No translated content text
Öldungaráð
Ár 2024, miðvikudaginn 14. ágúst var haldinn 90. fundur öldungaráðs Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 14.02. Fundinn sátu Sara Björg Sigurðardóttir, Þorkell Sigurlaugsson, Ingibjörg Sverrisdóttir, Bessí Jóhannsdóttir og Ingibjörg Ósk Guðmundsdóttir. Eftirtalinn fulltrúi tók sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Dagbjört Höskuldsdóttir. Einnig sat fundinn Anna Kristinsdóttir.
Elísabet Pétursdóttir ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagsviðs dags. 15. júlí 2024, um drög að skipulagsforsendum fyrir lífsgæðakjarna, ásamt fylgiskjölum. USK24050285
Öldungaráð leggur fram svohljóðandi bókun:
Öldungaráð þakkar starfshóp um skipulagsvinnu og samninga vegna lífsgæðakjarna fyrir góða vinnu og boð um samtal, enda eru drög að skipulagsforsendum fyrir þróun og uppbyggingu lífsgæðakjarna uppskrift að samfélagi framtíðar - þróun, uppbyggingu og heimilum þúsunda einstaklinga í blandaðri byggð þó mest íbúðir fyrir 60 ára og eldri. Því er ánægjulegt að sjá starfshópinn í sinni vinnu leita í reynslubanka annarra þjóða sem hafa reynslu af sambærilegri uppbygginu og mikilvægt að nema hvað hefur heppnast og hvað ekki. Öldungaráð vekur athygli á að skilalýsing íbúða fyrir þarfir þessa tiltekna hóps liggja ekki opinberlega fyrir, hvorki í byggingareglugerð né á vef Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, HMS. Í ljósi þessa vill ráðið hvetja borgarráð til að láta útbúa þarfagreiningu í samtali við hagaaðila þannig að til verði viðmiðunar skilalýsing sem hægt verði að styðjast við þegar deiliskipulag er unnið eins og hefur verið gert við uppbyggingu íbúða fyrir fatlað fólk. Margt er hægt að notast við úr þeirri vinnu en svo eru aðrir þættir sem eingöngu snúa að hópi 60 ára og eldri. Þættir sem tengjast þróun öldrunar m.t.t. hönnunar, velferðatækni, öryggi, rafmagnsbúnaðar, lífsgæðum og sveigjanleika til að eldast á heimilum sínum samhliða því að missa færni til lengri eða skemmri tíma vegna veikinda án þess að þurfa flytja.
- Kl. 15.24 víkur Dagbjört Höskuldsdóttir af fundinum og aftengist fjarfundarbúnaði.
Margrét Lára Baldursdóttir, Valný Aðalsteinsdóttir og Hilmar Hildar Magnússon taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga öldungaráðs:
Lagt er til að óska eftir því við borgarráð að gerð verði þarfagreining fyrir skilalýsingu á íbúðum ætlaðar eldra fólki. Þarfagreiningin verði unnin í samtali við hagaðila þannig að til verði viðmiðunar skilalýsing á skipulagi og gæðum íbúða ætluðum eldra fólki og sem hægt verði að nota við gerð deiliskipulags fyrir íbúðir ætlaðir þessum tiltekna aldurshóp.
Tillögunni fylgir greinagerð. MSS24080040
Samþykkt.Fylgigögn
Fundi slitið kl. 15.59
Sara Björg Sigurðardóttir Þorkell Sigurlaugsson
Ingibjörg Sverrisdóttir Ingibjörg Óskarsdóttir
Bessí Jóhannsdóttir Ingibjörg Ósk Guðmundsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð öldungaráðs frá 14. ágúst 2024