Skóla- og frístundaráð - og frístundaráð

Skóla- og frístundaráð

18. fundur

FRÆÐSLURÁÐ

Ár 1997, mánudaginn 3. mars, kl. 12.00, hélt fræðsluráð Reykjavíkur fund í Fræðslumiðstöð Reykjavíkur og var þetta 18. fundur ráðsins. Fundinn sátu: Sigrún Magnúsdóttir formaður, Árni Sigfússon, Hulda Ólafsdóttir og Svanhildur Kaaber. Auk þeirra sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Guðrún Sturlaugsdóttir frá Kennarafélagi Reykjavíkur, Einar Magnússon frá Skólastjórafélagi Reykjavíkur, sem sat fyrsta fræðsluráðsfund sinn, Jón Björnsson framkvæmdastjóri menningar-, uppeldis- og félagsmála hjá Reykjavíkurborg og Áslaug Brynjólfsdóttir umboðsmaður foreldra og skóla. Einnig sátu fundinn Ólafur Darri Andrason forstöðumaður rekstrarsviðs Fræðslumiðstöðvar og Steinunn Stefánsdóttir deildarstjóri almennrar skrifstofu sem ritaði fundargerð.

1. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 12. febrúar s.l., varðandi styrkumsókn Landssambands slökkviliðsmanna vegna eldvarnafræðslu í grunnskólum Reykjavíkur. Vísað til Fræðslumiðstöðvar að leita upplýsinga hjá Landssambandi slökkviliðsmanna um hvort verið er að sækja um styrk vegna fræðslu á síðasta ári eða yfirstandandi ári.

2. Lögð fram til kynningar fundargerð byggingarnefndar skóla og leikskóla frá 24. febrúar s.l.

3. Svanhildur Kaaber spurðist fyrir um stöðu mála varðandi þjófavarnakerfi í skólum borgarinnar í framhaldi af tjóni vegna innbrots í Breiðagerðisskóla um nýliðna helgi. Vísað til rekstrarsviðs að taka saman upplýsingar um hversu víða komið er þjófavarnakerfi og hversu mörg slík kerfi er fyrirhugað að setja upp á þessu ári.

4. Lagt fram á ný minnisblað Jóns Björnssonar, dags. 10. febrúar 1997. Einnig lagt fram minnisblað frá forstöðumanni rekstrarsviðs varðandi útgjöld borgarinnar af grunnskólanemendum í borginni. Ólafur Darri Andrason gerði grein fyrir minnisblaðinu. Vísað til Jóns Björnssonar og Fræðslumiðstöðvar að taka saman skilgreiningu, sem tekur bæði til innra starfs og rekstrarkostnaðar, á hverjum einkaskóla fyrir sig.

Jón Björnsson vék af fundi eftir þennan lið.

5. Ólafur Darri Andrason gerði grein fyrir þeim reglum sem gilda um greiðslu vegna barna sem stunda skólagöngu utan lögheimilissveitarfélags. Tvenns konar viðmiðunarreglur eru í gildi, annars vegar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og hins vegar frá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.

6. Umboðsmaður foreldra og skóla kynnti starf sitt og lagði fram yfirlit yfir nemendur sem hafa fallið brott úr skóla eða orðið að fara í aðra skóla. Einnig lagt fram yfirlit yfir mál af öðru tagi sem umboðsmaður hefur leyst úr. Lögð fram frásögn af ráðstefnunni Menntun er samstarfsverkefni sem haldin var í Kaupmannahöfn 21. - 24. nóvember s.l. Áslaug Brynjólfsdóttir þakkaði fræðsluráði sérstaklega fyrir að hafa fengið tækifæri til að sækja þessa ráðstefnu.

7. Lagt fram til kynningar kynningarrit Fræðslumiðstöðvar og Íþrótta og tómstundaráðs um félagsstarf í grunnskólum.

Áslaug Brynjólfsdóttir vék af fundi eftir þennan lið.

8. Formaður gerði grein fyrir að Samband íslenskra sveitarfélaga hefur skipað nefnd sem fjalla á um framtíðarskipan í málefnum sérskóla.

9. Lagt fram erindi frá samtökum skólalúðrasveita, dags. 21. febrúar s.l., varðandi úrvalslúðrasveit SÍSL. Vísað til Fræðslumiðstöðvar að afla nánari upplýsinga um málið.

10. Lagt fram erindi frá skólastjóra Selásskóla, dags. 24. febrúar s.l., varðandi lausar kennslustofur. Vísað til bygginganefndar skóla og leikskóla.

Fundi slitið kl. 14.10

Sigrún Magnúsdóttir
Árni Sigfússon Hulda Ólafsdóttir
Svanhildur Kaaber