Mannréttinda- og ofbeldisvarnarráð
Ár 2024, fimmtudaginn 28. nóvember var haldinn 42. fundur mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi, Tjarnarbúð og hófst kl. 12.16. Fundinn sátu eftirfarandi fulltrúar: Magnús Davíð Norðdahl, Sabine Leskopf, Unnur Þöll Benediktsdóttir, Þorvaldur Daníelsson, Friðjón R. Friðjónsson og Helga Þórðardóttir. Auk þeirra eftirtaldir áheyrnarfulltrúar: Halla Bergþóra Björnsdóttir, Linda Dröfn Gunnarsdóttir og Jenný I. Ingudóttir með rafrænum hætti. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir. Elísabet Pétursdóttir ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 26. nóvember 2024, um aðgerðaráætlun Reykjavíkurborgar gegn ofbeldi 2025 – 2027, ásamt skil umsagna um áætlunina úr samráðsgátt Reykjavíkurborgar. Jafnframt er lagt fram bréf velferðasviðs dags. 28. nóvember 2024, þar sem óskað er eftir frest til að skila umsögn velferðarráðs til 5. desember nk. MSS24060082
Samþykkt að veita velferðarráði frest til að skila umsögn til 5. desember nk.Frestað.
Halldóra Dýrleifar Gunnarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
- Kl. 12.55 víkja Halla Bergþóra Björnsdóttir og Linda Dröfn Gunnarsdóttir af fundinum og Jenný I. Ingudóttir aftengist fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um helstu verkefni og áskoranir öldungaráðs. MSS23010102
Ellen J. Calmon, Jóhann Birgisson, Sigurður Á. Ágústsson, Birna Sigurjónsdóttir og Ingibjörg Ósk Guðmundsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið og Helga Margrét Marzellíusardóttir með rafrænum hætti.
- Kl. 14.05 víkur Friðjón R. Friðjónsson af fundinum og Helga Margrét Marzellíusardóttir tekur sæti.
-
Fram fer umræða um helstu verkefni og áskoranir aðgengis- og samráðsnefndar í málefnum fatlaðs fólks. MSS23010102
Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir, Björgvin Björgvinsson, Katarzyna Kubiś, Sigurbjörg H. Sigurgeirsdóttir, Valgerður Jónsdóttir og Bragi Bergsson taka sæti á fundinum undir þessum lið og Rúnar Björn Herrera Þorkelsson með rafrænum hætti.
-
Fram fer umræða um helstu verkefni og áskoranir fjölmenningarráðs. MSS23010102
Mouna Nasr og Milan Chang Gudjonsson taka sæti á fundinum undir þessum lið og Monika Gabriela Bereza og Magnea Gná Jóhannsdóttir með rafrænum hætti.
Fylgigögn
-
Lögð fram skýrsla um fjölmenningarþing Reykjavíkurborgar sem fram fór þann 4. maí 2024. MSS23010211
Fylgigögn
-
Lögð fram dagskrá um opinn fund mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs sem fram fer þann 10. desember nk. MSS22110179
Fylgigögn
-
Lögð fram greinagerð vegna styrks fyrir verkefnið Kvennaborðið. MSS22080022
- Kl. 16.02 víkja Helga Þórðardóttir og Sabine Leskopf af fundinum.
Fundi slitið kl.16.19
Magnús Davíð Norðdahl Þorvaldur Daníelsson
Unnur Þöll Benediktsdóttir Helga Margrét Marzellíusardóttir
Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
42. fundur mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs frá 28. nóvember 2024