara um leyfi án launa veturinn 1995 - 1996: Guðrún Jónasdóttir Breiðholtsskóla Hanna Ragnarsdóttir Árbæjarskóla Ragnhildur Thorlacius Safamýrarskóla Samþykkt að veita Guðrúnu og Ragnhildi leyfi en umsókn Hönnu vísað til afgreiðslu fræðslustjóra, þar sem samþykki skólastjóra lá ekki fyrir.

11. Lögð fram greinargerð frá forstöðumanni rekstarsviðs Fræðslumiðstöðvar varðandi kennsluafslátt vegna framhaldsnáms við KHÍ. Umfjöllun frestað til næsta fundar.

12. Formaður lagði fram eftirfarandi bókun: Fræðsluráð samþykkir að veita Ölmu Hansen 500 þús. króna styrk til tónlistarfræðslu og vegna starfa hennar undangengin ár að tónlistarmálum. Samþykkt skólamálaráðs frá 13. maí s.l. um eingreiðslu til Ölmu Hansen fellur þar með úr gildi.

Varðandi umsókn Ölmu Hansen f.h. Tónlistarskóla Vesturbæjar til borgarráðs 14. apríl, sem vísað var til skólamálaráðs 23. apríl s.l., leggur fræðsluráð til að erindinu verði synjað. Um 10 tónlistarskólar eru starfandi í Reykjavík, sem sinna tónlistarnámi nemenda á grunnskólaaldri. Starfshópur á vegum Fræðslumiðstöðvar er að vinna við að skoða m.a. hvernig hægt sé að tengja tónlistarnámið daglegum vinnutíma nemenda og e.t.v. færa það í auknum mæli inn í skólana. Þá væri æskilegt að tónlistarskólarnir skiptu með sér verkum og hefðu höfuðstöðvar í ákveðnum (mism.) hverfum. Meðan slík endurskoðun fer fram er ekki unnt að verða við óskum um nýja tónlistarskóla í borginni.

Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

13. Formaður þakkaði Kristjönu Kristjánsdóttur og Árna Þór Sigurðssyni vel unnin störf í skólamálaráði og síðar fræðsluráði.

Fundi slitið kl. 14.45

Sigrún Magnúsdóttir
Árni Sigfússon Guðmundur Gunnarsson
Hulda Ólafsdóttir Svanhildur Kaaber