Mannréttinda- og ofbeldisvarnarráð
Ár 2024, mánudaginn 10. desember var haldinn 43. fundur mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs. Fundurinn var opinn og haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur, Tjarnarsal og hófst kl. 11.30. Fundinn sátu: Magnús Davíð Norðdahl, Unnur Þöll Benediktsdóttir, Sabine Leskopf, Helga Þórðardóttir, Friðjón R. Friðjónsson og Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir. Einnig sat fundinn Anna Kristinsdóttir. Elísabet Pétursdóttir ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Magnús Davíð Norðdahl, formaður mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs heldur ávarp og setur opinn fund mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs sem fram fer undir yfirskriftinni; Reykjavík fyrir ungmenni. MSS22110179
Fylgigögn
-
Ragný Þóra Guðjohnsen faglegur stjórnandi og dósent við menntavísindasvið Háskóla íslands heldur ávarp; Íslenska æskulýðsrannsóknin – Hvað segja börn og ungmenni? MSS22110179
Fylgigögn
-
Kári Sigurðsson verkefnastjóri forvarna hjá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar heldur ávarp; Flotinn flakkandi félagsmiðstöð – Áskoranir og viðbrögð. MSS22110179
Fylgigögn
-
Drífa Snædal talskona Stígamóta heldur ávarp; Sjúkást. MSS22110179
Fylgigögn
-
Fram fara umræður og spurningar gesta. Til máls taka eftirfarandi fulltrúar: Magnús Davíð Norðdahl, Unnur Þöll Benediktsdóttir og Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir. MSS22110179
-
Magnús Davíð Norðdahl fundarstjóri, dregur saman umræður og slítur fundi. MSS22110179
Fundi slitið kl. 13.03
Magnús Davíð Norðdahl Unnur Þöll Benediktsdóttir
Sabine Leskopf Helga Þórðardóttir
Friðjón R. Friðjónsson Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs frá 10. desember 2024